Ský - 01.01.2006, Síða 34

Ský - 01.01.2006, Síða 34
 34 sk‡ Titlar sem systkin hafa hampað eru Íslandsmeistaratitlar í handbolta, körfubolta og tennis, Evrópumeist- aratitlar félagsliða í handbolta og körfubolta, valinn í Evrópuúrvalið eftir síðustu Evrópukeppni í Sviss og einn af sjö bestu handknattleiksmönnum heims árið 2004, valinn í úrvalslið Evrópukeppninnar í körfu- bolta, einn Vestur-Evrópubúa, og til að leika Stjörnuleik FIBA. Ótaldir eru fjöldi landsleikja í handbolta, körfubolta og knattspyrnu, bæði unglinga og fullorðinna. Fjögur frækin íþróttasystkin Hafa hampað ótölulegum fjölda meistaratitla og viðurkenninga rækin íþróttasystkin hafa löngum verið til á Íslandi, jafnvel allt frá Sturlungaöld þegar keppnin fólst í alls kyns hreystikeppnum, svo sem að jafnhatta mann og annan. Á seinni árum hefur mest borið á keppni í alls konar bolta- íþróttum og þar hafa bræður, systur eða systkin oft látið mikið að sér kveða þótt þau hafi ekki alltaf keppt saman. Nefna má hlauparana Kristleif og Hall- dór Guðbjörnssyni, knattspyrnumennina Hörð, Bjarna og Gunnar Felixsyni, sem vöktu verðskuld- aða athygli með KR, systurnar Hafdísi, Guðríði og Díönu, dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar sem bæði urðu Íslandsmeistarar með sínum liðum, Sigríður í handbolta og körfubolta og Guðjón í handbolta og fótbolta en hann var auk þess landsliðsmaður í báðum þessum greinum. Þær systur léku allar handbolta og Hafdís og Guð- ríður auk þess fótbolta. Einnig má nefna hand- boltamennina Kristján og Gils Stefánssyni sem voru í sigursælu liði FH á 7. áratugnum. Þannig mætti lengi telja. Þekktustu íþróttasystkin sem flest stunda enn íþrótt sína í dag eru fótboltasysturnar Ásthildur og Þóra Helgadætur í Breiðabliki í Kópa- vogi og systkinin Ólafur handboltamaður, Stefanía tenniskona, Eggert fótboltamaður og Jón Arnór körfuboltamaður. Faðir þeirra er Stefán Eggertsson, mikill íþrótta- áhugamaður og Framari, en móðir Ólafs er Helga Lilja Björnsdóttir. Móðir Stefaníu, Eggerts og Jóns Arnórs og eiginkona Stefáns er Ingigerður Jóns- dóttir. Ólafur á auk þess þrjú önnur hálfsystkin í móðurætt. F Texti: Geir A. Guðsteinsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.