Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 122
RITDÓMAR unni sé fjarverandi? Býr ekki Jakob í sama húsi og faðirinn fram yfir miðja bók og er hann ekki óvenjunálægur í textanum í ljósi þess að fimm kaflar (af þrjátíu og fjórum) fjalla beinlínis um hann og samskipti þeirra Jakobs? Hver er faðirinn? Faðir Jakobs er dæmigerður þorps- búi. Hann hefur hætt námi eftir grunn- skóla, unnið að mörgum ólíkum störf- um og oft verið rekinn af því að yfirmenn hans „þoldu ekki að hann var „hæfari en þeir“.“ (22) En hann fær alltaf vinnu aftur og hefur engar áhyggjur hvorki af framtíð sinni né barnanna. „„Ég nenni ekld að stressa mig á svoleið- is“ var hann vanur að svara þegar fólk spurði hvað hann héldi að yrði úr mér og systur minni. „Það er fyrir mestu að þau fái sæmilegt starf og séu við góða heilsu. I þá daga gátu menn látið svonalagað út úr sér. Þetta var áður en öll sæmilegu störfin hurfu.“ (24-25) Á bókartíma er faðir Jakobs með fasta vinnu. Hann er hættur að rífast við yfirmenn sína vegna þess að hann hefur orðið fyrir áfalli, misst kjarkinn og byrjað að hafa áhyggj- ur af ffamtíðinni. Faðir Finns hefur verið rekinn úr öllum störfum sem hann hefur ráðið sig í og er atvinnulaus. Faðir kær- ustu Jakobs hefur unnið í öllum lands- hlutum en er alltaf „óheppinn með vinnu“ og flytur á tveggja ára fresti á nýjan stað með fjölskylduna. Feðurnir rífast í börnunum um gildi menntunar eða vinnu, ábyrgð og samviskusemi en þeir eru tæpast fyrirmyndir hvað varðar stöðugleika og ábyrgð. I stöðugu samfélagi er faðirinn ekki aðeins lykill sonarins að samfélaginu og Sögunni heldur er hann fulltrúi Lag- anna, þeirra viðteknu boða og banna sem sonurinn verður að beygja sig undir ef honum á vel að farnast. Hann er fyrir- mynd sonarins í því hvaða gildi skal hafa í heiðri og hann kennir eða sýnir synin- um í hverju karlmennska felst. Þegar Jakob er lítill virðist faðir hans taka hann með sér hvert sem hann fer - í veiðitúra, í ökutúra og á barinn. I veiði- túrunum með föður sínum og föður Finns á fljótinu eru þeir þrír í karl- mannaheimi. Það eru sagðar sögur, rifist og bölvað, jafhvel slegist og drengurinn er sendur í tilgangslausar ferðir til að leita að gæsaeggjum út í mýrar með dýj- um og drullu á meðan feðurnir fýlgjast með óförum hans í kíki (93-94). Þetta eru manndómsvígslur og drengurinn sækir í túrana á fljótinu með föðurnum um leið og honum leiðist þar og langar mest heim affur. Hann fylgist hlýðinn með skotæfingum föðurins sem útskýrir ekld tilburði sína fýrir honum. „Ég bar fýrir hann byssurnar. Það kom fýrir að ég lá tímunum saman í gömlum vatnsfar- vegi á meðan hann æfði sig í að miða á ímynduð skotmörk út á flæðilöndunum. Þessar æfingar voru svo asnalegar að ég hefði skellt upp úr, hefði ég verið að fýlgj- ast með ókunnum manni, en ég var að horfa á föður minn og því sat ég á botni gryfjunnar eins og hlýðnum syni ber og fýlgdist með honum, þögull og alvarleg- ur.“ (117) í veiði- og ökutúrunum með föðurnum hlustar Jakob á sögur hans af einkennilegum atburðum og rosalegum svaðilförum en þegar hann spyr: Hvers vegna ertu að segja mér þetta? svarar faðirinn engu. Einn kaflinn heitir „Faðir minn gætir mín fýrir ólcnyttadrengjum, fýllibyttum og listamönnum“ (115) og víst er að Jak- ob dáist að pabba sínum að einhverju leyti, beygir sig undir vald hans og treyst- ir honum fýrir lífi sínu. Jakob er þess vegna lilýðinn sonur, góður áhorfandi og áheyrandi og faðirinn þarfnast hans. Hann getur hins vegar ekki miðlað hon- um neinni þekkingu á náttúrunni eða kennt honum að umgangast hana,þaðan af síður að brjóta hana undir sig af því að hann kann það ekki sjálfur. Hann er eng- inn veiðimaður og nógu firrtur frá nátt- úrunni til að álpast fullur út á ísinn á fljótinu á nýársnótt, villist og er næstum orðinn úti. í það skipti horfist faðirinn raunverulega í augu við dauðann og 112 TMM 1998:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.