Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Græjur og tækni Jólagjafir fyrir dýrin Orbilo c ljós kr. 5.6 12.- Jólahú fur frá kr . 884. - Plastbúrfrá kr. 2.987.- Jólabúningarfrá kr. 3.876.- Katta klórur frá kr . 2.99 5.- Rúmfrá kr. 2.997.- Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Smád ýrabú r frá kr . 3.59 5.- Nokkur klón niðurhalssíðunnar alræmdu Pirate Bay skutu upp kollinum í vikunni og eins og gert hafði ver- ið ráð fyrir mun reynast sænskum yfirvöldum erfitt að halda starfsemi síðunnar niðri enda minnir hún á grísku nöðruna Hýdru úr goðafræðinni, sem öðlaðist tvö ný höfuð fyrir hvert eitt sem hún missti. Klón Pirate Bay rísa upp Þ eir sem leggja það í vana sinn að kaupa bækur eða hluti í gegnum vefrisann Amazon geta öðru hverju ekki annað en fallið í stafi gagn- vart skilvirkni og nákvæmni síð- unnar. Oftar en ekki er þar jafn- framt að finna besta verðið og tilboð á nýjum bókum eru iðulega allt að því glæpsamlega hagstæð. Hins vegar kom upp sjaldgæf tæknileg villa á síðunni í liðinni viku sem varð til þess að þeir sem voru inni á síðunni á því augna- bliki gátu gert ótrúleg kaup. Þetta ástand varði í um klukkustund og afleiðingarnar eru hræðilegar fyrir marga seljendur. Verð á þúsundum hluta féll nið- ur í 1 p., um tvær íslenskar krón- ur, og viðskiptavinir sem voru vel á verði létu ekki segja sér það tvisvar og hófu magnkaup í um- talsverðum mæli. Fyrir vikið biðu mörg lítil fyrirtæki sem selja vörur sínar á Amazon töluvert fjárhags- legt tjón og þeim hefur jafnframt verið tilkynnt að vefrisinn hyggist ekki bæta þeim það tjón. Selj- endum var tilkynnt í tölvupósti að vildu þeir léta réttar síns yrðu þeir að hafa samband við þann þriðja aðila sem sér um hugbúnaðinn sem brást. Villan lýsti sér þannig að hug- búnaður sem utanaðkomandi selj- endur beita til þess að tryggja að þeir bjóði upp á lægsta verðið á markaði gekk allt í einu af göfl- unum og snarlækkaði verð á ýmsu niður í sama og ekkert. „Amazon er í tómu rugli,“ tísti einn athugull notandi. „Rúmdýna 1 p., heyrn- artól 1 p., rafhlöður, föt, tölvu- leikir, allt 1 p. Einhver brást illi- lega.“ Martin Le Corre, sem selur leik- föng og tölvuleiki frá vöruhúsi sínu í gegnum Amazon, sagði í samtali við The Guardian að villan í tölvu- kerfinu hefði kostað hann um 100.000 pund eða í kringum 20 milljónir króna. „Síminn hringdi og samkeppn- isaðili okkar var hinum megin á línunni og spurði hvort við átt- uðum okkur á því að við værum að selja hlutina okkar á eitt penní. Eftir klukkustund var búið að leggja inn 1.600 pantanir til okkar. Fólk var kannski að kaupa 10, 50 eða 100 eintök af sama hlutnum.“ Þegar hann tók verslun sína af vefsíðu Amazon hafði verið til- kynnt að varningur fyrir um 6 milljónir hefði þegar verið sendur af stað frá Amazon. Það þýðir að ekki er hægt að hætta við pönt- unina eða rifta samningnum. Fyrirtækið sem sér um hugbún- aðinn sem brást nefnist Repricer- Express. Það hefur heldur ekki boðist til að bæta seljendum tjónið að einhverju leyti en sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að forsvarsmenn þess væru miður sín vegna þeirra óþæginda sem bilunin olli viðskiptavinum fyrirtækisins. Þeir fjölmörgu seljendur sem lentu illa í þessu óhappi hafa lýst yfir sameiginlegri óánægju sinni gagnvart viðbrögðum vefrisans og blöskrar sú staðreynd að eitt stærsta fyrirtæki heims vilji ekk- ert gera til þess að koma til móts við þá. Kjarakaup gerð í frum- skóginum VILLA Í HUGBÚNAÐI SEM TRYGGIR SELJENDUM LÆGSTA VERÐIÐ Á AMAZON GERÐI AÐ VERKUM AÐ VERÐ Á ÞÚS- UNDUM VARA VAR LÆKKAÐ NIÐUR Í EITT PENNÍ. VEFR- ISINN ÆTLAR EKKI AÐ BÆTA TJÓNIÐ SEM AF HLAUST. Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Amazon er eitt af stærstu fyrirtækjum heims og stofnandi þess, Jeff Bezos, er einn af ríkustu mönnum í heimi. Fyr- irtækið lýsti sig ábyrgðarlaust gagnvart seljendum enda væri hugbúnaðurinn sem brást á vegum þriðja aðila. AFP Vöruhús Amazon eru tröllaukin að stærð og starfsemi þeirra þykir ótrúlega skilvirk og nákvæm. Lítil villa í hugbúnaði hafði mikil áhrif á kauphegðun fólks. AFP * „Amazon er ítómu rugli.Rúmdýna 1 p., heyrnartól 1 p., raf- hlöður, föt, tölvu- leikir, allt 1p. Ein- hver brást illilega.“ Gætir þú hugsað þér að fá ókunnug- an mann til þess að vekja þig á morgn- ana? Nú er hægt að nálgast þessa tilfinningu í gegn- um smáforrit sem verður að teljast ein frumlegasta vekjaraklukka sem litið hefur dags- ins ljós. Um 1,5 milljónir notenda notast nú við Wakie, hina „fé- lagslegu vekjaraklukku“ eins og það er kallað. Segjum sem svo að þú stillir vekjaraklukkuna á sex að morgni, þá virkar forritið þannig að þú færð símhringingu á þeim tíma frá öðrum notanda, vakandi að sjálf- sögðu, sem vekur þig. APPIÐ Láttu ókunnuga vekja þig

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.