Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 28
— Höfundar skrifa aldrei um fjarlæga fortíð öðru vísi en út frá eigin samtíð. Það hafa höfundar alltaf gert. Á miðöldum skrifuðu menn til dæmis mest um efni frá fjarlægri fortíð. Annars krefst það ákveðinnar reynslu og að vissu leyti sjálfstrausts að kasta sér út í hið óþekkta söguefni. Ég held að flestir byrji á að skrifa um það sem stendur þeim nálægt. — Af hverju? — Það er bara öðru vísi að skrifa út frá óljósri viðmiðun. Þegar ég segi að flestir byrji á að skrifa um það sem „stendur þeim nálægt“ er ég ekki að tala um raunsæilega eða hlutstæða viðmiðun, heldur hið huglæga, reynsluheim höfundarins sjálfs. — Af hverju byrjaðir þú að skrifa? Þegar þín fyrsta bók kom út urðu fleiri en ég býsna undrandi. Þú varst orðin meira en fertug, farsæll háskólakennari og fræðimaður og hafðir aldrei birt neitt af þessu tagi áður. Áttirðu sem sagt handrit í skúffunni allan tímann? — Nei. Ég hafði gaman af að búa til sögur þegar ég var barn en ég átti engan draum frá blautu barnsbeini um að verða rithöfundur eins og svo margir höfundar segja frá. Það sem mér finnst hins vegar skemmtilegast við að lesa, kenna og skrifa bókmenntir er að mér finnst ég alltaf vera að læra samtímis. Ég er mjög forvitin. forvitnin, löngun til að læra og skilja, fékk mig til að setja spænskan og íslenskan texta hlið við hlið og þýða fyrir sjálfa mig eins og ég sagði þér frá. Að skrifa texta er í raun ekki ósvipað þýðingar- ferli. Hugmyndir um líf og bókmenntir eru unnar saman í nýjan texta. Það þarf líka ímyndunarafl til að túlka og skrifa um bókmenntir og það er skapandi vinna. En bókmenntafræðilegur texti er alltaf bundinn sínu við- fangi sem verður rammi og takmarkar túlkunina. Bókmenntatextinn er hins vegar frjáls og höfundinum í sjálfsvald sett hvað hann setur á hina frægu „hvítu örk“ sem Gabriel García Márquez og fleiri hafa talað um og sagt að höfundar óttist svo mjög. Mig langaði til að prófa það að vera í heimi þar sem maður réði flestöllum lögmálunum sjálfur. — En er ekki höfundurinn líka bundinn af máli og frásagnarformum, bókmenntahefðinni og sínum eigin persónulegu takmörkunum? Mér finnst það til dæmis athyglisvert að þú vinnur oft með aðalpersónur sem eru karlmenn. Báðar aðalpersónur Þels eru karlar og tvær af þremur söguhetjum í Hvatt að rúnum eru karlar. Getur kona skrifað sannfærandi um reynslu- heim karla? — Þegar ég skrifa, skrifa ég ekki með sjálfri mér heldur á móti mér ef svo mætti að orði komast. Aðrir leggja mér til efni, því að við það að setja sig í spor annarra opnast víddir í manni sjálfum sem maður vissi ekki einu sinni að væru til. — Þetta er kannski það sama og franski bókmenntafræðingurinn Hélene 18 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.