Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 15
A FJÖLUNUM í HÖFN
Stefán var lengur í Höfn og var alltaf á flótta, þó drukku þeir minna en margir
aðrir.“ Aftar í frásögninni segir Gröndal:
Hinrik Herz hafði gert leikrit, þar sem einn íslendingur var í, og
kallaður „Skalholt“ (það sýnir meðal annars, hversu vel höfiindurinn
hefur þekkt til íslands); íslendingar fyrtust af þessu og þótti gert háð
að sér, jafhvel þó mig minni, að þetta væri ekki svo mikið þykkjuefni;
Mantzius átti að leika íslendinginn - ég man ekki hvort þetta var oft
leikið, en svo kom upp sá kvittur, að Stefán ætlaði að taka Mantzius
og dusta hann til; Mantzius hafði heyrt þetta, og það var víst, að
leikurinn féll niður um stund; hvort sem þetta hefur nú verið satt eða
ekki; en aldrei talaði Stefán við mig um þetta. Mantzius var þrekinn
og nokkuð sterklegur, en hann hefði ekkert haft við Stefáni.5
Kristian Mantzius var frægur leikari í Kaupmannahöfn, og virðist reiði
Islendinga í borginni hafa beinzt öll að honum og fyrir það eitt, að hann
skyldi túlka á sviðsfjölum persónuna Skalholt. Gröndal nefnir ekki, að
nokkurn tíma stæði til að Hafnar-íslendingar tækju sjálfan höfund sjónleiks-
ins til bæna; var þó vandalítið að hafa uppi á Hertz, hann bjó í hjarta
borgarinnar: við Gammeltorv.
Gröndal reynir að finna höggstað á Hertz í ættarnafninu sem hann lét
íslendinginn bera í leikriti sínu, það hefði átt að vera Skálholt skilst manni.
Skalholt er þó ekki bágbornari nafnmynd en sumar aðrar sem íslenzkir menn
völdu sér kynslóð eftir kynslóð í því skyni að þóknast útlendingum.
II
Henrik Hertz (1797/98-1870) skipaði virtan sess í bókmenntalífi Dana á
fyrri hluta 19. aldar. Hann var meðal þeirra höfunda sem hneigðust að
skáldinu og menningarpáfanum J. L. Heiberg (1791-1860), dáði samt ekki
hinn mikla kenniföður Heibergs, Friedrich Hegel heimspeking, og lagði lítið
upp úr þeirri hugljómun, ffægri í bókmenntasögu Dana, sem Heiberg kvaðst
hafa orðið fyrir liðlega þrítugur, svo að kjarninn í heimspekikerfi Hegels
laukst upp fyrir honum sem í leiftursýn. „Það er ekki Heiberg líkt að fá þess
háttar vitranir" („Det ligner ikke Heiberg at have deslige Visioner") ritaði
Hertz síðar í minnisgrein.6
Hertz var Hafnarbúi, las lögfræði í háskóla borgarinnar, var gyðingur að
ætterni, en turnaðist til kristindóms. Afköst hans í ritstörfum urðu firnamik-
il, en mjög margt er nú dautt og grafið af því sem hann samdi. Þó er hann
enn í tölu sígildra höfunda í Danmörku, helzt sem lýrískt skáld. Mun varla
gefin svo út sýnisbók hins gullvægasta í danskri ljóðagerð að þar sé ekki
TMM 1998:1
5