Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 70

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 70
ganga svo inn í vesturhluta kirkju- skipsins. Skírnarfontar eru staðsettir þar og gefa til kynna að skírnin sé inngangur að kristnu guðsríki og upphaf lífshlaupsins. Prestarnir ganga inn um aðrar dyr í kórnum, því austurhluti kirknanna er einungis notaður fyrir helgiathafnir. Þilið á milli kórsins og kirkjuskipsins, eða hins andlega og veraldlega, er oft skreytt með dómsdagsmynd. Framhaldslífið sem er með þilinu gert dulúðuglegt og hélt það þannig almenningi frá siðum prestanna við tíðahald. Grafir og greftrun Efnismenning og líkamsleifar látninna hafa verið rannsóknarefni síðan á fyrri hluta 19. aldar. Það er engu að síður fyrst á síðustu þremur áratugum sem rannsóknir á dauðanum í félagslegu samhengi hafa farið fram. Fram að því höfðu gripir úr gröfum aðallega verið notaðir við gerðfræðirannsóknir og taldir vera bein tilvísun í hugmyndir samfélagsins um hinn látna (Fahlander 2003, bls. 73-74). Fornleifafræði greftrunar Á mjög einfaldan hátt má segja að fornleifafræði greftrunar fjalli um það hvernig farið hefur verið með þá látnu innan samfélaga í gegnum tíðina. Hægt er að skoða beinagrindina sjálfa eða annað sem kemur fram í greftrunar- aðferðum, dánarorsökum, mataræði, heilsufari, ættartengslum og trúar- brögðum. Hvar leifar hinna látnu eru settar er yfirleitt vandlega úthugsað og tilgangurinn tvíþættur; það er bæði verið að minnast þeirra og gleyma þeim. Staðsetningin bæði mótar og festir þannig tengsl á milli hugsanna/ staða og lifandi/látinna. Það getur því verið gagnlegt að líta á kirkjugarðinn sem landslag, grundvöll hægfara eða skyndilegra breytinga, fullan af margvíslegum viðfangsefnum þegar kemur að greftrunum (Gilchrist og Sloane 2005, bls. 17). Með „Nýju fornleifafræðinni” um 1960 voru lagðar fram nýjar hugmyndir um að greftrun. Litið var svo á að umbúnaður grafa táknaði stöðu og efni fólks með beinum hætti. Þessi kenning hefur verið gagnrýnd á síðustu árum og m.a. rætt um hvort að gröfin endur- spegli í raun stöðu hins látna. Andstæðar hugmyndir hafa líka komið fram, líkt og að félagsleg staða og hagsmunir hinna lifandi komi ekkert við sögu í meðferð þeirra látnu. Greftranir séu afurð siðvenja og hluti af samfélagslegri skyldu einstaklinga. Með öðrum orðum, það er ekki nóg að skoða einungis kirkjugarðinn til þess að fá innsýn inni fortíðina heldur verður að skoða allt samfélagið í heild (Chapman 2003, bls. 309-310). Fahlander (2003, bls. 76, 79) bendir á að ekki megi gleyma að þeir látnu geti haft afskipti af hinum lifandi og að fornleifarannsóknir snúist þess vegna um samspilið á milli þeirra. Það eru hinir lifandi sem undirbúa líkið, framfylgja hefðum, taka gröfina, velja staðsetningu, ráða hvað fer ofan í hana. Hinir látnu geta hins vegar hafa fyrir __________ 70 Þegar á unga aldri lifi ég enn andlátið mótað skoðanir um ferlið og þannig haft áhrif þegar að jarðsetningu kom. Þannig verði einstaklingar á öllum aldri félagslegir gerendur með ákveðna stjórn á lífi sínu á eigin forsendum sem mótast af ríkjandi umhverfi. Ennfremur getur breytileiki á milli grafa táknað félagslegar skoðanir þeirra sem skipuleggja útförina. Slíkt má skoða innan hugmyndafræði gerenda- kenningarinnar. Þannig geta gjörðir einstaklinga mögulega haft áhrif á síendurtekna hegðun t.d. við greftrun. Atbeini þeirra lifandi gæti mögulega komið fram í því hefðbundna en þeirra látnu í því sérstaka. Börn geta þannig verið virk í uppbyggingu og ákvörðunum um félagslegt líf sitt og annarra (Lucy 2005, bls. 60). Baxter (2005, bls. 94-95) heldur því fram að í dag séu tvö sjónarhorn ríkjandi þegar kemur að fornleifafræði greftrunar. Fyrra sjónarhornið felur í sér þá hugsun að í gegnum grafirnar megi greina samfélagslegt skipulag sem endurspegli félagsleg hlutverk og tengsl. Seinna sjónarhornið kemur frá strúktúralisma. Innan þess er talið að grafsiðir og gripir séu valdir af þátttakendum í tengslum við trúar- brögð, heimssýn og táknræna merkingu. Þetta sjónarhorn felur í sér þá hugsun að grafir stuðli ekki með beinum hætti að skilningi á félagslegum kerfum, heldur frekar að táknrænum skilningi á þeim félagslegu þáttum sem hægt er að túlka, stjórna og semja um. Því má halda fram að umræða og rannsóknir á gröfum hafi fært áhersluna frá lýsingum á stöðluðum gögnum yfir til þess að einstaklingar og samfélög hafi mismunandi uppbyggingu. Robert Chapman (2003, bls. 310- 311) bendir á að fornleifarannsóknir á greftrunarsiðum geti verið afar brota- kenndar. Margvíslegir mælikvarðar séu þess vegna notaðir við rannsóknir á þeim og að þetta skapi ákveðinn vanda. Þeir geta verið allt frá því að líta á líkamann sem tákn ákveðinna ímynda, munur á kyni, landslag, aldur, félagsleg staða, heilsa, uppruni og heimsmynd. Einnig telur Chapman að betri skilgreiningar á hugtakinu tíma séu nauðsynlegar til þess að auðga rannsóknir á greftrunarsiðum. Það gefi upplýsingar um smærri mælikvarða innan ákveðinna kirkjugarða, tímabila og svæða svo að dæmi séu tekin. Einnig telur hann að fleiri rannsóknir bæði á kirkjugörðum og heimilislífi þurfi til þess að hægt sé að bera saman félagslega tjáningu í lífi og dauða. Barnsgrafir Rannsóknir á börnum innan kirkjugarða hafa verið stundaðar í einhverjum mæli innan fornleifafræði greftrunar allt frá upphafi. Innan margra þessara rannsókna var einblínt á viðhorf fullorðinna til barna fremur en að sjá fortíðina í gegnum augu barnsins (Lewis 2007, bls. 3). Það var þó ekki fyrr en um 1990 að rannsóknir á börnum fóru að beinast að þeim upplýsingum sem gætu varpað ljósi á vöxt, heilsu og hlutverk barnanna sjálfra. Farið var að afla upplýsinga um athafnir þeirra, hættu á sýkingum, __________ 71 Ragnheiður Gló Gylfadóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.