Ský - 01.01.2006, Síða 46

Ský - 01.01.2006, Síða 46
 46 sk‡ í svo mikilli hæð. Ég stelst til að drekka örlítið kaffi, bara rétt til að koma í veg fyrir að ég fái fráhvarfseinkenni af kaffileysi. Ég er einkennileg í höfðinu og þegar ég ætla að stökkva upp tröppurnar í skálann fæ ég höf- uðverk og mikinn hjartslátt. Það er best að taka því bara rólega og njóta útsýnisins sem er stórkostlegt. Ég er í lopapeysunni minni sem ég keypti í Suðursveit um árið og með lama-ullarvettlingana mína sem ég keypti á hásléttu Bólivíu. Um kvöldið skríð ég ofan í ljósgræna Ajungilak- fermingarsvefnpokann minn. Restin af hópnum vorkennir mér vegna þess að útbúnaðurinn minn er ekki merktur Marmot eða Scarpa. Allur útbún- aðurinn minn kostar álíka mikið og eitt sokkapar úr ultra-mega-ofur-thermoefni. Ég sef ekki sérlega vel vegna þess að fólk rápar alla nóttina á salernið eins og það sé heima hjá sér, kveikir ljós og rekur sig utan í og vesenast. Ég vakna klukkan sex með hárið klesst og þurrar varir sem hafa fengið á sig bláleitan blæ þegar okkur er fært heitt te í kojuna. Vatnið til morgunþvottanna er svo kalt að fingurnir dofna eftir hvern handþvott og nokkurn tíma tekur að ná blámanum úr höndunum. Í morgunsárið fylgist ég með burðarmönnunum taka sig til fyrir vinnu dagsins. Klæðnaður þeirra samanstendur af sjúskuðum flíspeysum og gömlum joggingbuxum sem góðhjartaðir ferðamenn hafa gefið þeim. Fæstir þeirra eru á almennilegum gönguskóm eða með vettlinga. Leiðsögumaðurinn deilir út byrð- unum af miklum myndarskap. Tággrannir burðarmennirnir snara á höfuð sitt níð- þungum pokunum. Nokkrir eru hér í fyrsta skipti. Sumir þeirra komast bara í eina ferð; ef þeir standa sig ekki er bara næsti maður tekinn. Ungir menn bíða í röðum eftir að fá að bera tugi kílóa á höfðinu upp fjallið, í súr- efnisskorti og frosti, illa klæddir og þiggja fyrir það sem samsvarar 1.500 íslenskum krónum á viku. Ekki eru allir eins heppnir og Maided að hafa fengið nokkurn veginn örugga vinnu sem burðarmaður og hafa lifað af fyrstu ferðina sína. Anthony Minja, 47 ára burðarmaður, fór í sína fyrstu og einu ferð á síðasta ári. Hann var illa klæddur og í fyrsta kuldakastinu dó hann úr ofkælingu. Þar með misstu fimm börn föður sinn og stórfjölskyldan missti fyrirvinnu heimilisins. „Okkur eru stundum gefin góð föt,“ segir Maided mér. „Þau get ég selt fyrir góðan pening í Moshi og keypt skólabúning fyrir strákana mína. Ég vona að ég geti menntað syni mína, þá er von til þess að þeir geti fengið vel launaða vinnu og þurfi ekki að þræla sem burðarmenn.“ Árlega deyja á milli 5 og 15 burðarmenn á Kilimanjaro, sumir reynslulitlir og illa búnir fyrir slæm veður sem skyndilega geta orðið á fjallinu. Verst er að blotna í snjókomu eða slyddu og kólna inn að beini á næturnar í tjöldunum þegar frostið bítur fyrir alvöru. Burðarmennirnir njóta ekki þess munaðar að sofa í skálum eins og við ferðamennirnir heldur sofa í lélegum tjöldum í gömlum svefnpokum, það er að segja þeir heppnu, hinir sofa með gömul teppi. Fæðingaröndun á fjallinu Við komum í síðustu búðirnar, Kibo, fljót- lega eftir hádegið og hér er súrefnisskorturinn tilfinnanlegur, varirnar orðnar helbláar og einkennileg tilfinning í höfðinu. Við borðum tanzaníska útgáfu af íslenskri kjötsúpu, sem er kartöflur og grænmeti, soðið með nokkrum kindabeinum, og leggjum svo af stað á tind- inn um hálf ellefuleytið um kvöldið. Og hér hefst nú þrekraun ferðarinnar. Hér reynir á þjálfun undanfarinna mánaða og andlegan styrk. Við göngum í einfaldri röð upp snar- bratta fjallshlíðina sem í myrkrinu virðist endalaus. Mig svíður í kálfana af áreynslunni og er þar að auki glorhungruð eftir að hafa borðað einn súpudisk yfir daginn. Ég hef ekkert sofið og er með furðulegan þrýsting í höfðinu. Hvenær fæ ég smáhvíld, hugsa ég upphátt en fæ ekkert svar. Við förum fetið, þvers og kruss yfir skriðurnar og kálfarnir eru farnir að þrá bara örlitla hvíld. Þvílík klikkun, hvað var ég eiginlega að hugsa þegar ég ákvað að fara í þessa ferð!!!! Við þurfum oft að ganga einstigi og klöngrumst yfir grjót og klettabelti í myrkrinu og ekki væri gaman að detta hér á hausinn. Góðhjörtuð kona í hópnum gefur mér orkusnakk og reynir að kenna mér fæðingaröndun sem hún segir Fjallganga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.