Ský - 01.01.2006, Side 49

Ský - 01.01.2006, Side 49
 sk‡ 49 „Íslendingar eru afar duglegir að eyða um efni fram og koma sér upp erlendum skuldum, methalli er á viðskiptum við útlönd og skuldasöfnunin samsvarandi.“ ÍSLAND ÁRIÐ 2030 Framtíðin GYLFI MAGNÚSSON Gylfi Magnússon, hagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, er ágætlega bjartsýnn á framtíðina þótt ýmsar blikur séu á lofti í efnahags- málum. Íslendingar eru afar duglegir að eyða um efni fram og koma sér upp erlendum skuldum, methalli er á viðskiptum við útlönd og skuldasöfn- unin samsvarandi. Íslendingar eru vanir aflahrotum og það má kannski til sanns vegar færa að við séum stödd í einni slíkri og oft er lítt unnið úr verðmætunum á þess konar tímum. Útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði hefur verið svakaleg og þá er ekki undarlegt þótt eitthvað láti undan. Gylfi metur stöðuna þannig að hikst muni koma á fjármálamarkaðinn í kjölfar þessarar miklu sveiflu og trúlega þurfi að koma á jafnvægi að nýju. Hann telur þó að efnahagslegar þrengingar verði skamm- tímavanda. Nýjar áherslur eru í atvinnulífi á Íslandi, gömlu aðalatvinnuvegirnir, landbúnaður og fiskveiðar hafa dregist saman jafnt og þétt undanfarna áratugi og munu væntanlega gera það áfram. Gylfi telur að mannauðurinn og sókn í menntun séu helsti vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi og myndi grundvöll fyrir hálaunastörf í framtíðinni. Við drögum hratt á nágranna- löndin í háskólamenntun og framtíðarstörfin munu væntanlega færast úr framleiðslu og yfir í þjónustu eins og þar hefur gerst. Framleiðslustörf flytjast stöðugt til láglaunalanda, s.s. Kína og Ind- lands, en störf við fjármálaþjónustu, heilbrigðis- og lyfjageirann, svo eitt- hvað sé nefnt, taka sér bólfestu þar sem menntunarstig er hærra eins og reynslan sýnir hér. Framtíð efnahagsþróunar hvílir á okkar eigin herðum, því varlegar sem við rifum seglin, þess mýkri verður siglingin framundan. Framtíð ungra Íslendinga? Börn úr Tjarnarborg skoða landið sitt í Ráðhúsinu. Gylfi Magnússon, hagfræðingur og prófessor.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.