Dagrenning - 01.02.1952, Page 16
manns er í þjónustu þessa njósnakerfis, sem
óljósa hugmynd hefir um að svo sé.
í næstu heftum Dagrenningar verður þessu
stórkostlega njósnakerfi lýst nokkuð og því
verður ekki frekar að því vikið hér að þessu
sinni. í Bandaríkunum er ekki starfandi
neinn opinber kommúnistaflokkur eða til-
svarandi samtök, heldur er starfið svo að
kalla allt leynilegt og rekið innan hinna
flokkanna og rnjög vel skipulagt. Þar eins og
annarstaðar er það stefna kommúnista að láta
njósnara sína komast í mikilsverðar trúnað-
arstöður hjá ríkinu og þýðingarmiklum fvrir-
tækjum. Stórkostlegastar eru þessar njósnir í
utanríkisþjónustunni og atómvopnafram-
leiðslunni, flughernum og sjóhernum. En
auk þessara leynilegu njósnahringa er hið
liálf opinbera og al-opinbera njósnakerfi, sem
starfrækt er af sendisveitum Rússa og lepp-
ríkja þeirra og af starfsliði þeirra hjá Samein-
uðu þjóðunum, sem aðsetur hefir í Bandaríkj-
unum og nýtur þar margháttaðra forréttinda
fram yfir þegna Bandaríkjanna sjálfra.
Baráttan gegn þessum njósnasveitum er
mjög örðug enda sýkir hún nú allt stjórn-
málalíf Bandaríkjanna og hatrið rnilli manna
og flokka er ekki hvað minnst sprottið af
þeirri tortn'ggni, sem þessi njósnastarfsemi
skapar. Truman forseti og Acheson utanríkis-
ráðherra vilja gera sem rninnst úr þessari
njósnastarfsemi, en standa þar rnjög höllum
fæti vegna þess, að alltaf er að komast upp
um njósnir og njósnara í þýðingarmiklum
stöðum og starfsgreinum.
Með þessum liætti hafa Sovietríkin raun-
verulega hafið innrás sína í Bandaríkin nú
þegar, því þeirra bardagaaðferð er í öllum
löndum og allsstaðar hardagaaðferð liögg-
ormsins: slægð, lýgi og grinnnd. Með land-
ráðaflokkum sínum og skipulagðri njósna-
og glæpastarfsemi eru allar stofnanir þjóð-
anna Rrst sýktar en að þvi búnu gerð vopnuð
innrás í löndin undir einhverju yfirskini,
eða glæpaflokkur sá, sem Sovietríkin starf-
rækja opinberlega í landinu, er studdur til
valdatöku. Bandaríkjamenn hafa ekki varað
sig á þessari bardagaaðferð og vilja ekki trúa
henni rnargir hverjir ennþá. Bandaríkjamenn
eru ung og hrekklaus þjóð, sem hefir lifað
einangruð alllengi og er þess vegna að ýmsu
líkt ástatt hjá þeirn eins og íslendingum,
enda er sama sagan hér: allt gegnsýkt og
maðksmogið, rússadindlar og njósnarar á
hverju strái.
FORSETAKOSNINGARNAR
í BANDARÍKJUNNM.
Forsetakosningamar, sem fram eiga að fara
í nóvemberbyrjun í haust, munu setja svip
sinn á allt stjórnmálalíf Bandaríkjanna á
þessu ári, og ástæðan er fyrst og fremst sú, að
hörð átök fara nú fram í Bandaríkjunum
um utanríkisstefnu þeirra, en síðan 1940 hafa
báðir flokkamir — Demokratar og Repu-
blikanar — haft svo að kalla sömu stefnu í
utanríkismálum þótt þá hafi greint allmjög
á um innanríkismál.
Ekki er enn fullráðið hverjir verða í kjöri
sem forsetaefni, en margt bendir til að það
verði Truman af hálfu Demokrata en Eisen-
hower af hálfu Republikana og er það þá í
fvrsta sinni um langan tírna sem sigumonir
Republikana liafa verið fult svo rniklar eða
meiri en hinna.
FRIÐARSTEFNAN.
Það er fremur örðugt fvrir Evrópumenn
að átta sig á því hver eru aðal ágreiningsmál
hinna tveggja flokka í Bandaríkjunum að
því er utanríkismálin snertir. Þó eru nokkur
atriði allgreinileg:
1. Varðveisla friðaríns hefir verið og er
aðalmál Demokrata. Truman forseti hefir
10 DAGRENNING