Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 51
Heklusetur er 700 fm byggingsem var sérstaklega byggð til að hýsa safn um eldfjallið Heklu og tengda starfsemi; Heklusýninguna, ráðstefnusal og veitingahús. Gamli bæjarhóllinn er hluti af arki- tektúr hússins og náttúruleg efni svæðisins eru partur af byggingunni. Hraungrýti sem sótt er til Heklu er notað í byggingunni bæði úti og inni. Nálægðin við eldfjallið magnar upp þetta einstaka samspil náttúru og byggingarlistar. Byggingin er óður til Heklu og hönnuð til að vera órjúfanlegur hluti af upplifun safnsins/sýningarinnar og inn í þá stórkostlegu náttúru sem umlykur eldfjallið að sögn Hlédísar. Byggingin er fléttuð inn í hraun- breiður og jarðlög, íslenskt hraun er notað sem klæðning, á steypta veggi byggingarinnar, aðferð sem sér- staklega var þróuð fyrir bygginguna. Þannig mætir gestum við komu að Heklusetrinu hár hraunveggur, þar sem dyr og gluggar eru skornir inn í klettinn og þar með notuð gömul þjóðsagnaminni um að gestir gangi í björg er þeir koma inn í húsið. Byggingin er byggð með nútíma- tækni, þ.e. skelin er steinsteypt, en umslag byggingarinnar er klætt hrauni og grasi með vísan í íslenskar hefðir/ byggingasögu og fellir bygginguna þannig inn í náttúruna. Efniviður er hraun, torf/gras, þá eru hlutar byggingarinnar klæddir með Jatoba-harðvið (sem er eini efniviðurinn sem notaður er sem ekki er sóttur í íslenska náttúru) auk þess eru einstaka byggingarhlutar klæddir cortain-stáli. Aðalburðarvirki byggingarinnar, óreglulegum for- steyptum bitum, yfir veitingasal er haldið uppi með ómeðhöndluðum stórum aldagömlum trjádrumbi sem sóttur var til Hornstranda. Þegar gengið er inn í sýningarhluta byggingarinnar er sem gengið sé und- ir yfirborð jarðar. Gengið er niður í safnið, líkt og gengið sé undir hraun- ið, inn í helli undir hraunbreiðum eldfjallsins. Byggingin fylgir gestum eftir sýningum safnsins og leiðir inn í innviði eldfjallsins: „Hliðið að miðju jarðar.“ Form byggingarinnar leiðir áhorf- anda í gegnum safnið, sem segir sögu Heklu á margvíslegan hátt, langt aftur í aldir og skýrir eðli eldgosa. Áhorf- endur upplifa eldgos á einstakan hátt en þar spilar nútímatölvutækni stór- an þátt og myndar bæði hraun- strauma og kvikugíga. Miðpunktur sýningarinnar er Hekla sjálf sem birt- ist í öllu sínu veldi, í gegnum alla sýn- inguna. Úr bæði sýningar- og veitingasal hússins er óviðjafnanlegt útsýni til Heklu. HEKLUSETUR Fléttuð inn í hraunbreiður Ljósmynd/Art Gray 21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.