Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 35
EFINN ER ÆÐSTUR ALLRA GILDA það erindi sem þeir eiga við okkar tíma. í Flyðrunni var ég mjög upptekinn af því hvernig sögupersónan Oskar Matzerath blandaði á gróteskan hátt saman Raspútín, konum og skáldsögunni Die Wahlverwandtschaften (Kjör- sifjar) eftir Goethe blaðsíðu eftir blaðsíðu svo úr varð alveg nýbók. Grimms- bræður höfðuðu til mín vegna þeirrar innilegu ánægju sem ég hafði af rómantíkinni og þýsku ævintýrunum sem fela í sér einhvern djúpan sann- leika enn þann dag í dag. En hvað Fontane varðar, þá virðist mér nú deginum Ijósara að þessi mikilvægi 19. aldar höfundur hafi í sögum sínum dregið upp mynd af þróun sem er nákvæmlega hliðstæð þeirri sem á sér stað nú þegar 20. öldin er að renna skeið sitt á enda. Þess vegna kippi ég honum yfir í nútímann. Mig langar að nefna eitt í þessu sambandi: ég er stoltur af því að útkoma bókar minnar hér í Þýskalandi og þær deilur sem hún kveikti strax skyldu hleypa nýju lífi í sölu á skáldsögum Fontane. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að Fontane skipti jafn miklu máli og Flaubert og Túrgenjev, sem báðir voru samtímamenn hans. Annars er ég hissa á því að þú nefnir eingöngu rithöfunda, því í bókum mínum skipta til dæmis bækur heimspekinga oft miklu máli. Þannig má nefna að í Hundaárunum eru nokkrir kaflar helgaðir umræðu þar sem ég beiti vísvitandi hinum sérstaka stíl Heideggers. Þetta er því skopstæling á stíl hans. í bókinni Úr dagbók snigils er einnig að finna deilurnar, sem í rauninni hafa aldei verið ræddar til hlítar, milli hinna miklu heimspekinga okkar, Hegels og Schopenhauers. Þær deilur hafa ýmis áhrif á skoðanir manna og atburði þá sem verða í skáldsögunni. L.R: Ef ég man rétt þá byrjaðir þú að skrifa Blikktrommuna í Frakklandi árið 1955. Þú bjóst þá í landi þar sem hin bókmenntalega framúrstefna reyndi að affnarka sig frá arfleifð skáldsögunnar, reyndi að taka „stórt stökk ff amávið“ með nýju frönsku skáldsögunni. En þú fórst öfugt að, tókst stökk aftur til Grimmelshausens og skálkasögunnar. G.G.: Ég hugsa að þetta eigi rætur að rekja til þess tímabils þegar ég var að mótast sem ungur höfundur skömmu eftir stríð. Sumir mér eldri höfundar, þeirra á meðal Heinrich Böll og Gunter Eich, reyndu að skrifa afar fábrotinn, knappan stíl. Þar sem þýsk tunga hafði orðið fyrir skaða vegna hugmynda- fræði nasista ætluðu þessir rithöfundar að hreinsa til í bókmenntunum. Ég þoldi ekki þessi siðvöndunarviðbrögð gegn þýskri tungu. Ég var þeirrar skoðunar að ekki væri rétt að refsa tungumálinu fyrir að hafa verið mis- þyrmt, það væri út í hött. Mér fannst mikilvægt að enduruppgötva þann auð sem tungumálið býr yfir og nýta hann í þágu bókmenntanna. Því þurfti ég að leita uppi það sem hafði fallið í gleymsku og hjá okkur voru það einmitt TMM 1998:1 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.