Dagrenning - 01.10.1948, Side 34
„Ég veit ekki betur,“ sagði Nam-bok, „en
að ég hafi líka ýmsar furðulegar sögur að
segja. Og gjafir hefi ég,“ bætti hann við all-
drýgindalega, er hann sá að félagar hans fóru
að verða á báðurn áttum.
Hann tók þá sjal upp úr bátnum. Það
var hin mesta gersemi. Slíkur vefnaður og
slíkir litir höfðu ekki sézt þar um slóðir.
Hann breiddi það á herðar móður sinni.
Allar konumar andvörpuðu af aðdáun. Og
Bask-Wah-Wan gamla fór þegar að strjúka
mislita kögrið og klappa sjalinu, og sönglaði
af bamslegri kæti.
„Hann hefir sögur að segja,“ tautaði Kú-
gah garnli. „Og gjafir,“ sögðu konurnar.
Opi-Kwan vissi sem var, að félagar hans
voru sólgnir í sögurnar og sjálfur hafði hann
óstjómlega löngun að heyra hvað Nam-bok
hefði að segja. „Aflabrögðin hafa verið í
góðu meðallagi,“ sagði hann spekingslega.
„Við höfurn því nóg af lýsi. Kom því, Nam-
bok, og við skulum gera okkur glaðan dag.“
Tveir menn tóku eintrjáningsfleytuna og
háru hana upp að eldiviðnum. Nam-bok
gekk við hlið Opi-Kwans og allir þorpsbúar
í halarófu á eftir þeirn, nema nokkrar konur,
sem dvaldist við að þukla á og strjúka sjal-
inu hennar Bask-Wah-Wan gömlu.
Menn voru yfirleitt fátalaðir á meðan á
máltíðinni stóð, jafnvel þótt þeir gætu ekki
að sér gert að skotra öðru hvoru eftirvænt-
ingar- og forvitnisaugum til Nam-boks. Hon-
um féll það illa — ekki svo mjög vegna þess,
að honum væri í raun og veru á rnóti skapi
að láta taka eftir sér öðrum fremur, heldur
aðallega sökum þess, að þefurinn af sellýs-
inu hafði gert hann lystarlausan, en hann
vildi fyrir engan mun láta á því bera.
„Neyttu matarins, Nam-bok, því að þú
ert hungraður,“ sagði Opi-Kwan. Nam-bok
lét aftur augun og tók handfylli sína af úldn-
um fiski upp úr katli einum miklum, sem
allir áttu sameiginlegan aðgang að.
„Reyndu að gera þér gott af matnum,“
sagði móðir hans, „því að hraustir menn eru
jafnan hungraðir." Hún tók einkar ólystug-
an laxbita, makaði hann í sellýsi og rétti
hann ástúðlega að hinum endurfundna syni
sínum. Lýsið lak af bitanum.
En þegar Nam-bok fann, að meltingar-
færin rnundu ekki vera eins hraust og vön
þessari kraftfæðu eins og á fyrri tárum, þá
kom hann sér hjá því að eta meira, með því
að fara að troða tóbaki í pípu sína. Hann
kveikti svo í, og fór að reykja. Menn héldu
þó áfram „borðhaldinu“ og horfðu á hann.
Þeir voru færri, sem gátu hælt sér af því,
að hafa nokkru sinni reynt að brenna hina
dýrmætu jurt, jafnvel þótt þeir fengju ein-
stöku sinnum ofurlítinn píring af einhverri
hinni verstu tóbakstegund, sem til er, frá
skrælingjunum, sem áttu heima fyrir norð-
an þá. Kúgah gamli sat við hlið Nam-boks
og lét hann skilja það á sér, að hann hefði
ekkert á móti því að fá sér „reyk“. Nam-bok
fékk honurn pípuna. Kúgah tók við henni
fegins hendi og saug munnstykkið áfergis-
lega lýsugum vörum. Þegar hann ætlaði að
skila henni aftur, vildi Nam-bok ekki taka
við henni. Hann kvaðst hafa upphaflega ætl-
að að gefa Kúgah hana. Að endaðri rnáltíð
sleiktu menn fingurgómana og kættust af
örlæti Nam-boks.
Opi-Kwan stóð upp og mælti: „Nú er
veizlunni lokið, Nam-bok, og við viljum
hlýða á sögur þínar um hina furðulegu hluti,
sem þú hefir sáð.
Menn létu ánægju sína og tilhlökkun í
ljós og settust umhverfis þá með vinnu sína.
Sunrir karlmennirnir skeftu spjót, aðrir skáru
út rostungstennur. Sumar konumar skófu
spik úr selaskinnum, aðrar eltu skinn og enn
aðrar saumuðu skinnfatnað með sinasíma.
Nam-bok leit yfir hópinn. Hann hafði hugs-
að sér heimkomuna allt öðru vísi. í öll þessi
ár, sem hann hafði flækzt úr einum stað í
32 DAGRENNING