Ský - 01.01.2006, Side 11

Ský - 01.01.2006, Side 11
M at fólks á fegurð er að mestu huglægt og bundið menningu okkar sem og tíðaranda hverju sinni. Við Íslendingar erum fámenn þjóð en getum samt sem áður státað af fjölmörgum fögrum dísum sem hafa verið sigursælar í fegurðarsamkeppnum víða um heim. Margar þeirra hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og starfað sem heimsfrægar fyrirsætur. Fyrsta formlega fegurðarsamkeppnin sem haldin var hér á landi fór fram árið 1930 og voru úrslitin kunngerð á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Smám saman skapaðist hefð fyrir fegurðarsamkeppnum. Var af mörgum talið mikilvægt að Íslendingar væru ekki eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum og svona keppnir væru góð leið til að vekja athygli á land og þjóð. Skemmtigarðurinn Tívolí í Reykjavík var heppilegur vettvangur fyrir keppnirnar og voru kvöldin þar lengi í minnum höfð. Síðan höfum við eignast heimsfegurðar- drottningar, eins og Lindu Pétursdóttur og Hólmfríði Karlsdóttur, sem hvert manns- barn á Íslandi þekkir og hafa skipað sér í raðir þjóðhetja. Það er víst óhætt að segja að við séum enn í sigurvímu eftir að Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin Ungfrú Heimur undir lok ársins 2005 og okkur á Skýjum var sönn ánægja að fá hana í viðtal. sk‡ 11 Í FEGURÐARSAMKEPPNUM Texti: Hrund Hauksdóttir Myndir: Ýmsir Guðrún Bjarnadóttir var valin Ungfrú Ísland 1962. Stúlkurnar sem komust í úrslit í fegurðarsamkeppn- inni, f.v Auður Aradóttir nr. 5, Anna Geirsdóttir nr. 2 Ungfrú Reykjavík, Guðrún Bjarnadóttir, Líney Friðfinnsdóttir nr. 3, Rannveig Ólafsdóttir nr. 4 og Guðný Á. Björnsdóttir nr. 6. M Y N D Ú R L JÓ S M Y N D A S A FN I Ó LA FS K . M A G N Ú S S O N A R /M O R G U N B LA Ð S IN S M O R G U N B LA Ð IÐ /Þ O R K E LL Þ O R K E LS S O N G E IR Ó LA FS S O N Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Linda Pétursdóttir. Fegurðardrottningar

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.