Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 64

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 64
skilja áhrif barna á fullorðna og samfélagið sem þau lifðu í og einblínt á þau sem mannverur. Markmiðið var að gera börn að megin viðfangsefni rannsókna og fyrst þá litið á þau sem áreiðanlegustu heimildina um eigin líf og samfélag (Montgomery 2005, bls. 476). Joanna Soafer Derevenski (2000, bls. 4-5) bendir á að börn í dag séu skilgreind sem aldursflokkur í stöðugum þroska. Byggist hann á flokkun líffræðilegrar mannfræði, líffræði, félagsfræði og sálfræði. Innan fornleifafræðinnar eru skilgreiningar á hugtakinu barn umfram allt líffræðilegar. Frederik Fahlander (2008) telur að hugtakið barn sé óðum að hverfa og leysast upp í kringum okkur. Það sé ekki hægt að samþykkja félagslega tvíræðni og fjölbreytni á sama tíma og það sé í raun verið að halda í veika skilgreiningu á börnum, fullorðnum og eldra fólki. Rannsóknir á bernsku Á seinni hluta 19. aldar fram til fyrri hluta 20. aldar voru hugmyndir um bernsku byggðar á uppeldisfræðilegum grunni. Bent var á að hægt væri að hafna einni alheimsbernsku og litið svo á að hinir fullorðnu mótuðu börnin. Þessar niðurstöður byggðu m.a. á gögnum um ættartengsl, trú og þjóð- fræðilegum lýsingum á fjölskyldulífi, þar með talið uppeldisaðferðum, lífsferli og sálrænum þroska (LeVine 2007, bls. 247-248, 253; Lucy 2005, bls. 55). Með hugmyndum um menningar- bundinn persónuleika varð hið tvöfalda samband milli líffræðilegs þroska og félagsmótunar viðurkennt þegar kom að rannsóknum á bernsku. Þar var reynt að útskýra hvernig börn sem fæðast hlutlaus verða að menningarlegum einstaklingum. Þessu var fljótlega snúið við með aðskilnaði líffræðilegra og félagslegra þátta bernskunnar og áherslan á aðlögunarhæfni menningar tók við. Einblínt var einkum á safnara og veiðimenn og hvernig þjóð- fræðilegar rannsóknir gætu gefið innsýn í forsögulega hópa. Svipaðar rannsóknir eru enn við lýði en nú litið á börn sem fullgilda meðlimi sem leggi sitt af mörkum til fjölskyldu sinnar og samfélags (Baxter 2005, bls. 5). Sá sem hefur í meira mæli en aðrir haft áhrif á rannsóknir á bernskunni í gegnum tíðina er áðurnefndur Ariès (1962). Með kenningum sínum vakti hann athygli á því að hugtakið bernska væri menningarbundið og hefur orð- ræðan síðan einkennst af þessari hugmynd. Þrátt fyrir að kenningar Ariés hafi orðið lífseigar hefur þeim að sama skapi verið harðlega mótmælt á síðustu árum. Enn er samt stuðst við kenningar hans um félagslega mótun bernskunnar en gagnrýnin hefur aftur á móti beinst hugmyndum hans um börn sem spegilmynd hinna fullorðnu. Síðustu áratugina hafa verið færð rök fyrir því að börn hafi þurft umönnun, athygli og leyfi til þess að haga sér öðruvísi en __________ 64 Þegar á unga aldri lifi ég enn hinir fullorðnu (Kamp 2001, bls. 3-4; Heywood 2005, bls. 28-31). Síðustu tvo áratugi hefur mikil uppsveifla verið í rannsóknum á bernsku og um leið endurskoðun á því hvernig börn og líf þeirra hefur verið túlkað innan félags- og hugvísinda. Undirgreinar hafa verið þróaðar þar sem börn eru eina viðfangsefnið og er tilgangurinn einkum að mótmæla ríkjandi hugmyndum úr þroskasálfræði (Montgomery 2005, bls. 481). Því hefur verið haldið fram af fræðimönnum að í vestrænum samfélögum sé bernskan talin langvarandi uppeldistímabil þar sem börn eru háð fullorðnum og hægt sé þess vegna að tala um „vestræna“ bernsku. Jafnframt sé litið á tímabil bernskunnar sem kynlaust og að allt þetta stuðli að því að börn eru talin viðkvæm (Baxter 2005, bls. 1). Þessar hugmyndir um börn og bernsku hafa einnig verið gagnrýndar og spurningar vaknað líkt og sú að ef bernska er félagsleg afurð hvaða merkingu hafa þá líffræðileg áhrif? Hvernig er hægt að komast að almennri niðurstöðu um bernsku þegar áherslan er á marg- breytileika félagslegrar uppbyggingar? Barnafornleifafræði Grete Lillehammer er gjarnan eignaður heiðurinn af því að draga börn fram í dagsljósið innan fornleifafræðinnar. Árið 1989 birti hún grein í Norwegian Archeological Review sem bar heitið „A child is born“. Þar talaði hún m.a. um mikilvægi þess að skoða heim barna út frá þeirra eigin sjónarhorni. Hún kallaði um leið eftir athygli fornleifafræðinga á börnum og bernskunni. Viðbrögðin voru dræm í byrjun en frá því að grein Lillehammer birtist hafa fornleifafræð- ingar fengið undirtektir við samskonar rannsóknir úr félagslegri mannfræði, félagsfræði, sagnfræði og sálfræði til að gera ramma sem auðveldar skilning á hefðum og samskiptum barna (Schwartzman 2006, bls. 124). Roberta Gilchrist (2006, bls. 87) telur að áður en breytingin varð hafi börn nánast verið ósýnileg og vanrækt sem rannsóknar- efni, þar sem ekki var byggt á þeirra eigin forsendum. Ástæður þessa eru eflaust flóknar en þær má m.a. rekja til ríkjandi viðhorfa vestrænna samfélaga um börn sem óvirka félagslega þegna, ónothæfa til efnahagslegar framleiðslu og á jaðrinum menningarlega séð. Jafnframt var talið sjálfsagt að viðhorf til barna og bernskunnar í fortíðinni hafi verið það sama og í dag. Þróun fræðigreinarinnar Fornleifarannsóknir fyrir 1980 inni- halda yfirleitt fáar tilvísanir í börn og lítill áhugi virðist hafa verið á kenningum eða aðferðum til þess að gera þau sýnilegri. Börn voru í fyrstu aðeins notuð til að skýra tilvist óútskýranlegra hluta í fornleifa- rannsóknum og þá til að greina minni útgáfur af hlutum, líkt og ílátum, eða gripi sem hugsanlega gætu verið leikföng. Viðhorf til barna einkenndist af þeirri hugmynd að fyrst þau væru lítil þá hlytu þau að vera í tengslum við hið smáa og leika sér með litla hluti eða __________ 65 Ragnheiður Gló Gylfadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.