Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 29
Cixous talar um að gerist hjá góðum leikara. Honum tekst að víkja sinni eigin persónu til hliðar til að rýma til fyrir Hinum, þeirri persónu sem hann túlkar og er ekki hann sjálfur þó að persónan fái líf sitt, kropp og sál frá leikaranum. — Já, það er þetta sem gerist. Og það tóm sem fylgir þegar rithöfundur hefur skilað handriti er tómið sem skapast þegar leikararnir ganga af sviðinu og fara. Næsta verkefni er að finna sjálfan sig aftur, leyfa eigin persónu að taka sviðið svo að nýjar persónur geti rutt sér til rúms þegar þær vilja. — Finnst þér að þú sért eins og hús þar sem persónurnar búa, á meðan þú skrifar? — Nei. Mér finnst persónurnar vera við hliðina á mér. Maður þarf að kynnast þeim og byrja að finna til með þeim. Það getur tekið langan tíma. Og þegar skáldsagnahöfundar tala um að persónurnar taki upp á einhverju sem var alls ekki á dagskrá, þá er það þessi tilfinning um að þær fari fljótlega að lifa sínu eigin lífi. — Þetta skil ég ekki. Hvaða „eigin lífi“ getur bókmenntapersóna lifað öðru en því sem höfundur gefur henni? Umberto Eco segir í P.S við Nafn rósarinnar að þegar höfundar segi svona lagað séu þeir að vísa frá sér ábyrgðinni af þeim ókunnuglegu skilaboðum sem komi frá þeirra eigin dulvitund. — Jæja. Ég get ekki verið sammála því. Höfundurinn er ekki að vísa frá sér neinni ábyrgð, þvert á móti, hann tekur fulla ábyrgð á sínu fólki og sínum texta. Ég er hins vegar hrædd um að ef persónurnar fá ekki þetta leyfi til að lifa sínu lífi verði þær einsleitar enda allar spegilmyndir sama höfundar. Annars vinna höfundar mjög ólíkt og ég tala náttúrlega bara fyrir mig. Ég skipulegg bækur aldrei fyrir fram. Ég byrja að vinna út frá ákveðinni hug- mynd og ég skrifa hægt, þarf langan tíma. Svo fæðist hugmynd af hugmynd, textinn þróast og breytist og ég breytist. Maður sér það ákaflega vel þegar sama verkefnið er lengi í vinnslu hvernig maður er stöðugt að breytast, hve mikið maður getur breyst á nokkrum mánuðum. — Þarftu þá ekki að ritstýra og endurvinna textann mikið á eftir? — Jú, að sjálfsögðu samræmi ég eitthvað, strika út og skrifa inn í. En hljómfall textans, skifti á milli tímasviða og persóna helst yfirleitt óbreytt frá fyrstu gerð. — Þegar þú ert búin með bók og lest hana yfir, er þá eitthvað þar sem kemur þér á óvart? — Nei. En það gerist oft á meðan ég er að skrifa að eitthvað kemur upp og ég skrifa það niður án þess að skilja það eða vita hvers vegna ég skrifa þetta. Ég treysti því þá að það muni verða mér ljóst síðar. Það bregst sjaldnast. Þetta gerist líka þegar skrifað er um bókmenntir. Það er lagt af stað með eitthvert leiðarhnoða, einhverja tilgátu, en það sem leitað var að finnst ekki, TMM 1994:1 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.