Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 15
A FJÖLUNUM í HÖFN Stefán var lengur í Höfn og var alltaf á flótta, þó drukku þeir minna en margir aðrir.“ Aftar í frásögninni segir Gröndal: Hinrik Herz hafði gert leikrit, þar sem einn íslendingur var í, og kallaður „Skalholt“ (það sýnir meðal annars, hversu vel höfiindurinn hefur þekkt til íslands); íslendingar fyrtust af þessu og þótti gert háð að sér, jafhvel þó mig minni, að þetta væri ekki svo mikið þykkjuefni; Mantzius átti að leika íslendinginn - ég man ekki hvort þetta var oft leikið, en svo kom upp sá kvittur, að Stefán ætlaði að taka Mantzius og dusta hann til; Mantzius hafði heyrt þetta, og það var víst, að leikurinn féll niður um stund; hvort sem þetta hefur nú verið satt eða ekki; en aldrei talaði Stefán við mig um þetta. Mantzius var þrekinn og nokkuð sterklegur, en hann hefði ekkert haft við Stefáni.5 Kristian Mantzius var frægur leikari í Kaupmannahöfn, og virðist reiði Islendinga í borginni hafa beinzt öll að honum og fyrir það eitt, að hann skyldi túlka á sviðsfjölum persónuna Skalholt. Gröndal nefnir ekki, að nokkurn tíma stæði til að Hafnar-íslendingar tækju sjálfan höfund sjónleiks- ins til bæna; var þó vandalítið að hafa uppi á Hertz, hann bjó í hjarta borgarinnar: við Gammeltorv. Gröndal reynir að finna höggstað á Hertz í ættarnafninu sem hann lét íslendinginn bera í leikriti sínu, það hefði átt að vera Skálholt skilst manni. Skalholt er þó ekki bágbornari nafnmynd en sumar aðrar sem íslenzkir menn völdu sér kynslóð eftir kynslóð í því skyni að þóknast útlendingum. II Henrik Hertz (1797/98-1870) skipaði virtan sess í bókmenntalífi Dana á fyrri hluta 19. aldar. Hann var meðal þeirra höfunda sem hneigðust að skáldinu og menningarpáfanum J. L. Heiberg (1791-1860), dáði samt ekki hinn mikla kenniföður Heibergs, Friedrich Hegel heimspeking, og lagði lítið upp úr þeirri hugljómun, ffægri í bókmenntasögu Dana, sem Heiberg kvaðst hafa orðið fyrir liðlega þrítugur, svo að kjarninn í heimspekikerfi Hegels laukst upp fyrir honum sem í leiftursýn. „Það er ekki Heiberg líkt að fá þess háttar vitranir" („Det ligner ikke Heiberg at have deslige Visioner") ritaði Hertz síðar í minnisgrein.6 Hertz var Hafnarbúi, las lögfræði í háskóla borgarinnar, var gyðingur að ætterni, en turnaðist til kristindóms. Afköst hans í ritstörfum urðu firnamik- il, en mjög margt er nú dautt og grafið af því sem hann samdi. Þó er hann enn í tölu sígildra höfunda í Danmörku, helzt sem lýrískt skáld. Mun varla gefin svo út sýnisbók hins gullvægasta í danskri ljóðagerð að þar sé ekki TMM 1998:1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.