Dagrenning - 01.10.1948, Page 15
í stjörnuspá Georgs konungs V. er „þrí-
ömiungurinn", eða merki reikistjömunnar
Neptúnusar, í hinu „rísandi merki á fæð-
ingaraugnabliki hans. Þetta þýðir það, að
hneigð hans og þrá stefnir að sjónurn og
sjómannalífi. Þetta skýrir og hjartanlega alúð
lians og enda hæfileika til að sýnast, eins og
House offursti drepur á í bréfum sínum.
Hann hefir með réttu verið nefndur „kon-
ungur sjómannanna“, svo sem var forfaðir
hans, Vilhjálmúr IV., sem einnig var fædd-
ur undir rnerki Neptúnusar.
Er lesið var í stjörnurnar fyrir Georg kon-
ung, var Júpíter á miðjum hirnni í níunda
stjörnumerki og í sterkri afstöðu við Aries,
— þ. e. hrútsmerkið, — sem er stjörnu-
rnerki Englands. Og það stóð ritað í
stjörnunum. að hann, sem var sjómaður
og yngri sonur, skyldi upphefjast til kon-
ungs og bera kórónu, og það enda þótt
hann hefði ekki gert sér neinar vonir um
slíkt, þar eð bróðir hans, hertoginn af Clar-
ence, var borinn til að erfa konungstign. Það
voru stjörnurnar, sem lögðu konungsskvkkj-
una á herðar Georgi og sveipuðu hann blæju
hins óbrotna virðuleika, sem fer honum vel
sem þjóðhöfðingja.
En ef vér athugum afstöðu Satúrnusar,
sjáum vér að hann boðar óheill á ríkisstjórn-
arárum hans, ekki sízt er vér minnumst þess
einnig, að einmitt þessi reikistjarna er í
stjörnumerki því, er Rússland heyrir undir.
Stjarna þessi boðar Georgi konungi illt,
Viktoría drottning var fædd 14. maí.
Sama drottning kom til ríkis 20. júni.
Orustan við Waterloo var 18. júní.
Georg II. kom til ríkis 11. júní.
Vilhjálmur I\'. kom til ríkis 26. júní.
Játvarður VII. dó 6. maí 1910.
Georg V. kom til ríkis 6. mai 1910.
Sami konungur kvæntist 6. júlí 1893, og var
krýndur í Westminster Abbey 22. júní 1911.
Þýkaland undirritar friðarsáttmálann 28. júní
igig.
svo og Aries, sem er hið sérstaka stjömu-
merki Englands. Afstaða hennar er fjand-
sarnleg og skaðvænleg áhrif hennar aukast,
er kemur fram á árið 1926 og árin þar á
eftir. Hún boðar ólgu og óró í hugurn fólks,
yfirgripsmikil og eyðileggjandi verkföll, verzl-
unarhöft og vandræði á viðskiptasviðinu,
komandi stríð og stvrjöld í þeim löndum,
sem hggja beint undir áhrifum hennar, svo
sem Indlandi, Kína og Rússlandi, og hvað
snertir konung vorn, boðar hún honum
raunir og erfiðleika, sem loks lamar krafta
hans og sýkja líkama hans, einkurn tauga-
kerfið, maga og meltingarfæri.
Áhrif stjörnu þessarar á Georg konung og
líf hans munu verða mjög augljós og honurn
óhagstæð á árunum frá 1928—1930. Vér sjá-
um fyrir, að þessi ár munu færa konungs-
fjölskyldunni og öllu Bretaveldi erfiðleika og
sorgir. Alls konar hættur og slys munu liggja
í levnum fyrir konunginum á þessu tíma-
bili, einkúm stafandi úr eða frá loftinu.
Þessir skuggalegu, uggvænu forboðar varða
allt Bretaveldi, en þó einkum London, sem
liggur undir áhrifum tvíburamerkisins,
„fvrsta stjönmineiki loftsins“.
Á árunum 1927, 1928 og til 1930 eru því
forboðar Jiessir slæmir fyrir England og kon-
ungsættina alla, nema hertogann af York.
(Þ. e. núverandi konung Breta, Georg VI.)
Hvað hann snertir er það áberandi, að áhrif
Júpíters til konungdóms hans aukast mjög,
er stundir líða, og var það sania tilfellið
með hinn konungíega föður hans, áðui en
nokkrar Jíkur virtust til þess að Iiann tæki
veldisspiotann. (Leturbr. hér.)
María drottning sleppur ekki fremur en
konungurinn við fjölda af Jiessum óhollu
áhrifum. Og skugginn hnígur einnig yfir
prinsinn af Wales. Stjörnuspjald hans spáir
samtvinnuðum röðum vandræða og erfið-
leika, sem eiga muiiu sér stað og enda ná
til sjálfs hásætisins. (Leturbr. hér.)
DAGRENNING 13