Dagrenning - 01.02.1952, Page 7

Dagrenning - 01.02.1952, Page 7
DAGRENNING 1. TOLUBLAÐ 7. ÁRGANGUR REYKJAVÍK FEBRÚAR 1952 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196 Sólmyrkvinn í Gyðingalandi 25. febrúar 1952 Meðal þeirra manna, sem mark taka á spádómum Biblíunnar vekur það mikla athygli, að stjörnufræðingar hafa nú tilkynnt að hinn 25. febr- búar 1952 muni verða almyrkvi á sólu, yfir Rauðahafinu og Gyðingalandi. Stjörnufræðingum var að sjálfsögðu löngu kunnugt um sólmyrkva þennan. En nú þegar reiknað hefir verið nákvæmlega út hvaða landsvæði hann fellur á, og Ijóst verður að það verður Gyðingaland og nágrenni þess, kemur mörgum í hug hinn athyglisverði spádómur Frelsarans, sem frá er sagt í Guðspjöllunum. 1 Mattheusar-, Markúsar- og Lúkasarguðsjpjalli er sagt frá spádómi Frelsarans um endalokin. 1 þessum spádómi eru nefnd ýmis tákn, sem mönnum er sagt að gefa gaum að í sambandi við hin miklu umskipti, sem verða á jörðunni þegar allt stjórnkerfi Satans hrynur til grunna í alheimsstyrjöld og svo stórkostlegum náttúruhamförum að annað eins hefir ekki komið fyrir áður. Meðal þessara tákna eru talin tákn, sem verða á sólu og tungli. 1 Lúkasarguðspjalli segir: „Og tákn mun verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðunni angist meðal þjóðanna í ráðaleysi við dunur hafs og brimgný.“ Enginn neitar því, að sjaldan eða aldrei hafa þjóðir heimsins verið „ráðlausari“ en nú. Óvissan um framtíðina er meiri nú en nokkru sinni áður og enginn veit ráð til úrlausnar, því stefnt er út í heiðni og for- heimskun í stað þess að leita Drottins og ráða Hans. 1 Mattheusarguðspjalli segir: „En þegar eftir þrenging þeirra daga mun sólin sortna og tunglið eigi gefa skin sitt.“ í Markúsarguðspjalli er þetta orðað svo að kalla alveg eins. Það er ekkert yfirnáttúrlegt við það, í augum nútíðarmanna, að sólmyrkvi verði á einum eða öðrum stað á jörðunni. Vér vitum að ástæðan er sú, að tunglið gengur milli jarðar og sólar og hylur sólina frá einhverj- um ákveðnum stað séð. DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.