Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 110
ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR
mætti þýða sem „íslenska bókstafstrú.“ Líkir Gísli hugmyndum íslendinga
um eigin tungu við hlutadýrkun og segir að í hugum íslendinga sé tungan
einskonar afturganga eða vofa. fslendingar hafi þá hugmynd um móðurmál
sitt að þar sé um að ræða sjálfstæðan skapnað sem lifi sínu eigin vitsmunalífi
og standi þar með bæði utan og ofan við okkur sjálf. Tekur Gísli ýmis góð og
gagnleg dæmi bæði söguleg og málfræðileg máli sínu til stuðnings.
f greininni fjallar Gísfi og um hinar almennu hugmyndir íslendinga um
„hreint" og „óhreint“ mál og alkunna klisju sem einn étur upp eftir öðrum.
Klisja þessi, sem kannski má segja einskonar afsprengi hreintungustefhunn-
ar, er á þá leið að það sem álitið er „hreint“ mál er talið spegla skíra (eða
hreina) hugsun mælandans og það sem álitið er „óhreinf' mál speglar að
sjálfsögðu andstæðuna. Sá sem talar eða skrifar „óhreint" mál hefur óskýra
hugsun og gott ef hann er ekki hreinlega heimskur. Að sjálfsögðu vita
málhreinsunarmenn og aðrir góðir íslendingar hvað er hreint og hvað er
óhreint í þessu samhengi. Gísli bendir á að í þessu hugsanakerfi sé ekki pláss
fyrir þá hugmynd að hægt sé að orða góða hugsun á slæmu máli og slæma
hugsun á góðu máli.
Áður en lengra er haldið langar mig að segja stutta sögu: Frændi minn
einn fjarskyldur sem búið hefur erlendis afla ævi en á íslenska foreldra og er
íslenskur ríkisborgari, ákvað eftir að hann hafði tekið háskólapróf að sækja
um vinnu við fag sitt á íslandi. Fíann hafði talað íslensku til jafns við erlent
mál heima hjá sér þegar hann var að alast upp. Nú langaði hann að dvelja
um tíma í nánari samvistum við tungumálið, sem var orðið honum heldur
framandi og auk þess að reyna að búa og starfa á æskuslóðum foreldra sinna.
Þar sem strákur er mikill námshestur með fínt háskólapróf og auk þess
rammíslenskt nafn sem hver einasti landnámsmaður hefði verið fullsæmdur
af fékk hann strax vinnu og flutti með föggur sínar yfir hafið. Þá tók hins
vegar við málfarsleg þrautaganga. fslendingum þótti þessi landi þeirra vera
heldur slappur í íslenskunni. Pilturinn tók nefnilega dálítið undarlegar
orðabeygjur hér og þar og var auk þess verulega kynvilltur. Hann sagði hún
og hann og það þvers og kruss um hina og þessa hluti og fólk eftir einhverju
undarlegu kerfi sem hann sjálfur hafði fundið upp. Þetta þótti löndum pilts
á sagnaeyjunni algerlega ótækt og leiðréttu óspart, enda ekki sæmandi þeim
sem ber nafn sem vel gæti verið heiti á landnámsmanni og hefur auk þess
lokið háskólaprófi með láði, að tala svona. Frænda mínum fannst þessi
sparðatíningur óskiljanlegur. Þegar hann var spurður hvernig bíómyndin í
gær hefði verið og hann svaraði „hann var góð“, urðu sumir vandræðalegir
en aðrir hlupu upp til handa og fóta og leiðréttu hann. Honum fannst þetta
engu máli skipta fyrir merkinguna, það sem hann vildi koma á framfæri var
aðalatriðið og það gat ekki misskilist. Til að gera langa sögu stutta þá hypjaði
100
TMM 1998:1