Dagrenning - 01.10.1948, Side 40

Dagrenning - 01.10.1948, Side 40
„Nú, það er líklega ekki til neins að segja ykkur frá því, að skrímslið fór með mig einu sinni fram og aftur um landið. Þið trú- ið því líklega ekki,“ sagði Nam-bok harð- neskjulega. Opi-Kwan fórnaði upp höndunum í auð- særri vantrú: „Haltu áfram,“ sagði hann svo, „þú mátt segja hvað sem þú vilt, við lilýð- um á þig.“ „Já, skrímslið fór með mig,“ sagði Nam- bok, „og fyrir það lét ég peninga." „Nú, sagðir þú ekki áðan, að því væri gefið grjót að éta?“ spurði Opi-Kwan. „Og sagði ég ekki líka, aulabárður," svar- aði Nam-bok, „að peningar væru hlutir, sem þið hefðuð ekkert vit á. Skrímslið fór með mig um landið úr einu þorpi í annað, þang- að til ég kom að geysimiklu þorpi. Þar voru húsin svo há, að þökin náðu upp í stjörn- urnar og skýin liðu fram hjá þeim. Og þar var alls staðar mikill reykur og svæla. Og hávaðinn og lætin voru þar svo mikil, að þau voru eins og brimgnýr í ofsa roki. Og mennimir voru svo margir í þorpinu, að ég flevgði stafprikinu mínu, því að það var ekki til neins að ætla sér að marka fleiri skorur á það.“ „Illa trúi ég því, ef þú hefðir haft skor- umar örlitlar,“ sagði Kúgah í ásökunarróm, „þá hefðir þú líklega getað sagt okkur, hvað marga menn þú hefir séð.“ Það snuggaði illhrj'ssingslega í Nam-bok. „Ef ég hefði haft skorurnar örlitlar! Heyrðu nú hvað ég segi, þú þama beinklambrari. Þó ég hefði haft skorurnar örlitlar, þá hefðu þær þó ekki kornizt fyrir á þessu priki né tuttugu prikum, og meir að segja ekki á öll- um rekaviðnum, sem er til í allri fjörunni til næsta þorps. Og þó þið, að meðtöldum konum og börnum, væruð tuttugu sinnum fleiri en þið eruð, og hvert ykkar hefði tutt- ugu hendur og hníf og prik i hverri hendi, þá mundu þið þó ekki fá rnarkað skorur fyrir nándar nærri alla þá menn, sem ég sá, því að þeir voru svo margir, og komu og hurfu, áður en maður gat áttað sig á þeim.“ „En það geta ekki verið svo margir menn til í veröldinni," mótmælti Opi-Kwan, því hann var að heita mátti andlega lamaður af hugmyndinni um allan þennan ógnar mann- fjölda. „En hvað ætli þú þekkir alla veröldina, eða getir sagt, hve stór hún er?“ spurði Nam- bok. „En það geta ekki verið svo margir menn á einum stað,“ sagði Opi-Kwan. „Hvemig í dauðanum getur þú sagt, hvað getur verið, og hvað getur ekki verið?“ spurði Nam-bok. „Það sér þó hver heilvita maður,“ svaraði Opi-Kwan, „að það geta ekki verið svo marg- ir menn á einum stað. Bátarnir þeirra hlvtu að fylla hafið, kæmust meira að segja ekki fyrir á sjónurn. Og þeir mundu veiða allan fisk úr sjónum á einum degi, og fengju samt ekki allir einu sinni fr'lli sína.“ „Já, maður skyldi nú halda það,“ sagði Nam-bok, eftir nokkra þögn. „En þetta er nú samt satt, sem ég segi vkkur. Ég sá allan þennan mannfjölda með mínum eigin aug- um, og ég fleygði frá stafprikinu mínu.“ Hann stóð upp og geispaði. „Ég hefi róið langan veg í dag og er nú þreyttur,“ sagði hann. „Nú vil ég helzt fara að sofa. En á morgun get ég sagt ykkur meira af því, sem ég hefi séð.“ Bask-Wah-Wan haltraði heim á undan syni sínum. Hún var óneitanlega upp með sér af honum, því að hann hafði farið svo víða og séð svo margt, en það var þó ekki laust við, að hún væri hálfsmeyk \ið hann. Hún fór með hann heim í hreysið sitt, og bjó honum sæng í þefillum loðfeldum. En karlmennirnir sátu eftir við eldana og ræddu um heimkomu Nam-boks. Og með þeim var ærið hljóðskraf og hvíslingar. 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.