Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 123
RITDÓMAR hann bíður þess aldrei bætur. Það sest að í honum eilífur kuldi, hann verður kjark- laus, heimakær og áhyggjufullur. Þegar Jakob ætlar seinna að standa á eigin fótum og fer að heiman stendur faðirinn ekki með honum heldur bregst honum. Bókin Snákabani er skrifuð í endurliti með þá niðurstöðu vitaða. Fað- irinn var aldrei til staðar í lífi Jakobs sem persónugerfingur Laganna sem hægt er að gera uppreisn gegn, hann var tilbún- ingur, fjarvera merkingar, Lögin eru annars staðar. Fyrir Jakobi liggur að reyna „að finna aftur sælulandið mitt. Ég vonaðist til að komast aftur í launaða vinnu sem fyllti mig af dugnaði og hörku.“ (119) Aftur til náttúrunnar Jakob flytur að heiman upp í sveit til vinar síns. Bóndinn Hálfdán og bróðir hans hafa losað sig við allan búskap og Hálfdán hfir á að gera upp gamla bíla og selja þá. Það er verið að slátra búfénu á þeim bæjanna sem ekki eru þegar komn- ir í eyði og fólkið í sveitinni er á förum. Sveitin er enn dauðamerktari en þorpið. Jakob og Finnur búa hjá Hálfdáni, drekka með honum og liggja uppi á hon- um. Þeir félagarnir taka einu sinni til hendinni og fara viti sínu fjær af timbur- mönnum til að hjálpa bónda á næsta bæ við að slátra nautum. Þegar þeir skjóta stærsta nautið fær Hálfdán hjartakastið og dauði dýrsins og dauði fulltrúa deyj- andi bændasamfélags speglast hvor í öðrum á blóðvellinum. Eftir að Hálfdán er farinn suður og geðbilaður bróðir hans með honum stela Finnur og Jakob peningum og greiðslu- kortum gestgjafa síns. Þeir eru orðnir þjófar auk þess að vera sníkjudýr, menn sem er gjörsamlega ofauldð í samfélag- inu. Það lögmál föðurins sem Jakob virð- ist vera að finna aftur er frekari aðskiln- aður og höfhun eða gelding ef vísað er til hugtaka sálgreiningarinnar. Jakob beygir sig hins vegar ekki undir hana til að sam- sama sig föðurnum af því að hann veit ekki lengur hver faðir hans er. Einangrun þeirra félaga byrjar að taka alvarlega á taugarnar og Jakob sökkvir sér í lestur um leið og hann borðar æ minna. Þeir Finnur nenna ekld að elda og keyra venjulega niður í veitingaskál- ann við þjóðveginn til að borða ham- borgara og ff anskar. Finnur spikfitnar en Jakob horast niður og nýtur þess að finna líkamann minnka að ummáli. Hann gengur upp í fjallið, gengur um í dalnum, í náttúrunni, en eldd eins og bóndinn sem hefur gagn af henni, ekki eins og ferðamaður sem nýtur fegurðar hennar, heldur hjálpar náttúran honum til að vinna að ákveðnu verkefni. Verkefni Jak- obs er að finna sæluríldð og leiðin til þess er leið meinlætamannsins, svelti, hreins- un, höfhun líkamans og leit að .Jcjarnan- um“. Kjarna hvers? Eða hvernig kjarna? Jakob er ekld trúaður, engin sérstök heimspeki heldur fyrir honum vöku og það sem hann virðist leita að er einhvers konar líkamsgerfður kjarni persónulegr- ar tilvistar: „Ég vildi finna fýrir egglaga sökkunni í iðrum mér.“ (172) Ef þessi harði merldngarkjarni finnst telur Jakob sér trú um að honum batni aumingja- skapurinn, hann verði duglegur aftur, fái vinnu, verði hluti af samfélaginu og reglu föðurins. Þessi mistök hefur hann gert áður. En í þetta sinn beinir hann öllu sínu afli gegn sínum eigin líkama en ekki samfélaginu. í þriðja síðasta kafla bókarinnar sem heitir „ísbreiðan, faðir minn, kuldinn“ fer Jakob út á ísi lagt fljótið í einni af göngum sínum, missir viðmið og átta- skyn og endurlifir þá reynslu sem breytti föðurnum, rændi hann kjarkinum og „karlmennskunni“. Hann endurlifir það þegar faðirinn kemur gangandi utan af ísnum, útlínur af manni koma í ljós og hann stendur frammi fyrir einhvers kon- ar „kjarna“ og þarna um nóttina trúir hann því ekki að þessi ffamandi vera sé TMM 1998:1 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.