Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 30
Matur
og drykkir *Í sumar var mikið líf og fjör í Fógetagarðinum áhorni Aðalstrætis og Kirkjustrætis í miðbæ Reykja-víkur. Þar var í nokkur skipti haldinn götumat-armarkaðurinn KRÁS þar sem veitingamenn úrýmsum áttum settu upp bása og seldu gestum mat.Núna um helgina verður haldin JólaKRÁS, laugardagog sunnudag kl. 14-19. Boðið verður upp á heita
drykki, jólaglögg, kakó og irish coffee. Um að gera að
skella sér þangað og komast í enn meira jólaskap.
Götumatarmarkaðurinn KRÁS
U
ndirbúningur og aftur undirbúningur er það
mikilvægasta við það að halda gott gaml-
ársboð segir Anna Björk Eðvarðsdóttir. „Það
er ofboðslega gott að klára allt sem hægt er
að klára fyrirfram og hafa sem mest tilbúið og við hönd-
ina svo að maður geti notið kvöldsins og gestanna sinna.
Einnig er fínt að passa sig að vera ekki með of flókinn
mat.“ Sjálf hefur hún haldið gamlársboð fyrir fjölskyldu
sína í mörg ár. „Það sem kemur manni í stemningu fyr-
ir gamlársdag er hins vegar fyrsti reiðtúrinn, „skeifna-
túrinn“, sem hestamannafélagið okkar stendur fyrir og
er ómissandi. Lagt er af stað upp úr hádegi og þá verð-
ur allt að vera klárt, steikin komin í ofninn, borðið
skreytt og kjóllinn hangandi á herðatrénu. Þá er allt
tilbúið þegar klukkurnar hringja inn hátíðina.“
Anna Björk heldur úti matarbloggi og er með sjúk-
legan áhuga á mat að eigin sögn. „Ætli það megi ekki
segja að ég sé ansi illa haldin af mataráhuga,“ segir
Anna Björk og hlær. „Ég er samt ekki stödd á neinni
sérstakri matreiðslulínu. Flestallt sem viðkemur mat
vekur áhuga minn, hvort sem það eru nýjustu straum-
arnir í matargerð, hvernig við nýtum matinn sem við
kaupum dags daglega, eða að halda í hefðirnar í gömlu
íslensku matargerðinni, hún má ekki gleymast í öllum
nýjungunum. Svo getur matargerð verið útrás fyrir
sköpun og tjáningu.“
Eftir að dætur Önnu urðu eldri fann hún meiri tíma
fyrir sjálfa sig og ákvað að stofna matarblogg. „Mér
finnst ég ótrúlega lánsöm að hafa tíma til ráðstöfunar til
að gera það sem mér finnst skemmtilegt, veitir mér
mikla ánægju og ýtir mér stundum út fyrir þæginda-
rammann, það er gaman.“ Hún segist fá hugmyndir út
frá eigin matarvenjum, en hún borðar árstíðabundinn
mat, eða það sem er best hverju sinni. Skraut segir hún
geta verið hvað sem er. „Það getur verið eitthvað sem
ég sé í kringum mig, í tímariti, stundum lag í útvarpinu
en svo er það líka tilefnið. Stundum fæ ég mynd í hug-
ann og reyni að framkalla hana í borðskrautinu eða í
matnum. Ég þarf að fá útrás og gleði við það að grúska
og undirbúa mig þegar ég held boð, það er helmingur
ánægjunnar. En umfram allt er það stemningin og upp-
lifun gestanna sem skiptir máli, hvort sem það er gaml-
ársboð eða soðning á mánudegi,“ segir Anna Björk kát
að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn
GAMLÁRSBOÐ FYRIR FJÖLSKYLDUNA Í MÖRG ÁR
Ávallt farið í reiðtúr
á gamlársdag
ANNA BJÖRK HELDUR ALLTAF ÁRAMÓTABOÐ FYRIR FJÖLSKYLDU SÍNA. HÚN SEGIR ÞAÐ
HEFÐ AÐ FARA Í REIÐTÚR Á HÁDEGI Á GAMLÁRSDAG EN ALLT VERÐUR AÐ VERA TILBÚ-
IÐ FYRIR ÞANN TÍMA. GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR ER ÞAR LYKILATRIÐI.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Borðið er glæsilega vel
skreytt og einstaklega
smart hjá Önnu Björk.
24 stk.
4 egg
4 msk. rjómi
4 msk. ferskur graslaukur,
saxaður
1 msk. olía
40 g smjör
u.þ.b. 6 sneiðar hvítt sam-
lokubrauð
60 g sýrður rjómi
50 g laxahrogn
50 g svartur kavíar
skraut: saxaður graslaukur og
radísuspírur
Aðferð: 1 egg, 1 msk. rjómi og 1
msk. af graslauk ásamt salti og
pipar þeytt saman og steikt á ol-
íuborinni pönnukökupönnu í þrjár
mín. á annarri hliðinni, eða þang-
að til eggjakakan er rétt stífnuð.
Þá er henni rennt af pönnunni á
bökunarpappír og rúllað þétt upp
um leið og hún er orðin nógu
köld til að handleika. Passa að of-
steikja kökuna ekki, þá er erfitt
að rúlla henni upp. Þetta er svo
endurtekið með restina af eggj-
unum. Hverri rúllu er svo pakkað
í matarfilmu og kæld í minnst eina
klst. (má gera daginn áður), áður
en rúllurnar eru skornar í 24 jafn-
stóra bita. Brauðið er ristað í
brauðrist og smurt heitt svo
smjörið bráðni inn í það. Svo eru
skornir fjórir hringir út úr sneið-
unum. Ofan á hvern hring er sett
½ tsk. af sýrðum rjóma, síðan er
einum bita af eggjaköku þrýst létt
upp á endann, ofan á og skreytt
með hrognum, graslauk og spír-
um.
Rúlluð eggjakaka með
graslauk og hrognum
24 stk.
24 lítil muffinform úr áli
olíuspray
1⁄4 bolli gott brauðrasp
1⁄4 tsk. oregano, þurrkað
1⁄4 bolli ristaðar pekanhnetur
2 msk. parmesanostur, rifinn
2 msk. brætt smjör
250 g rjómaostur til mat-
reiðslu (ekki light), mjúkur
90 g geitaostur (lurkur),
mjúkur
1 stórt egg
2 msk. rjómi
1 msk. sriracha-chilisósa,
sterk
½ bolli rauð chilisulta, brædd
í potti
Aðferð: Ofninn er hitaður í
180°C. Álformin eru sett í míní-
bökunarformin og þunnu lagi af
olíu spreyjað ofan í þau. Brauð-
mylsnu, óreganói, kryddi, hnetum,
osti og smjöri er blandað vel
saman í skál og u.þ.b. 1 tsk. af
mylsnunni þrýst þétt í botninn á
formunum. Blandið rjóma- og
geitaosti vel saman á meðalhraða
í hrærivél þar til léttir og hafa
blandast vel. Þá er eggi, rjóma og
sriracha-sósu hrært út í. Hrær-
unni er skipt á milli formanna
þannig að þau séu full að 3⁄4. Bak-
að í 10 mín., eða þar til kökurnar
eru stífar. Kældar í formunum í
20 mín. Chilisultan er brædd í
potti og 1 tsk. af henni sett ofan
á hverja ostaköku. Kældar í 2-12
tíma. Má frysta.
Bakaðar míní-geitaostskökur
með chili