Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 73
FÍFLIÐ ER ENGINN FÁVITI sem dregur fram fáfengilegt og aumkunarvert athæfi þeirra. Þetta er gerólíkt þeirri gnótt góðra og fullkominna ráðlegginga sem einungis slétta og mal- bika veginn niðrí hurðarlaust helvíti. Háðsádeiluhöfundurinn vill sýna að hægt sé að breyta veröld sem er afskræmd af ranglæti, heimsku og glæpum. Þetta hefur verið trúarjátning Darios Fos í rífa fjóra áratugi. Hann hefur stöðugt leitast við að brjóta niður útþvældan hugsunarhátt, steinrunnar sannfæringar, hjátrú, smásmygli og kúgun sem kemur í veg fyrir að ffjáls hugsun fái notið sín. Sænska akademían hefur ekki einasta verðlaunað einstaklinginn Dario Fo, heldur einnig veitt viðurkenningu aldagamalli frásagnar- og leikhúshefð, sem alltof margir hafa í oflæti litið hornauga. Hláturinn lengir lífið Hláturinn er stysti gagnvegur manna á milli, sagði Victor Borge. Við það má bæta, að samband er milli þess hversu mikið við hlæjum og hvernig okkur líður. Líffræðilega séð er hláturinn heilsulind. Jafnvel meltingin örvast við hlátur. Þegar við hlæjum eykst framleiðsla líkamans á endorfíni. Það leiðir til slökunar, hvíldar og jafnvægis. Orðtakið „hláturinn lengir lífið“ er þannig engin bábilja. Það væri alltof mikið sagt, að allt þetta eigum við Dario Fo að þakka, en hitt fer naumast milli mála, að með list sinni hefur hann stuðlað að líkamlegri og andlegri vellíðan okkar. Það var mjög að vonum, að Nóbelsverðlaunin yrðu til að endurvekja deilur á Italíu. Málgagn páfastóls, Observatore romano, hafði meðal annars þetta að segja: „Herra Fo er sjötti [ítalski] Nóbelsverðlaunahafinn og fetar þar í fótspor Carduccis, Deledda, Pirandellos, Quasimodos og Montales; í kjölfarið á allri þessari visku kemur fífl.“ Hér vísar höfundur sleggjudómsins í Inferno Dantes. Þar er Dante skipað á bekk með helstu höfundum klassískra bókmennta og er þar sjötti maður. Þegar Dario Fo frétti af umsögn sænsku akademíunnar lét hann þessi orð falla: „Hirðfífl er titill sem ég er ánægður með, afþví það er svo fjarlægt hefðbundnu leikhúsi. Ég sagði skilið við slíkan leikmáta við lok sjöunda áratugar til að flytja leikrit mín í skólum, félagsmiðstöðvum og utandyra. Síðan á tímum Moliéres hefur leikari sem skrifaði eigin verk verið álitinn loddari. Með þessari verðlaunaveitingu fær vesalings Moliére líka uppreisn cc æru. TMM 1998:1 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.