Ský - 01.01.2006, Page 15

Ský - 01.01.2006, Page 15
 sk‡ 15 á góðgerðarstarf á vegum Miss World en eins og er veit ég lítið hvernig því verður háttað. Við erum ekki byrjuð að safna en starfið snýst fyrst og fremst um að safna fé til hjálpar bágstöddum. Það getur t.d. verið í formi upp- boðs eða ég verði í hlutverki kynnis við ýmis tækifæri og taki þátt í stórum fjáröflunarsamkomum. Ef einhverjar hamfarir verða á árinu, förum við strax á vettvang til að taka þátt í hjálparstarfi. Annars er fyrirkomulagið á vinnuárinu framundan ósköp svipað og dagarnir voru fyrir keppnina úti í Kína, þ.e. lítið skipulag, raunar óskrifað blað.“ - Hvað tekur við eftir að þú skilar kórónunni og krýnir Ungfrú Heim 2006? „Miss World 2006 verður haldin mun fyrr á árinu en tíðkast og að þessu sinni verður hún þann 30. september í Póllandi. Það er því styttra ár en venjulega hjá Ungfrú Heimi og ég er ósköp sátt við það. Ég býst við að verða önnum kafin fram að þeim tíma og gæti trúað að þegar líða tekur að hausti langi mig til að snúa mér aftur að námi og eðlilegu lífi hér heima. Þá get ég farið að einbeita mér að fullum krafti að skólanum og býst við að vera við nám næstu 5-6 árin.“ Viðtalinu er lokið og fegursta kona veraldar brosir kankvíslega þegar hún segist vera á leiðinni upp í fjall. Dansarinn og hestakonan nýtur þess nefnilega að hamast á snjóbretti í snævi þöktum fjöllum. Þjóðarstoltið okkar er fjölhæf stúlka. Fegurðardrottningar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Ungfrú heimur 2005, og móðir hennar, Unnur Steinssen, Ungfrú Ísland 1983. Unnur Steinsson Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1980 4. sæti Miss Young International 1980 Ungfrú Ísland 1983 Árið 1980 var ákveðið að endurvekja keppn- ina um Fulltrúa ungu kynslóðarinnar og það var Unnur Steinsson, 17 ára námsmær úr Versló, sem bar sigur úr býtum í keppninni. Hún hafði starfað töluvert með Módelsamtök- unum og var alvön sviðsframkomu. Unnur fór síðan til Manila á Filippseyjum og tók þátt í Miss Young International og náði 4. sæti. Hún gerði sér svo lítið fyrir og vann titilinn Ungfrú Ísland árið 1983. Sama kvöld var frumflutt lag eftir Gunnar Þórðarson, Tilbrigði við fegurð, sem hefur æ síðan verið fastur liður í Fegurðarsamkeppni Íslands. Þegar Unnur var krýnd bar hún Ungfrú Heim 2006, Unni Birnu Vil- hjálmsdóttur, undir belti. - En hvernig upplifun skyldi það vera sjá dóttur sína krýnda Ungfrú Heim? „Mér varð að sjálfsögðu mjög hlýtt innanbrjósts,“ segir Unnur. ,,Stelpan mín var vinna alheimskeppni, hver myndi ekki vera hoppandi glaður yfir því og ég tala nú ekki um stoltur.“ - Hver var mesti lærdómurinn sem þú dróst af þátttöku þinni í fegurðarsamkeppnum, efldi það sjálfstraustið? „Ég hef alltaf haft ágætis sjálfstraust og þegar ég var að taka þátt í feg- urðarsamkeppnum átti ég í litlum vandræðum með að koma fram eða umgangast fólk. Reynslan sem ég fékk út úr þessu var kannski fyrst og fremst hvernig maður lærir að þekkja fólk. Það er nefnilega vandlifað að vera almannaeign.“ - Hefurðu áhyggjur af öllu umstanginu í kringum Unni Birnu? „Nei, það hef ég ekki. Unnur Birna er mjög ákveðin og sjálfstæð persóna með fallegan hugsunarhátt. En hún er engu að síður viðkvæm og tilfinn- ingarík og má ekkert aumt sjá. Hún er alveg á jörðinni með þetta og lítur ekki á sig sem eitthvað annað en hún er. Ef hún lenti í vandræðum með eitthvað þá á hún frábæra vini og fjölskyldu sem væru fyrst til aðstoðar, þannig að ég segi stórt nei, ég hef ekki nokkrar áhyggjur af henni. Ég vona bara að hún nái að blómstra í því sem hún er búin að ráða sig íþetta árið og reyni að njóta þess í leiðinni. Þessi tími kemur ekki aftur og því verður hún að fá eins mikið úr ævintýrinu og hún getur. Ég vona líka að hún geti litið til baka eftir 5, 10 eða 15 ár og verið stolt af því sem hún hefur áorkað.“ M O R G U N B LA Ð IÐ /J Ó N S V A V A R S S O N sky ,

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.