Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 41
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Úrsmíðameistari okkar
missir aldrei einbeitinguna
Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og
45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði
íslensku úranna.
Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og
alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt
úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar.
JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla,
sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem
viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem
setja saman úrin þeirra.
É
g nálgast hönnunina út frá
teikningunum mínum og
spinn sögur sem skapa heil-
an heim af vörum. Í byrjun
sköpunarferilsins vinn ég oft með
músu sem fyrirmynd í vinnuferlinu.
Músurnar eru allar þær sterku kon-
ur sem ég hef í kringum mig en ég
er svo lánsöm að vera umkringd
skapandi, sterkum og áhugaverðum
karakterum,“ segir Hildur Yeoman
sem hannaði línuna Yuliu. Hildur
segir kveikjuna að línunni hafa verið
sterkar konur og persónur sem
brjótast gegn þeim borgaralegu
gildum sem samfélagið setur okkur
og nefnir þá sérstaklega ömmu sína
Juliu.
„Amma Julia var húsmóðir sem
bjó í New Jersey en stakk af frá
fjölskyldunni sinni til að ferðast um
Bandaríkin með mótorhjólagengi.
Ég hitti hana ekki oft þegar ég var
lítil enda bjó hún í Bandaríkjunum
en þegar ég hitti hana þá var ég
alltaf logandi hrædd við hana og
fannst hún alltaf vera hálfgerð norn.
Mér hefur seinna verið sagt að hún
hafi verið rammgöldrótt týpa með
ungverskt sígaunablóð í æðum.“
Línan samanstendur af fallegum
og kvenlegum flíkum með áherslu á
munstur sem unnin eru eftir ljós-
myndum og teikningum eftir Hildi
sjálfa.
Í línunni takast á andstæður í
efnavali. Það eru annars vegar
prentuðu efnin sem eru úr mjúkum
þægilegum efnum eins og silki,
bómull eða viscose. „Hins vegar er
ég að vinna með óhefðbundnari efni
eins og nótagarn sem ég prjóna flík-
ur úr sem ég vinn svo lengra með
að bródera í þær. Skartið er heklað
úr nótagarni og bróderað með nátt-
úrusteinum sem hafa heilandi orku.“
Hildur frumsýnir nýja línu á
hönnunarmars 2015, þar sem hún
kynnir sér galdra frekar og mun
vinna í samstarfi við íslenska seið-
konu.
„Mér hlotnaðist sá heiður á dög-
unum að hljóta styrk frá Hönn-
unarsjóði Auroru, styrkurinn er til
frekari vöruþróunar sem mun koma
sér vel við undirbúning þeirrar
línu.“
Yulia er nú fáanleg í versluninni
Kiosk á Laugavegi.
Í samstarfi við íslenska seiðkonu
FATAHÖNNUÐURINN HILDUR YEOMAN KYNNIR NÝJA LÍNU
SEM BER NAFNIÐ YULIA OG ER INNBLÁSIN AF ÖMMU HENNAR, JULIU.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Áhersla er
lögð á
munstur í lín-
unni sem
unnin er eftir
ljósmyndum
og teikn-
ingum eftir
Hildi sjálfa.
Hildur notast við
óhefðbundnari
efni eins og nótag-
arn og nátt-
úrusteina sem hafa
heilandi orku.