Dagrenning - 01.02.1952, Síða 24

Dagrenning - 01.02.1952, Síða 24
hins vegar. Peronisminn er svipuð tegund kommúnisma og Titoisminn. Ein tegund kommúnisma er spánski fas- isminn, þó merkilegt megi teljast. Mikil og margháttuð viðskipti hafa alla tíð átt sér stað rnilli Spánar og Sovietríkjanna þrátt fyrir allan ) firborðs fjandskap við Franco, og nú er talið að Franco hyggist að stj'ðja „ þjóð- ernishreyfingar" þær, sem kommúnistar hafa komið af stað í Afríku og hann hefir einnig rnjög sterk sambönd í Suður-Ameríku. Franco er því líklegur til að verða einn af forustumönnum nýkommúnismans og álíka „þarfur þjónn“ Sovietríkjunum um það er líkur og Mitler „sálugi“ varð á sínum tírna. TANGARSÓKNIN GEGN BANDARÍKJUNUM. Ef vér lítiim nú á þessar staðreyndir sjáum vér, að tangarsókn kommúnismans er nú beint að Bandaríkjunum. Höfuðstöðvamar eru Moskva, út frá þeirn beinist annar armurinn til austurs — um líína og ógnar Bandaríkjunum úr vestri, en hinn armurinn beinist í vestur, um Persíu — Egyptaland — Norður-Afríku — Spán — til Suður-Ameríku, þar sem höfuðstöðvarnar eru Argentína, og ógnar þeirn úr suðri. Þannig sjáum vér greinilega, að það er ekki lýðræðið og frelsið, senr vinnur á heldur er það ein- ræðið og kúgunin, sem færa út sínar kvíar. Það er næsta hlægileg og barnalega heimskuleg röksemd, sem ennþá sést stund- um í blöðum og bókurn, að Bandaríkin hafi orðið að hætta stuðningi sínum við Sjang Kajsjek vegna þess hve „spillt“ stjórnarfarið var í Kína. Það er víst ekki „spillt“ stjórnar- farið, sem nú er komið þar í staðinn, með til- kornu kínverskra kommúnista? Með svona barnalegum röksemdum rná blekkja jafnvel heilar þjóðir — stórþjóðir — ef sannleikur- inn fæst aldrei sagður. Samningurinn frá Jalta og leynisamningurinn, sem lionum fylgi, um „frjálsar hendur“ Stalins í Kína, er orsökin til útlegðar Sjang Kajsjeks á Fonnósu og hruns hins forna Kínaveldis. ÚTRÝMING KOMMÚNISTA HJÁ FRJÁLSUM ÞJÓÐUM. Á árinu 1952 mun mönnum almennt fara að skiljast þessi þróun málanna. Eftir því sem veldi Rússa vex, þokast hinar frjálsu þjóðir betur saman, en meðan þær levfa innan vébanda sinna kommúnisma í ein- hverri rnynd verður þeim lítið ágengt. Alger útrýming kommúnista úi öllu opin- beru lífi er nauðsynleg og líklegt að hefjist með nokkium kiafti á áiinu 1952 enda er það frámunalega heimskulegt að leyfa slík- um mönnum að skipa nokkra trúnaðarstöðu í frjálsu ríki. Kommúnisti er landráðamað- ur og föðurlandssvikari, þó hann ef til vill geri sér það ekki ljóst sjálfur, og telji sig vera skikkanlegaheita mann með „róttækar“ skoðanir. En auk þess er hann „pestargeml- ingur" sem sýkir allt umhverfi sitt án þess aðrir vari sig á honum. Að hafa kommúnista í trúnaðarstöðu í frjálsu þjóðfélagi er einna svipaðast því, að hafa morðingja með hlaðna skammbvssu inni í íbúð sinni. Það leikur sér enginn að slíku tiltæki nema stutta stund. Kommúnistar hafa alls staðar reynzt föður- landssvikarar og þjónar erlends valds. J-IEIMSRÍKIS I-IUGMYNDIN ER FJARST/EÐA.“ Þingi Sameinuðu þjóðanna í París er nú lokið. í fy'rstu bundu menn nokkrar vonir við þetta þing, en nú eru þær vonir all- ar brostnar. Ekkert hefir þar gerzt, sem horfir til heilla málstað frelsis og friðar, en sama þjarkið hefir endurtekið sig þar og á fyrri þingurn. 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.