Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 118
RITDÚMAR aðri en fyrr og oft vísað í klassíska höf- unda. Yrkisefhin eru einnig klassísk, ort er um ástina, lífið og dauðann, vandann að lifa og andsnúna tilveru. Sum ljóð- anna eru beisk ádeiluljóð og skáldinu víða heitt í hamsi. Sem fyrr eru mörg eftirminnilegustu ljóðin ort um sára og dýrkeypta reynslu og miðlar ljóðmæl- andi lesandanum þar óspart af brunni visku sinnar og orðsnilldar. Útlínur bak- við minnið kom út 1987 ogerhún rökrétt framhald af Fáum einum Ijóðum, t.a.m. lýkur Sigfús „Bjartsýnisljóðum“ sínum hér sem hann hóf að yrkja í Fáum einum Ijóðum. Klassískur blær er yfir ljóðunum og víða vitnað í bókmenntir, fornar og nýjar. Ádeilan er hófstilltari en í síðustu bók þó oft sé vikið að yfirborðsmennsku og sjálfumgleði samtíðarinnar. Nýmæli er að finna í elegíum Sigfúsar sem eru einkar tær og einlægur skáldskapur, þar rís list hans einna hæst þó hann leggi líka mikinn metnað í mörg ljóð þar sem yrk- isefnið er sagan og veröldin. Fimmta ljóðakver kom út 1992 og nefnist það Provence í endursýn þar sem lýst er viðbrögðum Sigfusar þegar hann kemur aftur á fornar slóðir í Suður- Frakklandi eftir um fjörutíu ára fjarveru. Bókin er eins konar lýsing á því sem ber fyrir augu og samanburður við það sem var. Tveir ljóðrisar koma nokkuð við sögu í bókinni, sem Sigfúsi eru kærir, þeir Réne Char og Saint-John Perse en Sigfus hefur þýtt ljóðabókina Útlegð eftir þann síðarnefnda. Sjötta ljóðabókin kom út eins og áður segir haustið 1997. Skömmu áður en Sig- fus lést bað hann aldavin sinn, Þorstein Þorsteinsson, um að gefa út handritið sem var nær fullbúið til prentunar, ef svo færi að honum entist ekki sjálfum aldur til þess. Sum ljóðanna voru reyndar ekki alveg fullffágengin ogþurfti útgefandinn þá að taka afstöðu til lesbrigða og velja þann texta sem næstur stóð „hinsta vilja skáldsins" eins og Þorsteinn orðar það sjálfur þar sem gerir grein fyrir hlut sín- um í útgáfu bókarinnar. Er ekki annað hægt að sjá en Þorsteini hafi farist verkið vel úr hendi og naut hann einnig aðstoð- ar ekkju skáldsins, Guðnýjar Ýrar Jóns- dóttur, og Þorsteins ffá Hamri. Þá má einnig nefna að Þorsteinn ritar ítarlegar skýringar aftan við Ijóðin þar sem hann þýðir einkunnarorð sem Sigfus notar og rekur vísanir hans í ýmis bókmennta- verk. Tvímælalaust er mikill fengur að þessum skýringum Þorsteins, þó þær séu eflaust ítarlegri en Sigfus hefði viljað hafa þær. Og hugleiða steina er efnismikil bók, inniheldur 29 ljóð sem skipt er í fjóra hluta. I fyrsta og fjórða hluta eru flest ljóðin stutt og einföld, í öðrum og þriðja hluta er að finna lengri og efnismeiri ljóð, einkum í þriðja hluta sem sam- anstendur einungis af tveimur löngum ljóðabálkum. Oft hefur það komið fram hér að framan hvað Sigfiis er lært skáld, einkum er hann vel að sér í frönskum og þýskum bókmenntum en hann er einnig vel lesinn í latneskum og grískum forn- bókmenntum. Hann vísar óspart í þessar erlendu bókmenntir í ljóðum sínum. I Og hugleiða steina er það eftirtektarvert hve oft hann vísar í ljóð Jónasar Hall- grímssonar og er það nýjung í ljóðum Sigfúsar. I ljóðinu „Vogameyjar“ er að finna vísun í ljóð Jónasar „Veit eg út í Vestmannaeyjum“ en vogameyjar eru hafmeyjar og Jónas segir þær meinlaus- ar: „Viti menn að vogameyjar/vondar síst eru draugaskottur". Sigfus dregur upp fallega og kyrrláta mynd: Vogameyjar! að dorga fýrir varasíli! Dáin hönd drifhvít og slétt. I ljóðinu „í leyni“ vísar Sigfús aftur í sama kvæði Jónasar og notar ljóðlínur úr því sem einkunnarorð. En hann lætur ekki þar við sitja heldur vísar einnig í „Jólavísu“ Jónasar „Og þótt stolið hafi“ 108 TMM 1998:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.