Ský - 01.01.2006, Page 34

Ský - 01.01.2006, Page 34
 34 sk‡ Titlar sem systkin hafa hampað eru Íslandsmeistaratitlar í handbolta, körfubolta og tennis, Evrópumeist- aratitlar félagsliða í handbolta og körfubolta, valinn í Evrópuúrvalið eftir síðustu Evrópukeppni í Sviss og einn af sjö bestu handknattleiksmönnum heims árið 2004, valinn í úrvalslið Evrópukeppninnar í körfu- bolta, einn Vestur-Evrópubúa, og til að leika Stjörnuleik FIBA. Ótaldir eru fjöldi landsleikja í handbolta, körfubolta og knattspyrnu, bæði unglinga og fullorðinna. Fjögur frækin íþróttasystkin Hafa hampað ótölulegum fjölda meistaratitla og viðurkenninga rækin íþróttasystkin hafa löngum verið til á Íslandi, jafnvel allt frá Sturlungaöld þegar keppnin fólst í alls kyns hreystikeppnum, svo sem að jafnhatta mann og annan. Á seinni árum hefur mest borið á keppni í alls konar bolta- íþróttum og þar hafa bræður, systur eða systkin oft látið mikið að sér kveða þótt þau hafi ekki alltaf keppt saman. Nefna má hlauparana Kristleif og Hall- dór Guðbjörnssyni, knattspyrnumennina Hörð, Bjarna og Gunnar Felixsyni, sem vöktu verðskuld- aða athygli með KR, systurnar Hafdísi, Guðríði og Díönu, dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar sem bæði urðu Íslandsmeistarar með sínum liðum, Sigríður í handbolta og körfubolta og Guðjón í handbolta og fótbolta en hann var auk þess landsliðsmaður í báðum þessum greinum. Þær systur léku allar handbolta og Hafdís og Guð- ríður auk þess fótbolta. Einnig má nefna hand- boltamennina Kristján og Gils Stefánssyni sem voru í sigursælu liði FH á 7. áratugnum. Þannig mætti lengi telja. Þekktustu íþróttasystkin sem flest stunda enn íþrótt sína í dag eru fótboltasysturnar Ásthildur og Þóra Helgadætur í Breiðabliki í Kópa- vogi og systkinin Ólafur handboltamaður, Stefanía tenniskona, Eggert fótboltamaður og Jón Arnór körfuboltamaður. Faðir þeirra er Stefán Eggertsson, mikill íþrótta- áhugamaður og Framari, en móðir Ólafs er Helga Lilja Björnsdóttir. Móðir Stefaníu, Eggerts og Jóns Arnórs og eiginkona Stefáns er Ingigerður Jóns- dóttir. Ólafur á auk þess þrjú önnur hálfsystkin í móðurætt. F Texti: Geir A. Guðsteinsson

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.