Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 62

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 62
fornleifafræði almennt. Í lokaköflunum verður vikið nánar að rannsóknum á börnum og bernsku, fyrst á alþjóðlegum vettvangi en endað á rannsókn þeirri sem þessi grein tekur til. Hugmyndir um börn á miðöldum Það er viðurkennt meðal fræðimanna að hugtökin barn og bernska eru félagslega mótuð. Hugmyndin um eitt barn sem hægt er að yfirfæra á samfélög, bæði í nútíð og fortíð, er að leysast upp og farið að kalla eftir skýrari rannsóknum á þessu sviði (Fahlander 2008). Nauðsynlegt er að greina á milli þessara hugtaka, því saga barnsins er ekki sú sama og saga bernskunnar. Bernskan er afstæð og tilgangur hennar í raun að flokka einstaklinga í einsleitan hóp. Þetta er í mótsögn við það sem orðið börn felur í sér (Heywood 2005, bls. 25 -26). Eitt fyrsta vandamálið sem kemur upp í hugann þegar skoða á börn fyrr á öldum er hversu síbreytileg menningin er. Er hægt að gera ráð fyrir því að miðaldabörn hafi líkst nútímabörnum eða má búast við einhverju ólíku? Því miður hefur ekki verið mikið skrifað um miðaldabörn í Evrópu. Oftast er það í tengslum við kóngafólk, yfirstéttir eða dýrlinga. Fræðimenn telja engu að síður að viss skil hafi orðið í lífsferli barna í flestum samfélögum evrópskra miðalda þegar þau urðu 2 ára, 7 ára og á táningsárunum og að ákveðnir eiginleikar hafi einkennt hvert þessara stiga (sjá t.d. Nicholas Orme 2001; Brynhildur Þórarinsdóttir 2005). Einnig hefur því verið haldið fram að á miðöldum hafi verið litið á bernsku sem þroskastig frekar en fast ástand. Það gefur til kynna að fólk hafi haft vissan skilning á eðli vaxtar og þroska (Heywood 2005, bls. 32). Það liggja heldur ekki miklar upplýsingar fyrir um íslensk börn á miðöldum og fáar rannsóknir hafa verið gerðar á lífi þeirra. Til voru lagalegar skilgreiningar á hugtakinu barn, ef marka má ritheimildir, líkt og nú á dögum. Ef tekið er mark á Grágás sem rituð var á fyrri hluta 12. aldar virðist þar vera miðað við tvo áfanga, 12 og 16 ára, við skilgreiningar á því hvað var að vera fullorðinn. Þessi viðmið eru samt nokkuð óljós og hefur þroski einstaklinga mögulega ráðið meiru en eigin lífaldur (Brynhildur Þórarinsdóttir 2005, bls. 117). Í bókinni Miðaldabörn kemur skýrt fram að einstaklingar hérlendis á miðöldum skiptust ekki endilega í tvennt; börn eða fullorðna, heldur fleiri flokka (Ármann Jakobsson og Torfi H. Tulinius 2005, bls. 9-10). Innihald lagabálkanna Kristniréttur Árna Þorlákssonar og Járnsíða, sem tóku við af Grágás á seinni hluta 13. aldar og voru í notkun fram á miðja 14. öld, var óbreytt frá því sem áður var en orðalagið annað og mun almennara. Þar er farið að tala um börn, menn, konur, dætur og syni (Járnsíða 2005, bls. 97). Löggjöf 12. og 13. aldar ber einnig merki um verndun á lífi fósturs og ungbarna, t.d. máttu þungaðar konur ekki fasta né konur með barn á brjósti (Grágás 1992, bls. 33, 237). _________ 62 Þegar á unga aldri lifi ég enn Áþreifanlega vantar rannsóknir á börnunum sjálfum, hugmyndum þeirra, leikföngum, fjölskylduskipan, vinnu- álagi, heilsu, menntun en svo mætti lengi telja. Það vantar sem sagt raunsanna og óbreglaða mynd af börnunum byggða á þverfræðilegum rannsóknum. Rannsóknir á börnum Upphaf rannsókna á börnum má rekja til 19. aldar en þá voru skjalfestar lýsingar um siðvenjur og athafnir tengdar börnum hvarvetna bundnar við ferðalýsingar. Strax þá kom engu að síður skýrt fram að fjölbreytni væri á milli fólks í heiminum, hvernig best þætti að ala upp börn og hvað væru eðlileg þroskastig (LeVine 2007, bls. 248). Þegar fyrstu þjóðlýsingarnar komu út á fyrri hluta 20. aldar innihéldu þær gjarnan upplýsingar um börn. Áhersla var þá lögð á vígsluathafnir (e. rites of passage), t.d. í sambandi við fæðingu, kynþroska og umskurð án þess að fjalla um börnin á þeirra eigin forsendum (Baxter 2005, bls. 4-5). Það var ekki fyrr en um 1950 í kjölfar hugmynda um menningar- bundinn persónuleika sem börn voru skoðuð á þeirra eigin forsendum og fyrstu kenningarnar um bernsku þróuðust innan mannfræðinnar. Var þar m.a. stuðst við kenningar Freuds. Frá því um 1960 hefur félagsmótun verið einkennandi fyrir meirihluta rannsókna á börnum. Það var einmitt í þessum anda sem Philippe Ariés lagði þá fyrstur fræðimanna fram heildstæðar kenningar um börn (Baxter 2005, bls. 6; Montgomery 2005, bls. 474). Um 1970 fóru börn að verða rannsóknarefni mannfræðinga, ekki sem hlutlausar verur sem mótaðar voru af öðrum, heldur sem einstaklingar metnir á eigin verðleikum. Jafnframt var reynt að __________ 63 Ragnheiður Gló Gylfadóttir Mynd 1. Bernskan er sameiginleg öllum samfélögum og þess vegna er hún mikilvægt viðfangsefni í fornleifafræði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.