Ský - 01.01.2006, Síða 77

Ský - 01.01.2006, Síða 77
 sk‡ 77 Byrjaði snemma að leika Það gefur auga leið að 21 árs gömul stúlka, sem hefur leikið í 26 kvikmyndum, hlýtur að hafa byrjað snemma. Scarlett segist alltaf hafa verið ákveðin í að verða leikkona og fékk sitt fyrsta kvikmynda- hlutverk níu ára gömul í North, þar sem mótleikari hennar var Elijah Wood, önnur barnastjarna, sem náði að lenda farsællega á listabraut- inni þegar unglingsárin tóku við. Þegar Scarlett Johansson var 13 ára gömul hafði hún leikið í sex kvikmyndum. Þá var henni boðið hlutverk stúlku í The Horse Whisperer (1998), sem slasast mikið þegar flutningabíll ekur á hana þegar hún er á hestbaki. Myndin, sem skartaði Robert Redford og Kristin Scott Thomas í aðalhlutverkum, fékk mikla aðsókn og góða umfjöllun, þá ekki síst leikur Scarlett. Var hún valin af Hollywood Reporter besta ungstirni ársins. Tilboðin létu ekki á sér standa. Hún lék í nokkrum kvikmyndum sem eru lítt eftirminnilegar, meðal annars Ghost World og Eight Legged Freaks, meðfram því að stunda hefðbundið skólanám. Stóra stökkið inn í framtíðina kom svo þegar Sofia Coppola bauð henni annað aðalhlutverkið í Lost in Translation (2003). Þar lék hún unga stúlku sem vingast við útbrunninn bandarískan leikara í Tokyo. Bæði hún og Bill Murray fengu mikið lof fyrir leik sinn og Scarlett fékk bresku kvikmyndaverðlaunin 2004. Sama ár lék hún í The Girl With The Pearl Earring og stóð sig ekki síður þar í hlutverki stúlkunnar sem hollenski málarinn Johannes Vermeer málaði. Má geta þess að Scarlett fékk tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna fyrir báðar þessar myndir sama árið. Á síðustu tveimur árum hefur Scarlett Johansson verið óstöðvandi og leikið í hverri myndinni á fætur annarri. Þær sem þegar hafa verið sýndar eru The Perfect Score, gamanmynd um sex háskólanema sem brjótast inn á skólaskrifstofu til að hnýsast í væntanleg próf; í A Love Song For Bobby Long lék hún á móti John Travolta, stúlku sem leitar uppruna síns í New Orleans; The Good Woman þar sem hún lék Lady Windermere í kvikmynd sem gerð er eftir leikriti Oscars Wilde; In Good Company, rómantísk gamanmynd þar sem mót- leikari hennar var Dennis Quaid og The Island, sem er fyrsta stóra Hollywood-mynd hennar. Ekki var hún ánægð með frammistöðu sína þar og hefur lítinn áhuga á að leika í slíkri mynd aftur. Nýjasta kvikmynd Scarlett er Match Point og er greinilegt að Woody Allen er aðdáandi því hann fékk hana til að leika einnig í næstu mynd sinni, Scoop, sem þegar er búið að kvikmynda og er í eftirvinnslu. Hún átti samt ekki að fá hlutverkið í Match Point. Allen hafði tekið það frá fyrir Kate Winslet, en þegar hún dró sig í hlé hljóp Scarlett í skarðið. Danskrar ættar Scarlett Johansson fædd- ist í New York 22. nóv- ember 1984. Foreldrar hennar eru Karsten Johansson, danskur arki- tekt, og Melanie Johans- son, sem er pólskrar ættar. Foreldrar hennar skildu þegar hún var 13 ára gömul. Afi hennar í föðurætt er Ejnar Johans- son, rithöfundur sem einnig gerði heimildakvikmyndir. Scarlett á tví- burabróður, Hunter, og er hún þremur mínútum eldri og einhverra hluta vegna telur hún þessar þrjár mínútur hinar mikilvægustu í lífi sínu. Systkinin eru fjögur og eru tvíburarnir yngstir. Eins og áður sagði var Scarlett alltaf ákveðin í að gerast leikkona og sem barn sótti hún leiklistartíma í hinu fræga leiklistarstúdói Lee Strasbergs í New York. Það leiddi til þess að hún fékk sjö ára gömul hlutverk í leikritinu Sophistry, þar sem Ethan Hawke var í aðalhlut- verki. Að öðru leyti var ekki mikið um hefðbundið skólanám. Átján ára gömul lauk hún framhaldsskóla og sótti um að komast í kvik- myndagerðarnám við Purchase University í New York. Henni til mik- illa vonbrigða var henni neitað um skólavist og ákvað þá að einbeita sér að leikferlinum, sem hefur svo sannarlega borgað sig. Scarlett Johansson hefur ekki látið deigan síga og eru sex kvik- myndir í farvatninu, sem sýndar verða á næstu tveimur árum. Áður- nefnd Scoop er tilbúin til sýningar. Síðar á þessu ári verður sýnd The Black Dahlia, sem Brian De Palma leikstýrir og eru meðleikarar Joss Hartnett og Hilary Swank. Verið er að gera The Prestige, sem Christopher Nolan leikstýrir, þar sem meðleikarar eru Christian Bale, David Bowie, Hugh Jackman og Michael Caine og The Nanny Diaries þar sem Scarlett leikur barnfóstru hjá ríkri fjölskyldu í New York. Þá hefur verið tilkynnt um tvær kvikmyndir enn sem verða sýndar á þessu og næsta ári. Önnur er Borgia, í leikstjórn Neils Jor- dan, þar sem hún leikur hina alræmdu Lucreziu Borgia, og hin er Amazon, sem lítið er vitað um. Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Scarlett Johans- son. Það virðist samt sem frægðin hafi ekki haft mikil áhrif á líf hennar, en hún viðurkennir þó að lífið sé mun þægilegra nú þegar hún er komin í hóp svokallaðra A-lista leikara í Hollywood. Hún ráði sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur og það haldi sköpunargáf- unni við. Þar með er ekki sagt að hún sé hrifin af Hollywood: „Allir í Hollywood eru svo grannir að þegar ég er þar þá finnst mér ég vera langt í frá að vera grönn. Ég er þannig í vexti að ég get aldrei orðið mjóna. Þá hefur stressið í Hollywood og dýrkunin á ungu kynslóð- inni þau áhrif á mig að ég er þegar farin að nota andlitskrem til að yngja húðina þótt ég þurfi þess alls ekki. Ég reyni að láta stressið í Hollywood ekki hafa áhrif á mig, en án árangurs, og sé maður þar án einhverra ástvina er það einmanalegasti staður á jörðinni.“ Scarlett Johansson í nýjustu kvikmynd sinni, Match Point. Með Bill Murray í Lost in Translation, kvikmyndinni sem gerði Scarlett Johansson að stjörnu. Kvikmyndir Texti: Hilmar Karlsson sky ,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.