Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 119
RITDÚMAR
og vísar þar með til efasemda ýmissa
manna á tímum Jónasar um tilvist Guðs
sem Jónas andmælir og segir: „að á sæl-
um sanni er enginn vafi“. Sigfus veltir því
líka fyrir sér hvort Jónas hafi „ ... grátið
eitthvert sinn /yfir óyrkjandi kvæði.“
Kvæði Jónasar „Grátittlingurinn“ kemur
hér upp í hugann (sbr. „sjálfur sat eg í
lautu/sárglaður og með tárum“) og
reyndar vísar Sigfus einnig í það í ljóðinu
„Og nú er með vissu talið“. Þar er talað
um að nú sé kominn tími til: „að
lakanísera hann Jónas./Hann Jónas./
Sárglaðan." í skýringum útgefanda er
lakanísera útsleýrt: „taka sálgreiningar-
tökum, fjalla um í anda fr. sálkönnuðar-
ins Jacques Lacan . . .“. Greinilegt er að
Sigfúsi finnst lítið til þessara sálgreining-
artaka koma, finnst það líldega enn eitt
dæmið um hnignun bólunenntaffæð-
innar á síðustu tímum.
Það koma fleiri Fjölnismenn við sögu
en Jónas í Og hugleiða steina. Eitt af
merkari ljóðum bókarinnar nefnist
„Suður yfir Mundíafjöll11, en einkunnar-
orðin eru sótt í bréf Konráðs Gíslasonar
til Brynjólfs Péturssonar frá Leipzig, 14.
júní 1844. Konráð lætur þá ósk í ljós að
komast suðuryfir Alpafjöll „og færast allt
af fjær og fjær“. Sigfús þekkir vel til þess-
arar löngunar, yrkir um hana prósaljóð í
Fáum einum Ijóðum „Að komast burt“
en nú bregður svo við að ljóðmælandinn
andmælir Konráði, ræðir við hann í
trúnaði og reynir að hughreysta hann og
gefa honum góð ráð (það ber að hafa í
huga að Konráð er aðeins 36 ára er hann
ritar bréfið):
Einhver tvíveðrungur þá samt, góði Konráð,
í óskum og þrám?
Einhverjar áhyggjur og efasemi,
dýrmæti Sir?
Priklaus í Kreischa raunar
og aldrei nema nokkurnegin einlægur.
En hví að vera að fást um þvílíka smámuni?
I þessu ljóði er annars gamansamur
tónn, að einhverju leyti ættaður úr bréf-
um Konráðs til Jónasar og Brynjólfs, sem
létu ýmislegt kátlegt flakka sín á milli
(skemmtileg er t.d. fýndnin um að Kon-
ráð sé kominn á þann aldur að enginn
lcvenmaður liggi undir honum kaup-
laust). Sama marld brennd eru prósa-
ljóðin tvö „Nótt eina í maí“ og „Aðfara-
nótt annars janúar“ sem bæði gerast í
draumi. í því fyrra er ljóðmælandi
staddur í munnlegu prófi hjá Jóni Helga-
syni og lágu þeir í borðstofu að hætti
Rómverja. í því síðara er ljóðmælandi að
Gljúffasteini í heimsókn hjá Halldóri
Laxness og lýst er ýmsum undrum og
stórmerkjum sem eiga sér mismikla stoð
í veruleikanum eins og gengur um
drauma. En alvarlegan ádeilutón er
einnig að finna í mörgum ljóðum bókar-
innar - mjög neikvæð afstaða kemur
ffam gagnvart dagblöðum í ljóðinu „I
blöðunum olckar“, á þeim sér Sigfús
greinileg hnignunarmerki og í þeim
finnst varla annað en vitleysa og óþverri.
Yfirleitt er ádeilan sett fram á hófstilltan
og listrænan hátt í Og hugleiða steina.
Sem dæmi um slíkt ljóð má nefna hið
lcynngimagnaða kvæði „Myndsálir".
Ljóðmælandi, sem er ópersónulegur,
valcnar snemma morguns við það
að:„Murrandi hálflcvildndi eitthvurt/er á
hafbeit innan í honum./Hann veit elcki
sitt rjúkandi ráð.“ Hann heyrir raddir og
þrusk og sér myndir, hinar svokölluðu
„myndsálir" sem líða honum fyrir hug-
arsjónir af filmu allífsins. Þær eru ýmist
geðþeldcar, t.d. „alprúðar elckjur" en off-
ar þó miður geðþelckar t.d. „framliðnir
merakóngar" eða „landsfeður í lcreppu“.
í þessu mælska áleitna ljóði dregur Sigfús
upp ffemur drungalega mynd af mann-
lífi samtímans og slíkt er reyndar engin
nýlunda í ljóðum hans. Samt er neikvæði
tónninn engan veginn meira áberandi í
þessari síðustu bók hans en í mörgum
þeim fýrri. Minna má á ljóðið „Drott-
inn“ í þessu sambandi þar sem Sigfús
þakkar fýrir „litlu greiðana" sem hann
TMM 1998:1
109