Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 120
RITDÓMAR hefur oft notið óverðskuldugur. Einnig má minna á hughreystingarorðin sem ljóðmælandi lætur falla í garð Konráðs í ljóðinu „Suður yfir Mundíafjöll", sem fjallað var um hér að framan. í fjórða hluta bókarinnar er að finna mörg nýstárleg ljóð sem ekki er hægt að gera skil í stuttum dómi, frábærlega snoturt er ljóðið „Pontus“ þar sem ekki er allt sem sýnist og er vísað í örlög Óvíds sem dvaldi þar í útlegð. í „Norðan Róm- ar“ kemur fram ákveðið endurmat skálds sem komið er á efri ár og einnig mætti kalla ljóðið „Og þá get ég víst ekki heldur“ kveðjuljóð. Það hefst á tilvitnun í Hölderlin: „Off hljótum vér að þegja ..skáldið sér ekki annan kost en þegja sér til varnar: Nema - ef guðunum væri það þægilegt - raðað saman nokkrum óhjúpuðum en þó ekki nema hálf-gagnsæjum línum og reynt að skynja hvort þær tolla hver við aðra. Engar neðanmálsgreinar þá! Ekki neina bætifláka meðffam! Engar réttlætingar eftirá! Sem betur fer kaus Sigfús ffemur að yrkja en þegja meðan hann hafði þrek til þess. Það leikur enginn vafi á því að Sigfús Daðason er eitt merkasta Ijóðskáld ís- lendinga á ofanverðri 20. öld. Síðasta ljóðabók hans Og hugleiða steina stað- festir ennfrekar þann sess sem Sigfús hef- ur fyrir löngu skipað á íslenskum skálda- bekk. Miklir vitsmunir einkenna ljóð hans og lærdómur, en töffar þeirra helg- ast ekki síst af næmri tilfinningu hans fyrir máli og stíl. Undir tempruðu yfir- borði búa heitar kenndir og oft er mannleg reynsla tjáð með ógleymanleg- um hætti í ljóðum hans. Guðbjörn Sigurmundsson Feður og synir Kristján B. Jónasson: Snákabani. Mál og menning, 1996. Snákabani Kristjáns B. Jónassonar er „kynslóðarsaga“ í þeim skilningi að söguhetjan og sögumaðurinn, Jakob, er leiksoppur samfélagslegra afla sem hvorki hann né félagar hans skilja. Hann er bæði venjulegur og óvenjulegur strák- ur, dæmigerður en þó einstakur, hefði Lucács sagt. Jakob stendur á mörkum bernsku og fullorðinsára, fjölskyldu og sjálfstæðs lífs, skóla og atvinnulífs. Kreppa Jakobs í sögunni er allt í senn: samfélagsleg, sálfræðileg, siðferðileg og táknræn eða bókmenntaleg. Jakob kýs að hætta námi eftir grunn- skóla og fara að vinna í fiskeldisstöð sem fer á hausinn. Eftir tímabil þar sem hann er atvinnulaus eða í tilfallandi vinnu flyt- ur hann ffá foreldrum sínum í þorpinu upp í sveit til Finns, besta vinar síns. Bóndinn á bænum, Hálfdán, fær hjarta- áfall og þeir Finnur og Jakob eru einir á bænum um tíma. Bóndinn deyr, Finnur fer til Reykjavíkur og Jakob er einn eftir í bókarlok að undirbúa för sína upp á fjallið þar sem hann ætlar að vera í „tíu Landsbyggðarblús Jakob elst upp í hefðbundnu íslensku sjávarþorpi, fiskurinn er uppistaða at- vinnulífsins, hann er veiddur, unninn eða ræktaður. Kvótakerfið ógnar veiðun- um, fúllvinnslan í landi er rekin með tapi og þegar foreldrarnir segja við ungling- ana að þeir „endi í fiski“ ef þeir afli sér ekki menntunar, hlæja unglingarnir bæði hátt og í hljóði. Það eru engin störf í boði í þessum atvinnugreinum. Það er barist um plássin á togurunum, þeir sem eru vanir, oftast miðaldra, fá þau og halda fast - á meðan það varir. Allt samfélagið er byggt upp kringum 110 TMM 1998:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.