Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Side 44
Sterk nærvera og gott sjálfstraust Tolli er fæddur í dögun, rétt fyrir morgunsárið. Sólin var í fyrsta húsi. Þar liggur eitt helsta einkenni þessa ágæta drengs. Hvar sem hann kemur þá er hann sól, maður sem athyglin beinist að. Nærveran er sterk, sjálfstraustið gott. Hann er lista- maður, en hann er líka „businessmaður“. Hann er félagslyndur, en um leið er hann trillukarl. Tolli er fagurkeri, en hann er líka hrár. Listaverk á verkstæði, það er Tolli. Tolli er Vog. Kjarni málsins þegar Vogin er annars vegar er þessi: Hún er ljúf, jákvæð og vingjarnleg. Hún er félagsmálafrömuður og tengslamaður. Vogin hefur sterka réttlætiskennd og skynjar vel hvort jöfnuður ríki í umhverfi sínu. Hún er rökföst og skynsöm og líður best þegar hún notar bros og málefnalega ákveðni til að fá sínu framgengt. Jafnframt því er ríkt í upplagi hennar að berjast fyrir málefnum sem hún trúir á. Hún hefur næmt auga fyrir fegurð, jafnvægi og formi. Þannig er Tolli. Listamaður sem tekur brosandi í höndina á viðmælanda sínum. Augun glampa. Blessaður! Röddin er sterk og handtakið þétt. Málflutningurinn er skýr. Heitfeng og óskilyrt kærleiksþjónusta Það er ekki spurning að Tolli, ekki síður en Bubbi bróðir, er með stórt egó. Og báðir hafa þeir sótt í lífsháskann, eitrið og síðan AA. Það er þeirra ógæfa og gæfa. Þegar litið er til Tolla og tilfinninga hans, þá má sjá tvennt. Tunglið er í hinu einlæga Ljóni. Og já, Tolli er hlýr. Hann er sterk Meyja og er því iðju- samur og með afbrigðum duglegur. Kærleikur í augum Tolla er óskilyrtur og þarf að dreifast til allra. Þessi eiginleiki er stöðugt að koma betur í ljós. Tolli er andlega sinnaður í öðru veldi, þ.e.a.s. fókus til- finninga hans er í þágu þjóðarinnar allrar og ekki síst þeirra sem hafa beðið lægri hlut. Hann er maður sem vill gefa af sér. Fljúgandi náttúrugreind Það sem ekki er síst athyglisvert við Tolla liggur á sviði mælsku og vitsmuna. Þeir bræður, Tolli og Bubbi, búa yfir nátt- úrugreind. Tolli er með mýkra tölt, Bubbi er brokkgengari, en báðir eru skarpir. Það merkilega er að Tolli hefur djúpa sýn inn á svið alheimsvídda. Hann er tengdur almættinu á sterkari hátt en flestir aðrir. Ha, gæti einhver spurt, en já, þannig er það. Tolli býr yfir djúpu innsæi. Hann er frábær myndlist- armaður. Hann er sömuleiðis andlegur hugsuður. Hann hefur afbragðs hæfileika sem ræðumaður og rithöfundur. Næst þegar Tolli heldur ræðu um kærleikann, hjá einhverju ágætu félagi, farðu á staðinn og hlustaðu. Og þú munt sjá ljósið. Ráðleggingar til Tolla Hvaða ráð er hægt að gefa manni sem augljóslega er afreks- maður á sínu sviði? Ég vil gefa honum sömu ráð og ég gef öll- um Vogum. Þau hafa með jafnvægi að gera. Vogin þarf að gæta jafnvægis á milli ég-skálarinnar og við-skálarinnar. Hér er ég að vísa til þess að tákn Vogarinnar er vogarskál. Hún þarf að gæta þess að næra eigin þarfir en taka um leið tillit til annarra. Tolli. Þú hefur séð ljósið. Mannkynið þarf á núvitund að halda. Sálarsímar fanganna á Hrauninu þurfa að komast inn á þjónustusvæði meðborgara sinna. Þú ert að hjálpa þar. Glæsilegt. Jafnvægi. Ferðalag út í ei- lífðarnúið má ekki leiða til þess að þú gleymir kærleikanum í eigin bakgarði, konu, börnum og hundi. Sem sagt, gæta þarf jafnvægis á milli þess að eiga einkalíf og félagslíf. Þetta er til ykkar allra sem eruð sterk í Voginni, ekki bara Tolla. Kærleikurinn er óendanlegur, vissulega, í en höndunum á okkur dauðlegum, þarf að gæta þess að hann þynnist ekki út í terpentínu og verði þar með án lita. Tolli. Hvað er þetta með rúmfötin? Ég veit að þú hefur gaman af því að ögra umhverfinu og þenja þolmörkin. Hengja upp myndir á verkstæði. Setja þær á úlpur. Hluti af ímynd þinni er hinn litríki og náttúrulegi hráleiki. Það að þekja stóra myndfleka og hengja upp á verkstæðum á vel saman. En rúmföt? Þar ertu að dansa á mörkum þess að verða ‘sírópslegur’. En, ég veit að það er partur af þinni snilld að gera það sem þér sýnist, þannig að þú kemst upp með þetta. Að lokum Tolli, ég tel að þú eigir að leggja jafnmikla rækt við ritlistina og málaralistina. Þar liggja víddir sem geta opnað nýja vegarslóða. Þú hefur litina, formið og orðið. Þar liggur hin heilaga þrenning. Amen. Andlegur hugsuður með glampa í augum ÞORLÁKUR KRISTINSSON MORTHENS – TOLLI – KOM INN Í ÞENNAN HEIM 3. OKTÓBER 1953, KL. 05.05 AÐ MORGNI Í REYKJAVÍK. Á ÞEIRRI STUNDU VAR SÓLIN (GRUNNEÐLI OG LÍFSORKA) OG MERKÚR (HUGSUN) Í HINNI LISTRÆNU, FÉLAGSLYNDU OG KÆRLEIKSRÍKU VOG. TUNGLIÐ (TILFINNINGAR OG VANAHEGÐUN) VAR Í HINU SKRAUTLEGA, HEITFENGA OG EINLÆGA LJÓNI. VENUS (KÆRLEIKSORKAN), MARS (BARÁTTUORKAN) OG RÍSANDI (FRAMKOMAN) VORU Í HINNI DUGLEGU OG IÐJUSÖMU MEYJU. MIÐHIMINN (MARKMIÐ) VAR Í HINUM MÁLGEFNA OG FJÖLHÆFA TVÍBURA. ÕGrunneðli ] Vitsmunir Y Tilfinningar — Ráðleggingar Morgunblaðið/Ómar Stjörnukortið GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON www.islenskstjornuspeki.is Vogin 23. september til 22. október Frumefni Vogarinnar er loft. Loftið tengir og dreifir. Það flytur súrefni, fræ og hljóð frá einum stað til annars. Það er óáþreifanlegt og altumlykjandi. Það er heimur hugmynda og tengsla. Vogin spannar fyrsta fasa haustsins. Orka lífsins stígur jafnvægisdans milli birtu og myrkurs, hita og kulda. Náttúran skartar fögrum litum. Uppskera er sett á vogarskálar og afrakstri er skipt. Það að leita jafnvægis, samvinnu og harmóníu er því skráð í náttúrugen Vogarinnar. s  Tolli er sonur Guðbrands Kristins Mort- hens listmálara og Grethe Skotte Pedersen húsfreyju, frá Lálandi í Danmörku.  Hann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Á sumrin var Tolli með móður sinni og bræðrum í Fjallakofanum við Meðalfellsvatn í Kjós, meðan faðir þeirra sinnti myndlist í bænum. Kofann byggði faðir hans um það leyti sem Tolli var í móðurkviði.  Tolli var í Vogaskóla til 16 ára aldurs, hóf nám í nokkrum framhaldsskólum en sneri sér svo að myndlist. Stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík frá 1974, útskrifaðist þaðan 1982 og nam við Listaháskólann í Vestur-Berlín 1983-84.  Hann hefur starfað við myndlist frá náms- lokum í Berlín.  Tolli hefur haldið fjölda einkasýninga, hér á landi og erlendis. Hann hefur árum saman verið einn virtasti og eftirsóttasti myndlist- armaður hér á landi. Verk hans eru í eigu helstu listasafna landsins, sveitarfélaga og fjölda fyrirtækja og einstaklinga.  Tolli tók vígslu í tíbetskum búddisma, Ka- gye-línu, 2009, fór pílagrímsför til Kailash í Vestur-Tíbet 2010 og hefur ferðast um Tíbet og Nepal.  Eiginkona Tolla er Gunný Ísis Magn- úsdóttir.  Börn Tolla: Ásdís Þorláksdóttir, Magnús Morthens (fóstursonur), Kristín Þorláks- dóttir og Karen Lísa Morthens.  Bræður Tolla: Arthur Morthens, Sveinn Allan og Ásbjörn (Bubbi). Fósturbróðir Arthurs er Bergþór. Hálfsystkini Tolla: Ævar, Ágúst og Hjördís Morthens. ÞORLÁKUR HILMAR MORTHENS MYNDLISTARMAÐUR 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.