Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 110
ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR mætti þýða sem „íslenska bókstafstrú.“ Líkir Gísli hugmyndum íslendinga um eigin tungu við hlutadýrkun og segir að í hugum íslendinga sé tungan einskonar afturganga eða vofa. fslendingar hafi þá hugmynd um móðurmál sitt að þar sé um að ræða sjálfstæðan skapnað sem lifi sínu eigin vitsmunalífi og standi þar með bæði utan og ofan við okkur sjálf. Tekur Gísli ýmis góð og gagnleg dæmi bæði söguleg og málfræðileg máli sínu til stuðnings. f greininni fjallar Gísfi og um hinar almennu hugmyndir íslendinga um „hreint" og „óhreint“ mál og alkunna klisju sem einn étur upp eftir öðrum. Klisja þessi, sem kannski má segja einskonar afsprengi hreintungustefhunn- ar, er á þá leið að það sem álitið er „hreint“ mál er talið spegla skíra (eða hreina) hugsun mælandans og það sem álitið er „óhreinf' mál speglar að sjálfsögðu andstæðuna. Sá sem talar eða skrifar „óhreint" mál hefur óskýra hugsun og gott ef hann er ekki hreinlega heimskur. Að sjálfsögðu vita málhreinsunarmenn og aðrir góðir íslendingar hvað er hreint og hvað er óhreint í þessu samhengi. Gísli bendir á að í þessu hugsanakerfi sé ekki pláss fyrir þá hugmynd að hægt sé að orða góða hugsun á slæmu máli og slæma hugsun á góðu máli. Áður en lengra er haldið langar mig að segja stutta sögu: Frændi minn einn fjarskyldur sem búið hefur erlendis afla ævi en á íslenska foreldra og er íslenskur ríkisborgari, ákvað eftir að hann hafði tekið háskólapróf að sækja um vinnu við fag sitt á íslandi. Fíann hafði talað íslensku til jafns við erlent mál heima hjá sér þegar hann var að alast upp. Nú langaði hann að dvelja um tíma í nánari samvistum við tungumálið, sem var orðið honum heldur framandi og auk þess að reyna að búa og starfa á æskuslóðum foreldra sinna. Þar sem strákur er mikill námshestur með fínt háskólapróf og auk þess rammíslenskt nafn sem hver einasti landnámsmaður hefði verið fullsæmdur af fékk hann strax vinnu og flutti með föggur sínar yfir hafið. Þá tók hins vegar við málfarsleg þrautaganga. fslendingum þótti þessi landi þeirra vera heldur slappur í íslenskunni. Pilturinn tók nefnilega dálítið undarlegar orðabeygjur hér og þar og var auk þess verulega kynvilltur. Hann sagði hún og hann og það þvers og kruss um hina og þessa hluti og fólk eftir einhverju undarlegu kerfi sem hann sjálfur hafði fundið upp. Þetta þótti löndum pilts á sagnaeyjunni algerlega ótækt og leiðréttu óspart, enda ekki sæmandi þeim sem ber nafn sem vel gæti verið heiti á landnámsmanni og hefur auk þess lokið háskólaprófi með láði, að tala svona. Frænda mínum fannst þessi sparðatíningur óskiljanlegur. Þegar hann var spurður hvernig bíómyndin í gær hefði verið og hann svaraði „hann var góð“, urðu sumir vandræðalegir en aðrir hlupu upp til handa og fóta og leiðréttu hann. Honum fannst þetta engu máli skipta fyrir merkinguna, það sem hann vildi koma á framfæri var aðalatriðið og það gat ekki misskilist. Til að gera langa sögu stutta þá hypjaði 100 TMM 1998:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.