Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 75
SAGA 73
meS langri æfi erlendis, aS lifa sig út úr landinu, ef svo
mætti að orði komast. En þá er hann líka oröinn út-
lendingur allra þjóða og allra landa, á andlega vísu mælt,
nema meö útlendingum þeim og í umhverfi því, sem
eins er ástatt meö og sjálfan hann.
Þessir útlendingar, sem finst þeir eigi hvergi heima,
eiga einmitt heima í samfélagi hvers annars. Þar finna
þeir samræmisþörfina í sömu áhugamálunum.
Þannig er ástatt meS Islendinga vestanhafs.
Farfýsin framan úr fornöld, sem dofnaS hafSi í
hungurvökum og í þrældómshlekkjum liSinna alda, vakn-
ar um leiS og þjóSin fer aS rísa úr dái. Þvi enginn þarf
aS ætla, aS þau árin, sem Islendingar flytja mest vest-
ur, hafi hert meira aö þeim, en mörg óg ströng ár liSna
tímans.
'En Islendingar voru ekki nógu vel vaknaöir um
þjóShátíSartímabiliS. Islenzka sálin var þá ekki búin
aS skilja gildi sitt. Ef íslenzkt landnám hefSi ei hafist
hér fyrri en um síöustu aldamót, þá myndi önnur og ís-
lenzkari sagan sögö, úr borgum og bygSum þeirra í
Ameríku.
Eins og áSur er á minst, tóku forfeSur vorir sér
nafniS Islendingar, strax og þeir settust aS á Islandi, og
og leyfSu engum aS kalla sig NorSmenn eftir þaS.
Islendingar þeir, er til Grænlands sigldu og námu
þar bygöir, nefndu sig Grænlendinga þegar þeir settust
þar aS.
Og óefaS hafa Islendingar og Grænlendingar, sem