Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 39
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Að tísta er eins og að senda rosa kúl símskeyti til vina þinna einu sinni í viku. Tom Hanks Hver skyldi nú eiginlega vera að hringja í mig? Þetta var spurning sem heltók marga hérna áður fyrr þegar síminn glumdi skyndi- lega á stofuborðinu og engin leið var að svara henni nema með því að taka sénsinn og svara í símtól- ið. Númerabirtirinn kom að góð- um notum á þessum tíma og gerði fólki kleift að sjá hver væri að hringja án þess að þurfa nauð- synlega að svara viðkomandi. Ekki var óalgengt að sjá slík tæki aug- lýst á seinni hluta tíunda áratug- arins. Þá geymdi hann 50 síðustu númer og virkaði þannig líka sem símboði – tæki sem einnig á skilið sjálfstæða umfjöllun. Það var í raun ekkert minna en bylting að koma heim eftir langan dag og þurfa ekki að lifa í óvissu um hver hafði reynt að hringja í mann. Númerabirtirinn eyddi óvissunni og lítið mál að hringja til baka. Eftirspurn eftir númerabirtum varði þó ekki lengi enda tóku fljótlega að koma á markað heimasímar sem voru með innbyggðan númerabirti. Þá leið ekki á löngu þangað til farsíminn hóf innreið sína á íslenskan markað og þá varð ekki aftur snúið, hver einasti sími sem var framleiddur bauð upp á innbyggðan númerabirti. GAMLA GRÆJAN Númerabirtirinn lifði skammt á markaði á tíunda áratugnum en gaf fyrirheit um það sem í vændum var. Númerabirtirinn eyddi óvissunni Huggulegt er að fá sér gönguferð í góðra vina hópi um Winter Wonderland í Hyde Park í Lundúnum yfir hátíð- arnar. Þar er selt jólaglögg og heitt kakó á básum, börn skemmta sér í afþreyingartækjum og fullorðnir kaupa jólavarning. Athygli vekur að fleiri og fleiri hópar kjósa að staðnæmast í mannþrönginni – sá sem í miðjunni stendur dregur fram lítið prik og smellir símanum sínum á enda þess, rekur svo höndina út og tekur hópmynd af skælbros- andi samferðafólki sínu. Hér er um að ræða selfie-prikið, uppfinningu sem auðveldar fólki að taka mynd af sjálfu sér úr þægilegri fjarlægð. Selfie-myndir hafa náð miklum vin- sældum með tilkomu samskiptamiðla og orðið selfie var til að mynda valið orð ársins 2013 af sérfræðingum Oxford orðabóka. Þeir sem smellt hafa af einni slíkri á snjallsíma vita hversu vandasamt getur verið að taka sómasamlega sjálfsmynd með útréttan handlegg. Því hefur sala á selfie- prikum rokið upp á undanförnum mánuðum og talið er öruggt að margir jólapakkar í ár muni innihalda eitt slíkt. Selfie-prikin eiga rætur sínar að rekja til snjóbretta- og hjólabrettafólks sem vildi geta tekið myndir af sér á ferð. Japanir voru fljótir að kveikja á möguleikum selfie- priksins og nú hefur æðið borist til Vesturlanda. Fyrir- tækið Selfie Pods á Englandi segist hafa selt um 6.000 stykki á tímabilinu frá ágúst til loka nóvember. Talið er að annað eins muni fara í jólaversluninni. Enn sem komið er fer ekki mikið fyrir selfie-prikinu hér á landi en óhætt þyk- ir að spá því að innreið þess muni fara fram fyrr en síðar. Tvær stúlkur taka hér vandkvæðalaust magnaða útsýnis- selfie með atbeina priksins góða. AFP Selfie-prikið í jólapakkana NÝJASTA NÝTT Símaframleiðandinn Blackberry hef- ur nú sent frá sér nýjan síma sem kynntur er sem „Ekkert-kjaft- æði-sími“ í nýrri markaðsherferð fyrirtækisins. Sá nýi minnir mjög á símann vinsæla sem gerði framleið- andann að leiðandi afli á farsíma- markaði fyrir nokkrum árum. Hönn- un símans byggist mikið á þeim gamla og aðdáendur hans ættu að gleðjast yfir því að sjá lyklaborðið gamlakunna enn á sínum stað. Sér- fræðingar á fjarskiptamarkaði segja að með þessari aðgerð sé Blackberry að „snúa aftur til róta sinna“ í því augnamiði að höfða til viðskiptavina sinna í fjármálageiranum. „Þetta snýst í raun meira um að halda í viðskiptavini og hættan er sú að nýi síminn laði ekki marga nýja við- skiptavini til fyrirtækisins,“ sagði sérfræðingurinn Carolina Milanesi hjá Kantar WorldPanel í samtali við BBC. „Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að fólkið sem ólst upp við snert- iskjái muni sjá þetta sem spennandi retro-vöru og taka henni fagnandi.“ Þó telja sumir að með þessu sýni Blackberry að fyrirtækið sé með- vitað jafnt um styrkleika sína sem veikleika. Ekkert kjaftæði frá Blackberry SÍMI FRÁ BLACKBERRY SEM ER Í SENN NÝR OG GAMALDAGS VEKUR MISJÖFN VIÐBRÖGÐ HJÁ SÉRFRÆÐINGUM. Blackberry-símar nutu mikilla vinsælda í viðskiptalífinu fyrir nokkrum árum en fyrirtækið hefur átt erfitt uppdráttar eftir tilkomu iPhone á markað. AFP Studio 2.0 Verð frá59.990.- Njóttu tónlistarinnar í ró og næði með ANC tækninni (Adaptive Noise Canceling). Þegar þú hlustar á tónlist þá útilokar ANC-tæknin umhver- fishljóð eftir mismunandi hávaða og aðstæðum í umhverfinu. Litir °°°° Solo2 Verð 37.990.- Solo2 heyrnartólin eru kraftmikil, tær og færa þig nær þeim gæðum sem tónlistar- maðurinn vill að þú upplifir. Litir °° UrBeats Verð18.990.- UrBeats In-Ear heyrnartól, fást í iPhone litunum. Litir °°°
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.