Ský - 01.01.2006, Qupperneq 72

Ský - 01.01.2006, Qupperneq 72
 72 sk‡ ig hafði lengi langað til að sjá Capri sem Davíð lýsti sem para- dís á jörð í bréfi til Theodóru Thorodd- sen skáldkonu, sem hann skrifaðist á við um tíma. Vorið 2005 lét ég loks verða af því. Í byrjun maí fórum við hjónin í eftir- minnilega ferð til Napolí, Capri, Sorrento og margra fleiri bæja á Sorrentoskaganum. Hentugast reyndist að fljúga til London og síðan áfram til Napolíborgar. Þar gistum við eina nótt. Við komum snemma dags og gátum notað allan daginn til að skoða borg- ina. Við gengum um þröngar götur gamla borgarhlutans þar sem þvottur á svölum og undir gluggum er helsta einkennið og minnti okkur á bíómyndir með Sophiu Loren. Við skoðuðum kirkjur, kastalann við höfnina, gömlu konungshöllina og margt fleira áhugavert. Eins og annars staðar á Ítalíu eru skellinöðrur áberandi farartæki í Napolí og á götum borgarinnar mátti sjá jafnt ungar blómarósir á háhæluðum skóm sem vinnulúna öldunga þeysast áfram og þá var eins gott að gæta að sér. Til borgarinnar komu Davíð og félagar á ferð sinni 84 árum fyrr og um hana orti Davíð kvæðið Napolí. Þar er þetta eitt erindanna: Og þar eru sífelld strætastríð. Þar stelur þjófurinn ár og síð, og betlarinn höktir á hækjum. Þar úir og grúir af letilýð, lazzarónum og skækjum. Frá Napólí gengu félagarnir á eldfjallið Vesúvíus, drukku þar í krá efst í byggðinni hið þekkta vín Lacrymæ Christi (Tár Krists) og skoðuðu Pompeii. Það höfðum við hjónin áður gert og þess vegna skoðuðum við aðra rómverska borg sem grafist hafði í ösku og leir til forna, Herkulaneum. Fyrri hluta næsta dags gátum við notað til að rölta áfram um Napolí. Þá lentum við í messu í Gesú Nuovo kirkjunni á Spaccana- polistrætinu sem þekkt er fyrir kirkjur sínar, torg og sögulegar byggingar. Messan var í einni álmunni en á öðrum stöðum sátu prestar í skriftaskápum sínum og það var dálítið skrítið að sjá hvítflibbamenn krjúpa á hnjánum og létta á samviskunni. Laust eftir hádegi tókum við ferju til Capri sem er 25-30 kílómetra undan borginni Sorrento og ekki langt sunnan við Napolí. Eyjan er um tíu ferkílómetrar og hálend. Við höfnina biðu leigubílstjórar í röðum, tilbúnir að kló- festa viðskiptavini. Hægt er að komast upp á aðaltorgið í Capribæ, Piazza Umberto, með togbraut en óneitanlega er þægilegt að setjast upp í leigubíl. Það gerðum við en vegna þess hvað margar götur í bænum eru þröngar komast bílar ekki nema að torginu þannig að síðasta spölinn urðum við að ganga með töskurnar og leita að hótelinu. Gríðarlega mikill fjöldi ferðamanna kemur til Capri á hverjum degi. Flestir koma í dagsferð en margir gista nokkrar nætur. Gisting er þar miklu dýrari en gengur og gerist á Ítalíu og hvarvetna eru verslanir með rándýran tísku- varning frá þekktustu tískuhúsum heims- ins. Eyjan er það sem kallað er á ensku cosmopolitan. Þangað leggja þeir ríku leið sína, ásamt venjulegu fólki, og sumir þeirra eiga sumarhús í bröttum hlíðum eyjarinnar, koma á lystisnekkjum sínum og ferðast frá þeim og í húsin á þyrlum. Líka eru þarna ódýrari verslanir og veitingahús við allra hæfi. Við ferðuðumst um eyjuna og skoð- uðum ýmsa staði, t.d. rústir hallar Tíberí- usar keisara, Bláa hellinn og San Michele, hús sænska læknisins Axel Munthe sem nú er safn. Eftir það beindist áhugi okkar einkum að gula drykknum sem alls staðar virtist vera til sölu og allir ferðamenn að kaupa. Í ljós kom að hann hét Limoncello og reyndist vera sítrónulíkjör og hreint ótrú- Í fótspor Davíðs skálds TIL CAPRI Þeir eru örugglega margir Íslendingarnir sem hafa látið sig dreyma um að ferðast til Capri, litlu fallegu ítölsku eyjarinnar sem Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi og ferðafélagar hans heimsóttu í apríl 1921. Þar dansaði Davíð tarantella og orti eitt þekktasta ljóð sitt um eyjuna, Bláa hellinn og ungu stúlkuna Katarínu. Um ferðalag þetta skrifaði Davíð ekki neitt en félagar hans, Ríkarður Jóns- son myndhöggvari og Ingólfur Gíslason læknir, skráðu báðir stórskemmtilegar frásagnir af þessari viðburðaríku ferð. Ríkarður Jónsson teiknaði þessa mynd af Davíð Stefánssyni í Ítalíuferð þeirra árið 1921. Þeir voru þá staddir í Róm. M Texti: Friðik G. Olgeirsson • Myndir: Guðrún Þorsteinsdóttir Ferðasga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.