Dagrenning - 01.06.1951, Side 5

Dagrenning - 01.06.1951, Side 5
ur yfir landið og þannig knúð Faraó að lokum til að veita burtfararleyfi. Þessar plágur eru flestar náttúrufyrirbrigði og minna á staðhætti í Egiptalandi." „Um tðlu Hebreanna eru einnig skiptar skoð- anir. Prestaritið telur þá hafa verið „hér um bil sex liundruð þúsund fótgangandi manna auk barna (2. Mós. 12. 37)--------Engum orð- um þarf að því að eyða, hver f jarstæða þetta er.“ „Jahve og Baal er sami guðinn.“ (Asm. Guð- mundsson próf.: Saga Israelsþjóðarinnar bls. 38, 40, 42, 43, 84.) Þannig er keppst við að rífa niður grundvöll hinna kristnu trúarbragða. Og tæpast batnar hlutur kristindómsins þegar spiritisminn kem- ur til sögunnar. I einu af merkisritum þeirrar hreyfingar segir: „Ovissan um framhald lífsins var auðsjáan- lega mikil undir niðri, þó ýmsar sagnir hefðu orðið til um það, að maður þessi, (þ. e. Jesús frá Nasaret) scm þeir voru að dubba upp sem end- urlausnara heimsins, hefði átt að sjást og tala við fólk eftir dauða sinn, þá var þó hæpið að bygrgja á þeim.“ Svona mætti lengi rekja en þetta sannar að- eins að kommúnistarnir í Rússlandi eru ofur- litið lengra komnir á braut „hinnar vísindaiegu nútímamenningar" og þora að segja afdráttar- laust það sem fáráður kennilýður þessa lands lætur sér sæma að þræta fyrir opinberlega, en læðir í kennslubækur sinar og stólræður þegar það þykir við eigandi. III. Grein sú, sem hér fer á eftir í ísl. þýðingu, birtist i danska blaðinu Berlingske Tidende á Pálmasunnudag s. 1. Hún er eftir danskan prest, A. Bliddal að nafni, og er einskonar hug- vekja blaðsins í tilefni dagsins. Matt. 21, 1.—9. „Þegar Jesús Kristur kom til Jerúsalem á pálmasunnudag, og hélt innreið sína í borgina sem konungur, var það ekki í því skyni að láta kjósa sig til konungs. Til þeirrar tignar þurfti ekki að kjósa hann, því hann var það fyrir. Konungdómur hans byggðist ekki á mannlegum vilja, heldur á vilja Guðs. Sitt vald hefir hann „að heiman" og vér getum ekki gert hann meiri en hann er. En hann kom til Jerúsalem — og í raun og veru til þessarar jarðar — til þess að velja okk- ur, mennina, að þegnum sínum. I sambandinu milli hans og okkar er ekki um að ræða fólk, sem velur sér konung, heldur kon- ung, sem kýs sér lýð. Við jarðneskar aðstæður, þar sem konungsvaldið livílir á ákveðinni stjórn- skipan, getur komið til mála, að konungur sé þjóðkjörinn, en konungdómur Jesú Krists hvilir ekki á neinni slíkri stjórnskipan. Hann er á eng- an veg háður oss. Til þess að hugsa rétt í þessu efni verðum vér að hugsa gagnstætt venjunni. Það eru ekki hinir kristnu, scm gera Krist að Kristi, hledur er það Kristur, sem gerir hina kristnu kristna. Vér höfum ckki þjóðkjörinn konung, heldur erum vér konungskjörinn lýður. „Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hefi ég út- valið yður,“ sagði Jesús einu sinni við lærisveina sina. , *■ I lífi einstaklingsins er upphaf kristindóms- ins hvorki afturhvarf né trú. Það hvorttveggja kemur fyrst í öðrum þætti þeirrar sögu. Fyrsti þátturinn fjallar um eitthvað, sem Guð hefir gert. Við okkar aðstæður er það skírnin, sem er fyrsti þátturinn. Jesús Kristur kom til vor og setti á oss konungsmerki sitt — krossins merki — til þess að það væri augljóst öllum, að vér tilheyrum honum. Skírnin þýðir, að vér höfum fengið leyfi hans, til þess að vera þegnar hans. Hann kom til vor og bauð oss að taka ábyrgð á iífi voru. Vér eignuðumst konung. Kristindómur er þess vegna ekki það, að vér viljum hafa samband við Guð, heldur hið gagn- stæða, að Guð vilji hafa samband við oss. Það er byrjunin. Framhaldið er svo það, að vér með öllu Iífi voru þökkum Guði fyrir það, að mega vera börn hans. Það er að trúa.“ Uf DAGRENN I NG 3

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.