Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 31
— Ertu trúuð? — Nei, ég er því miður ekki trúuð. — Svava Jakobsdóttir skrifaði fallegan ritdóm um Þel (TMM, 2,1985) þar sem hún gagnrýnir trúarlegt táknmál í sögunni og bendir á að hinar trúar- legu vísanir í bókinni séu misvísandi og gangi ekki upp. Hvað segir þú um það? — Þetta var alveg rétt hjá Svövu, hugmyndin um „endurfæðingu“ gengur ekki upp í Þeli. En hún átti ekki að gera það. Ég var ekki að búa til trúarlegan undirtexta í söguna, ég notaði aðeins trúarlegar vísanir sem merkingarauka í textanum. Flestir lúterskir nútímamenn eru ekki nógu handgengnir sjálfu táknkerfi kristinnar trúar. Hitt er svo annað mál að við lifum í kristnum heimi og allar listgreinar hafa sótt bæði efni og form til trúarinnar. Ég hef áhuga á trúmálum og trúardeilum fyrri alda enda finnst mér þetta vera grundvöllurinn sem menning okkar stendur á þó að ég sé ekki persónu- lega trúuð. Um ástina — Ástin er ólíkindatól í sögum þínum? — Já, hún er duttlungafull. Ástin er sterkt afl sem knýr menn áfram, að minnsta kosti á vissum aldursskeiðum, en hún tekur breytingum eins og allt annað. Að vera ástfanginn er líka í grundvallaratriðum óskynsamlegt, konur og karlar myndu að öðrum kosti fara varlegar en þau gera þegar svoleiðis stendur á fyrir þeim. — Þú hefur líka alltaf, og í æ ríkara mæli, unnið með eins konar „grá svæði“ og óvenjulegar ástir. Samband Boggu og Daníels í Hringsóli er til dæmis sifjaspell, þó að þau séu ekki skyld. Og í Hvatt að rúnum elska konur konur og karlar bæði karla og konur. — Já, það er enginn sem getur sett niður mörk og sagt hingað máttu fara, innan þessara marka er vinátta, en lengra ferðu ekki því að þar tekur ástin við. Reglur um ást hafa alltaf verið brotnar á öllum tímum. — Það má þá segja að þú afnemir öll mörk í Hvatt að rúnutn. Þú sendir persónurnar út um allan heim, afnemur takmörk þeirra þar með í rúmi og síðan í tíma með því að gera þær „ódauðlegar“ og loks opnarðu afmörkun þeirra í kyni og tilfinningasamböndum. — Mig langaði til að gera allt þetta, opna rammana, og sjá hvort það væri hægt án þess að sagan hætti að vera saga. — Hún hætti ekki að vera það. Meðal annars vegna þess að ástir persón- anna tengja sögurnar þrjár saman. Mér finnst eins og Frontín, Marteinn og Jón Pétur séu sami maðurinn. TMM 1994:1 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.