Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 130

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 130
fundist í skuti skipsins þar sem káetur og borðsalur undirforingjanna voru ásamt geymslum þeirra og Edwards höfuðsmanns. Það voru því ekki allir áhafnarmeðlimir sem söfnuðu þessum gripum heldur aðeins yfirstéttin. Þó gripir sem þessir hafi mögulega orðið söluvarningur þegar komið var aftur til Englands var söfnun slíkra gripa einnig sönnun þess að eigendur þeirra hefðu farið til fjarlægra landa og hefðu lent í ævintýrum á leiðinni, að þeir væru í rauninni sannkallaðir ævintýramenn. Með því að eignast slíka gripi hafa yfirmennirnir á Pandóru getað sýnt fram á að þeir væru ævintýrakarlmenn, gripirnir veittu þeim því aðgang að þessum hluta karlmennskuorðræðunnar. Spurning er hvort aðrir áhafnarmeðlimir, þ.e. þeir sem voru „lægraþilfars“, hafi ekki einnig leitað leiða til að taka þátt í þessum hluta karlmennsku- orðræðunnar? Þegar Evrópumenn hófu að sigla til Suðurhafa komust þeir í kynni við form líkamsskreytinga sem hafði lengi þekkst á útjöðrum Evrópu, húðflúrun (Thomas 2005, bls. 13-14). Í annarri för James Cook til Tahítí ákváð hópur sjómanna að útbúa ákveðið merki sem þeir báðu innfædda um að húðflúra á sig. Þetta gerðu þeir m.a. til að auka á samstöðu sína og til að minnast ævintýranna (Douglas 2005, bls. 44). Þetta form líkamsskreytinga varð á örskömmum tíma mjög vinsælt meðal „neðraþilfars“ sjómanna og sem dæmi má nefna að 22 af 25 uppreisnarmönnum á Bounty voru húðflúraðir (Dening 2001, bls. 122). Af frásögn Hamilton læknis að dæma hafa margar sjóliðar um borð í Pandóru ýmist verið húðflúraðir á bringunni, á fótleggjunum eða á höndunum (Thomson 2008, bls. 113). Myndirnar eða merkin sem sjóliðarnir völdu sér eru forvitnileg fyrir þær sakir að alla jafna völdu þeir sér ekki fyrirmyndir innfæddra heldur fangamerki, nöfn, dagsetningar og ýmis önnur tákn og myndir sem þeir sjálfir sköpuðu (White 2005, bls. 74). Húðflúrin voru því í senn birtingarmyndir stéttarvitundar sjóliðanna og spegill sjálfsmyndar þeirra og gæti hafa valdið því að til varð sérstök neðraþilfarsundirmenning í kringum þau (Gell 1993, bls. 10). Því má segja að ákvörðun sjómannanna að nota líkama sína sem aðgöngumiða að þessum hluta karlmennskuorðræðunnar varpi einnig ljósi á það hvernig þeir umgengust og skildu líkama sína __________ 130 Að opna öskju Pandóru Creamware merkingar Samtals Royal Pattern Annað Þar af skilgreint sem Diskar Föt C 13 10 3 9 1 M eða W 6 4 2 3 3 Tafla 2. Creamware diskar sem hafa verið merktir á botninum (Sindri Ellertsson Csillag 2009, bls. 28). öðruvísi en yfirmennirnir (sbr. Bourdieu 1987). Einnig má segja að skortur á einkarými á neðra þilfarinu, einsleitni búnaðar sjómannanna og almennur skortur á efnismenningu á neðra þilfarinu hafi leitt til þess að þeir hafi útbúið sér afar persónuleg húðflúr sem virkuðu sem staðgenglar hluta og gripa til að tákna stöðu og vitund þeirra eins og hjá yfirmönnunum. Sem dæmi má nefna að miðskipsmaður um borð á Bounty, Peter Heywood, fékk sér húðflúr til að minnast uppruna síns og þjóðernis frá eynni Mön (Dening 1992, bls. 35). Svo virðist sem þessar líkamsskreytingar hafi orðið til þess að til varð neðanþilfarsundirmenning þar sem í húðflúrunum voru falin skilaboð þessara manna, þeirra á milli, þar sem látið var í ljós þjóðerni, nöfn eigin- kvenna og aðrir hlutar vitundarinnar. Þessi undirmenning hefur mögulega ekki náð út fyrir neðra þilfarið til undirforingjanna og höfuðsmannsins. Sem dæmi má nefna að á Bounty þurfti kapteinn Bligh að reiða sig á frásagnir „neðraþilfars“ sjómanna þegar skrifa átti niður hvernig húðflúr uppreisnar- mennirnir voru með (White 2005, bls. 75). Það má þó einnig segja að um leið og húðflúrin hafi verið notuð til að sýna þjóðerni og þá hluta vitundarinnar sem sjómennirnir kusu að láta í ljós, hafi húðflúrið sjálft verið leið fyrir sjóliðanna að öðlast karlmennsku ævintýramannsins. Þarna sést því vel hvernig stéttarvitund mótaði leiðir þessara karla að flutningi á karlmennsku ævintýra- mannsins. Undirforingjarnir sem áttu sínar eigin káetur og birgðageymslur söfnuðu forvitnilegum gripum og fluttu þar með og mótuðu sína ævintýra- karlmennsku. Sjóliðarnir sem ekki höfðu geymslur notuðu líkama sína sem miðil til að flytja sína eigin gerð af ævintýrakarlmennsku. Saman má sjá þetta sem tvær mismunandi leiðir til að öðlast aðgengi að sama hluta karlmennskuorðræðunnar. Lokaorð Í upphafi þessarar greinar var lagt upp með að leitast við að kanna karlmennskuhugtakið og söguna á bakvið það, hvernig best sé að hugsa um karlmennsku bæði í nútíma og fortíð og hvernig fornleifafræðingar hafa nálgast hugtakið. Lagt var til að best væri að hugsa um kyngervi sem flutt og upplifað, mótað í orðræðu þar sem aðstæður eins og lífshlaup, aldur og líkami geta takmarkað manneskjur við ákveðna hluta orðræðunnar. Í seinni hluta greinarinnar var reynt að sýna fram á að mun flóknari mynd fengist af lífinu um borð í 18. aldar bresku herskipi með því að skoða karlmennsku sem orðræðu mótaða í stéttaskiptu samfélagi meginlandsins en flutta um borð í hinum sérstaka heimi sjómannsins. Um borð í Pandóru varð stéttaskiptingin til þess að til urðu mismunandi heimar um borð þar sem mismunandi hlutar karlmennsku- orðræðunnar réðu ríkjum. Undir- __________ 131 Sindri Ellertsson Csillag
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.