Dagrenning - 01.02.1952, Qupperneq 18
stórt hefði til þessa verið stigið í friðar-
átt.
SAMVINNA BRETA OG BANDARÍKJA-
MANNA.
Samvinnan við Breta er viðkvæmt
ágreiningsmál í utanríkispólitík bandarísku-
flokkanna. Bandaríska þjóðin er sjálf allmjög
skipt um afstöðunana til Breta. Mikill rneiri
hluti hinna almennu borgara vill náið sam-
starf við Bretland og bresku samveldislöndin.
Hins vegar eru mjög sterk öfl að verki, sem
ekki vilja þetta samstarf og er það einkum
fjármálaauðvaldið, (finanskapitalisminn),
sem þar hefir forustuna. Baráttan milli ster-
lingssvæðisins og dollarasvæðisins er svo al-
þekkt, að óþarft er að rekja þann ágreining
nánar hér.
Demokrataflokkurinn hefir alla tíð litið
stefnu Breta í nýlendumálum óhýru auga og
verið henni andvígur. Cordell Hull lét eitt
sinn svo um rnælt er hann var utanríkisráð-
herra, „að með tilliti til framtíðar nýlendu-
veldis Breta hefðu Bandaríkin ákveðnar hug-
myndir“, og „í því efni greinir okkur á við
Breta“, sagði ráðherrann.
Þessi afstaða Dcmokrataflokksins hefir
oft leitt til þess, að Bandarikin liafa beint
og óbeint stutt kröfur nýlenduþjóða — þ. á.
m. Indverja, um sjálfstæði, og tvístaða þeirra
nú, bæði í Persíu og Egyptalandi, er greini-
leg.Þessi afstaða hefir átt mjög mikinn þátt
í því að spilla vináttu og samstaifi þessara
miklu frændþjóða.
Republikanar virðast aftur á móti ekki
þessarar skoðunar. Þeir virðast telja vafasamt
að styðja beri allar „frelsislircvfingar" ný-
lenduþjóða, því ýmsar þeirra eru greinilega
„gerfi-frelsishreyfingar“, sem kommúnistar og
hjálparflokkar þeirra búa til þar sem þarf í
það og það skiptið, til stuðnings heimsveldis-
stefnu Sovietríkjanna. Svo er þetta t. d. hvað
Suður-Afríku snertir, og er það mikið og við-
kvæmt mál fyrir Breta og samveldislöndin.
Ef Republikanar sigra í kosningunum er
líklegt að í þessu efni yrði nokkur breyting á
stefnu Bandaríkjanna.
Sennilegt er að Republikönum gengi betur
að sernja við Breta en Demokrötum liefir
gengið og sigur Republikana mundi verða til
að sameina betur en verið hefir hinar engil-
saxnesku þjóðir.
í bók sinni „The Foregn Policy for Ame-
ricans“ hefir Taft öldungadeildarþingmaður
gert glögga grein fyrir utanríkisstefnu sinni
og þótt flokkur hans hafi enn ekki samþvkkt
þá stefnu sem sína, er ekki að efa, að hann
markar stefnuna mjög nálægt því, sem hún
verður.
ATKVÆÐAVEIÐAR.
Vegna hinnar hörðu baráttu heimafyrir
má búast við því, að Bandaríkin láti minna
til sín taka í alþjóðamálum á þessu ári en
þau hafa gert að undan förnu. Atkvæðaveið-
arnar verða að sjálfsögðu meginviðfangs-
efni flokkanna, og nú virðist svo sem Demo-
kratar treysti ekki eins á fylgi Zionista
eins og í síðustu kosningum og mun
valda því sú vissa, að Eisenhower er vel
séður af Zionistum Bandaríkjanna. Hins
vegar virðist Truman forseti hafa hug á því
að fá katolsku kirkjuna í Bandaríkjunum til
fylgis við sig. Til þess benda m. a. tilraunir
hans til að skipa sendiherra í Páfagarði. í
bili er þó hætt við þá fyrirætlan, enda vafa-
samt að það mæltist vel fyrir hjá öðrum
trúarsamtökum i Bandaríkjunum. Þessi til-
raun forsetans er þó athvglisverð því hún
sýnir, að katólska kirkjan er í Bandaríkjun-
um eins og annars staðar, pólitísk stofnun, —
ekki ósvipuð Zionistahreyfingunni — sem
heimtar allt vald yfir hugsanalífi áhangenda
sinna og getur verzlað með þá jafnvel í kosn-
ingum.
12 DAGRENN I NG