Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 106
GUÐNl ELÍSSON fylgi þessari líkingu ekki frekar eftir. Markmið Kristjáns með erindinu er þó ekki aðeins að minna á skyldur bifvélavirkjans. Hann varar einnig við einstaklingum úr kennara- og fræðimannastétt, sem af skeytingarleysi hrópa hvað sem er yfir lóðamörkin og valda í besta falli ónæði. Erindi Páls Skúlasonar heimspekings og rektors Háskóla íslands, „Hlut- verk háskólakennarans“, birtist í sama safnriti og erindi Kristjáns. Þar dregur Páll í efa hugmyndina um fílabeinsturn fræðimanna og telur félagslega einangrun og innilokun kennarans miklu ffemur stafa af því að honum „finnist starf hans ekki ná tilgangi sínum sem skyldi og ekki vera metið sem skyldi, hvorki af öðrum þjóðfélagsþegnum né jafnvel af starfsfélögum“ (Páll 15). Þessi þáttur má ekki gleymast í umræðunni um fræðsluskyldur háskóla- kennara. Lítil von er á að almenningur sýni fræðimönnum virðingu þegar ,starfsfélagar‘ setja fram órökstuddar fullyrðingar í nafni vegsagnarskyldu og ,sannleika‘. Ef markmið Kristjáns með erindinu er að koma „á ffamfæri við fólk þekkingu sem hann býr yfir“ verður hann að taka ábyrgð á orðum sínum og varast þá hleypidóma sem svo oft einkenna skrif hans. Það er ekki alltaf nóg að tala eins og sá sem vitið hefur. Stundum veldur sá sem varar. Þau skýru mörk sem Kristján dregur milli fleðufræða og ,sannra‘ fræða eru varhugaverð. Aðgreiningin kemur að takmörkuðum notum í menning- arumræðunni, af þeirri einföldu ástæðu að sé hún sönn, sem ég leyfi mér að efast um, krefst samfelld ástundun hennar yfirburðasýnar sem engum fræði- manni í hugvísindum er gefin. Háskólakennarar greina daglega milli ,sannr- ar og ósannrar' þekkingar, í kennslu, í mati á verkefhum nemenda og í lestri á fræðiritum og ritgerðum. Slíkt mat er þó mótað af fræðasviðinu sjálfu og af nemendum er þess fyrst og ffemst krafist að þeir nái valdi á tiltekinni þekkingu. Sem gjaldgengir háskólaborgarar verða þeir að temja sér ákveðið tungutak og sýna fram á að þeir búi yfir lágmarkskunnáttu innan ff æðigrein- arinnar sjálfrar. Slík sannleikskrafa er óumflýjanleg í akademísku samfélagi og nauðsynlegt er að háskólakennarar geri sér grein fyrir því hvernig þeir eru sjálfir mótaðir af henni. Hafa ber í huga að allar fræðigreinar þróast og eru breytingum undirorpnar. Þessi fræðaskilningur er fjarri þeirri akademísku einhyggju sem Kristján boðar, þar sem öllum efa er úthýst í nafni hugmynda hans um sönn fræði. í greininni er hamrað aftur og aftur á aðgreiningu sannra og ósannra fræða (sbr. a 259 og 261). Með þessari sannleikskröfu Kristjáns er vegið að hugs- anafrelsinu. Framfarir felast í því að ólíkar skoðanir og hugmyndir geti eignast sína talsmenn án tillits til þess hvort þær séu í samræmi við ráðandi hugmyndafræði eða nýjar (og gamlar) tískustefnur í hugvísindum. Vísindin þrífast best í samræðum manna á milli. Og það eru ekki aðeins vinstrisinn- 96 TMM 1998:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.