Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 115
ÞJÚÐ í HLEKKJUM TUNGUMÁLSINS
Nú vill svo skemmtilega til að sama dag og TMM 4/97 féll inn um
bréfalúguna mína sigldi annað ágætt tímarit í kjölfarið. Það rit heitir Kaþ-
ólska kirkjublaðið. Þetta blað les ég reglulega í þeirri von að öðlast eitthvað
af því kristilega umburðarlyndi sem mér finnst mig sjálfa, og því miður
marga aðra landa mína, skorta tilfinnanlega. Ég veit ekki hvort þessi viðleitni
til sjálfsþroska hefur eitthvað upp á sig enda er ég yfirleitt ósammála því sem
stendur í blaðinu. Engu að síður er þar stundum eitt og annað gott og
gagnlegt sem kemur mér til umhugsunar um gátur lífsins. í fyrrnefndu blaði
er viðtal við erkibiskup einn í Hollandi, Simonis kardínála, sem heimsótti
ísland íyrir skömmu. í viðtali segir þessi umboðsmaður æðri máttarvalda
réttilega að samfélag okkar sé gagnsýrt af efnishyggju og sé það meðal annars
vegna skorts á „salti Krists.“4 í ádrepu sinni segir Ólafur Halldórsson jafn
réttilega og Simonis kardínáli að íslensk þjóð sé á hraðferð í auðvaldsskipu-
lagið. Hins vegar er helst á honum að skilja að það sé þeim „guðlösturum11
að kenna sem ekki tilbiðja íslenska tungu nógu mikið. Sjá ekki allir líkinguna
við trúarbrögðin?
Allir íslendingar hljóta að vilja vanda mál sitt, tala jafn skýra og greinar-
góða íslensku og þeim er unnt og nota jafnframt blæbrigðaríkt mál. Þetta
getur þó tæpast þýtt að ekki megi taka eitthvað traustataki úr öðrum málum
eða jafnvel hreinlega þórodda telji menn ástæðu til. Það er afar hæpið að
mögulegt sé í þeim sífellt minnkandi heimi sem við búum í, þar sem fólk
sem hefur ólíkar tungur að móðurmáli á í stöðugt nánari og meiri samskipt-
um, að tungumál smáþjóðar haldist gjörsamlega óbreytt. Islenskan hefur
breyst í tímanna rás eins og aðrar tungur og hún kemur til með að halda
áfram að breytast og þróast eftir þörfum þeirra sem hana tala hvað sem
hinum dreissugu lögregluþjónum í málfarslögreglunni finnst. Haldi tungan
áfram að vera tilbúin að taka við þeim nýju hugtökum og hugmyndum sem
til landsins streyma og leyfi mælendunum að spreyta sig á að laga erlend orð
að íslensku mál- og hljóðkerfi, eru miklu meiri líkur á að hún haldi velli. Að
öðrum kosti gæti svo farið að íslendingum fýndist hreinlega miklu auðveld-
ara að skipta bara alfarið yfir í ensku eða hverja þá tungu sem verður „lingua
franca“ heimsins í framtíðinni. Þar með myndum við tapa stærstum hluta
þess þjóðernis, sem málhreinsunarmönnum og flestum okkar hinna líka, er
svo í mun að við varðveitum. Hins vegar höldum við alveg tengingunni við
menningu og bókmenntir okkar, fornar sem nýjar, þrátt fyrir að eitt og eitt
útlent orð eða hugtak slæðist inn í orðaforðann og geri sig heimakomið ef
það gerist á forsendum íslenskrar tungu.
Það er mér ljóst að margir eru mér ósammála. Ég vonast þó til að mér
verði talið til afláts að greinin sé ekki á allan máta afleitlega orðuð og að það
verði kannski til þess að menn afgreiði ekki hugsunina sem alslæma.
TMM 1998:1
105