Saga: missirisrit - 01.06.1926, Qupperneq 80
78 SAGA
hindraöir, sem amerísku þjóölífin hafa að bjóða.
Þaö mætti skrifa langa bók, meö og móti hugsun þess-
ari, sem viröist vera orðin nokkuð almenn hér, einkum
síðan á stríðsárunum, að útlendingarnir svo nefndu urðu
fyrir ófrýnilegustu hornaugunum. Enginn vafi er, að
ofmikil einangrun. vissra þjóðflokka frá aðalþjóðheildinni.
getur orðið flokknum og heildinni til hnekkis. En eðli
Islendingsins, er ekki einangrunareðli, svo honum stæði
engin hætta af því, þótt hann héldi fast við mál sitt og
bókmentir. Hitt er hættan mikla, að þegar hann slepp-
ir íslenzkunni, glati hann sjálfum sér og flestu þvi bezta,
úr sál sinni, og verði því lélegra byggingarefni í þjóð-
ina, sem er að myndast, en hann annars yrði.
Islendingseðlið hóf Islendinginn hér til sigurs. Það
getur hafið hann til stærri sigurs. Starfslífið er sam-
kepni og barátta, hér sem annarsstaðar. Og það var ís-
lenzka vitið, íslenzka sálin, sem hóf Landann það sem
hann er. Islenzkt vit, sem hér er búið að ná fullri þekk-
ingu á landi og lýð, og kann ensku reiprennandi, þarf
sjaldnast að fara halloka fyrir brezku né bandarísku viti
í braskinu hér og bústanginu, sem öll mannleg velgengni,
er enn þá bundin og miðuð við, og mæld og vegin á.
Að glata íslenzku sálinni, er afar varhugavert, þótt
enskar og amerískar sálir séu í boði. Það er svo hætt
við að aðfengna sálin verði ekkert annað en. golan ein.
En líkami íslenzku sálarinnar, er íslenzka málið. Deyi sá
líkami, hverfur sálin á brott til þess guðs, sem gaf hana.
Þ. Þ. Þ.