Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 25
Gúnter Grass Efinn er æðstur allra gilda - Lakis Proguidis, ritstjóri franska bókmenntatímaritsins L’Atelier du roman (Smiðja skáldsögunnar), ræðir við þýska rithöfundinn Giinter Grass Lakis Proguidis: Mér virðist sem skáldsaga sem þú sendir ffá þér árið 1979, Das Treffen in Telkte (Telktefundurinn), standi í höfimdarverki þinu miðju, hvort sem miðað er við tíma eða fagurfræði. Með því á ég við að þar er að finna helstu viðfangsefni þín samþjöppuð. Fundurinn er haldinn nærri Miinster árið 1647, ári áður en skrifað var undir Westfalensamningana sem bundu enda á Þrjátíu ára stríðið. Þar segir þú söguna af þriggja daga ráðstefnu um Ijóðlist. Um það bil fjörutíu höfundar eru saman komnir til að ræða eigin verk og þeir nota tækifærið til að skrifa bréf til prinsa, ráðamanna og kirkjuyfirvalda og skora á þessa aðila að koma á friði. En það kviknar í gistihúsinu þar sem ráðstefhan er haldin og bréfið brennur ásamt öllu öðru ... Prinsarnir hafa völdin, en hvert er vald rithöfundarins? Gunter Grass: Áður en ég svara þessu langar mig að gera dálitla athugasemd. Ég skrifaði þessa frásögn til heiðurs Hans Werner Richter sem þá hélt upp á sjötugsafmæli sitt, en hann hafði á sínum tíma kynnt mig, þá ungan höfund, fyrir rithöfundahópnum sem kenndi sig við árið 1947 og síðar varð frægur. Þessi reynsla skipti sköpum fyrir mig, ekki bara hvað bókmenntirnar snertir heldur einnig gagnvart starfsbræðrum mínum. Undir handarjaðri Richters lærði ég bæði að hlusta á aðra og gagnrýna þá. í byrjun gat ég einungis sagt hvort mér líkaði við eitthvað eða ekki, eða tekið ennþá dýpra í árinni. En síðan lærði ég að ræða málin. Hans Werner Richter og allir þeir sem tengdust 47 hópnum gerðu mikið fyrir þýska tungu sem var illa útleikin eftir 1945, spillt af nasismanum. Þeir áttu líka sinn þátt í að ýta bókmenntum eftirstríðs- áranna úr vör. Með því að skrifa þessa frásögn vonaðist ég til að geta tengt þá erfiðu stöðu sem ungir höfundar voru í rétt eftir stríð við jafnerfiða stöðu rithöfunda og menntamanna í Þrjátíu ára stríðinu, þegar enginn veitti þeim nokkra athygli og orð þeirra skiptu engu máli. TMM 1998:1 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.