Dagrenning - 01.02.1952, Qupperneq 26

Dagrenning - 01.02.1952, Qupperneq 26
aftur, sem sögur ná. Og nú fer enn slíkt stór- flóð yfir í Bandaríkjunum. Breytingar á jökl- urn á norðurhveli jarðar og hitabrevtingar í sjó og á landi benda og ótvírætt til þess, að náttúruöflin séu mjög á hreyfingu. Á árinu 1952 ættu þessi náttúrufyrirbæri enn að aukast. Jarðskjálftar, eldgos, stórflóð og fellibvljir að verða enn rneira áberandi en nokkru sinni fyr, þótt ekkert af þessu nái slíku hámarki og síðar verður (1953—1956). Drottinn sagði ísrael forðum, að ef brotin væru lögmál Hans (náttúrulögmálin) og rænt land Hans (stunduð rányrkja,) mundi endurgjaldið verða: sjúkdómar, drepsóttir, óveður, uppskerubrestur og landauðn. Með hinni miklu tækni hafa möguleikarn- ir á því að brjóta lögmál Guðs — náttúru- lögmálin — orðið miklu meiri en áður var. Og hver er afleiðingin? Þrátt fyrir hina miklu tækui: náttúruhamfarir, ógurlegri en nokkru sinni fyr, matarskortur í heiminum, uppskerubrestur í stórum þjólöndum, jafn- vel heilum heimsálfum, drepsóttir og ólækn- andi sjúkdómar. Er ekki rétt fyrir vísindin, að athuga afleiðingar hinna tæknilegu fram- fara. Tæknilegar framfarir eru ágætar og æskilegar, ef þær bæta úr neyð mannkyns- ins á einu sviði, án þess að skapa öngþveiti og böl á öðrum sviðum. Eitt af því, sem líklegt er að einkenna muni sérstaklega árið 1952 eru óven/uiegir þurrk- ar víðsvegar um heim. ATÓMSPRENGJAN. Winston Churchill sagði fyrir fám árurn eitthvað á þessa leið: „Ef Baudaríkjamenn rcðu ekki vfir atómsprengjunni hefðu Rússar fvrir löngu ráðist á Vestur-Evrópu og innlim- að hana í Sovietríkin. Við lifunr í skjóli atóm- sprengjunnar.“ Þe.tta er sannleikurinn — eini sannleikurinn um það, að enn skuli vera „friður". Allur annar vígbúnaður hverfur í skuggann hjá atómsprengjunni og allar til- raunir Sameinuðu þjóðanna og hvað annað, sem reynt hefir verið, eru smámunir einir hjá því vopni. — Atómsprengjan stöðvaði síðustu heimssty'rjöld og hún liefir haldið Rússum í skefjum síðan. En nú er viðhorfið að breytast. Rússar hafa nú náð til sín flest- um eða öllum levndannálum atómsprengj- unnar og nægilega mörgurn konnnúnista prófessorum og vísindamönnum á því sviði hefir tekist að laumastyfir til Rússa með þessi leyndarinál til þess þeir geti hagnýtt sér þau. Af þeim öllum er prófessor Ponteeon'o Rúss- um gagnlegastur, því hann þekkti ekki aðeins leyndarmál atómsprengjunnar heldur og leyndannál vetnisspreng/unnar, en hún er talin hafa þúsundfalt afl atómsprengjunnar. í smágrein í Intelligence Digest segir: „Rúss- ar hafa framleitt atómsprengjur síðan í sept- ember 1949 og munu hefja framleiðslu vetn- issprengju síðsumars 1952, ef áætlanir pró- fessor Pontecorvós standast. Eftir þaim tíma gjörbrevtist því öll hernaðaraðstaðan nema eitthvað það hafi gerst, sem yfirstígur frarn- farir Rússa á þessu sviði. Vér þurfunr að finna ráð til þess, að svo verði.“ Sama tímariti farast orð á þessa leið, nú fyrir skemmstu: „Sökum svikastarfsemi í okkar herbúðum, komust Rússar yfir levndardóma kjanrorku og vettnissprengjunnar og urðu ennfremur margs vísari urn geimgeislana. Vegna hörmu- legra heinrskupara Sir Staffords Cripps gátu Rússar sparað sér fimmtán ára rannsóknir og starf á sviði þrýstiloftsknúinna flug\’éla- hreyfla. Enda þótt Bandaríkin muni sennilega allt- af eiga rneiri birgðir af kjarnorkusprengjunr en Rússar, þá eru samtök og hernaðarkerfi aðildarríkja Atlanthafsbandalagsins miklu veikari fyrir og lausari í reipunum en hern- aðarkerfi Rússa, en það gerir kjarnorkufram- leiðslu Rússa margfalt hættulegri fyrir oss. 20 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.