Dagrenning - 01.04.1951, Page 17

Dagrenning - 01.04.1951, Page 17
ADAM RUTHERFORD: Hörmungatíinmii míkli 1914-1956. Því var spáð, þegar á 6. öld f. Kr. af spá- manninum Daníel, að sá tími er nú stendur yfir mundi enda með „hörmungatíð" meiri en áður hefðu verið dæmi til, og því var aftur spáð á fyrstu öld e. Kr., af Frelsar- anum sjálfum, og hann sagði einnig, að því- líkir tímar kæmu aldrei aftur. í spádómi Daníels, (12.—1.) stendur skrifað: „Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því, að menn urðu fyrst til og allt til þess tíma,“ en Jesús sagði: „Því að þá mun verða svo mikil þreng- ing, að engin hefir því lík verið frá upphafi heims allt til þessa, né heldur mun verða.“ (Matt. 24:21). Þessar þrengingar munu, áður en yfir lýkur, augsýnilega verða hinar mestu, sem yfir þetta mannkyn hafa gengið, verri en syndaflóðið að sumu leyti, sökum þess að mannfjöldi jarð- arinnar var þá tiltölulega lítill og raunveru- leg tala þeirra, erlétu lífið, miklum mun lægri en verða mun í hinum gríðarlegu náttúru- hamförum í lok þessara liörmungatíma, því að íbúar jarðarinnar teljast nú yfir tvö þúsund milljónir. En Jesús bætir við varðandi þessar geysilegu mannfómir: „Og ef dagar þessir vrðu ekki styttir, kæmist enginn mað- ur af,“ (Matteus 24:22) en hann mælir enn þessi huggunarorð: „En sakir hinna úh'öldu munu dagar þessir verða styttir." Gamalt mál- tæki segir: „Dimmasta stundin er rétt fy'rir dagmál," og það sannast, einnig hi'að ver- aldarsögunni viðvíkur, þar sem hin myrkasta stund allra tíma mun upprenna í lok þessa timabils, þá mun á eftir fara hið dýrðlegasta tímabil, sem nokkumtíma liefir þekkzt. Þeim stórkostlega mismun milli lífsskilyrðanna í hinni núverandi illu skipan og þeirri er verða mun ríkjandi á hinni glæstu nýju öld, sem nú hillir undir, er mjög vel lýst af skáldinu Robert Burns. Um yfirstandi tímabil segir þetta skozka skáld: „Haúðúð manns við mann er böl, rnúgurn lýða sorg og kvöl.“ En um hin glæsilegu skilyrði hinnar nýju aldar, sem nálgast segir hann: Þrátt fyrir allt og þrátt fvrir allt mun þetta verða um heimsból allt: að maður manni bindist blítt með bróðurhendi þrátt fyrir allt.“ Hvað eftir annað, þegar Biblían talar um hinar geysilegu þrengingar, er verði í lok þess- arar aldar, segir hún einnig fvrir um hina glæsilegu tíma, er á eftir komi. Stundum er þessu fyrirkomið í einni einustu setningu, eins og t. d. hjá Haggai (2:7). „Ég mun skelfa allar þjóðir og óskir allra þjóða mun rætast." (Enska Bibl.) Á öðrum stöðum, þar sem talað er um hina miklu erfiðleika, er mjög oft talað um hina dýrðlegu tíma, sem muni koma strax á eftir. Zefania, (3:8) segir t. d.: „Bíðið rm'n þess vegna — segir Jahve —, þess dags er ég rís upp sem vottur; því að það er mitt ásett ráð DAGRENNING 1S

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.