Dagrenning - 01.10.1948, Page 6
JÓNAS GUÐMU N DSSON:
íí. nóvember 1948.
i.
(CÍÐASTI spádómsdagur Pýramidans mikla
á þessu ári er n. nóvember n.k. eins og
oft hefir verið vikið að hér í ritinu. Um
þann dag var rætt á íslenzku meðal annars í
„Vörðubrotum“, en þau komu út 1944.
Eins og oft hefir verið bent á, stendur nú
yfir, og er þó senn að lokum komið, tíma-
bil, sem Pýramidinn mikli merkir greinilega
og kallað er á máli pýramidafræðinga „Skrín-
tímabilið“ (T'he Coffer Period) og fær nafn
sitt af hinni „opnu gröf“ eða steinskríni,
sem stendur á miðju gólfi í Konungssal Pýra-
midans mikla.
Fjórar dagsetningar eru greinilega merkt-
ar á þessu „skríntímabili“. Hin fyrsta þeirra
er 25. júní 1941, önnur er 20.—21. desember
1941, sú þriðja er 16—17. maí 1948 og sú
síðasta 10.—11. nóvember 1948.
Þrjár þessara dagsetninga eru nú liðnar hjá
og oss er kunnugt um, hvað gerzt hefir í
sambandi við þær.
Fyrsta dagsetningin, 25. júní 1941, mark-
aði frelsun hinna engilsaxnesku þjóða undan
hinni yfirvofandi nazistahættu, með því að
þá réðust Þjóðverjar á Rússa og eyðilögðu
þannig möguleika sína til frekari sóknar í
vestur. Frá þeim degi tóku og mjög að eflast
samskipti Breta og Bandaríkjamanna, en þau
höfðu fram til þess tíma verið mjög örðug,
sökum hinnar svonefndu einangrunarstefnu
Bandaríkjanna. Þessi samskipti styrktust æ
meir, eftir því sem leið á árið 1941, og eftir
4 DAGRENNING
árás Japana á Pearl Harbour, 7. desember
1941, fóru Bandaríkin í stríðið. Varð þá enn
nánara samstarf milli Bandaríkjamanna og
Breta og má segja, að það hafi verið full-
komlega innsiglað sem algjört hernaðar-
bandalag 21. desember 1941, er Churchill
flaug til Bandaríkjanna í því skyni að gera
beina samninga um þátttöku Bandaríkjanna
í Evrópustyrjöldinni.
Báðir þessir dagar, sem Pýramidinn
mikli sýndi svo greinilega á almanaki sínu,
reyndust því hinir merkustu dagar á þeirri
leið að sameina Ísraeísþ/óðirnar í baráttunni
gegn sameiginlegum óvini.
Hinar dagsetningarnar tvær, er svara til
þessara, sem nú hafa verið nefndar, eru 16.
—17. maí 1948 og 10.—11. nóvember 1948.
Dagana 15.—17. maí 1948 var hið nýja ísra-
elsríki stofnað í Palestínu, og verður nánar
vikið að því atriði síðar og þýðingu þess
fyrir þróun og gang heimsstjómmálanna á
næstunni. Nú er röðin komin að 10.—11.
nóvember og er rétt að reyna að gera sér
grein fyrir, hvað þá muni verða.
II.
YRST er rétt að gera sér það Ijóst, að
mælingin 10.—11. nóvember er — eins
og allar þær, sem nefndar eru hér á undan,
— í Konungssalnum en ekki í Neðanjarðar-
salnum. Af því leiðir það, að dagsetningin
L