Dagrenning - 01.02.1952, Page 46
næstunni, og þaS er von mín, að hún verði mörgum til hjálpar og hug-
hreystingar.
Eins og lesandinn mun sjá, mun Landið helga koma mjög við sögu
heimsmálanna næstu árin, og þess vegna tók höfundurinn sér sérstaka
ferð á hendur til Litlu Asíu s. I. sumar, m. a. til þess kynnast af eigin raun
ástandinu þar eystra. Árangur þeirra athugana er nú birtir hér, því að
með hliðsjón af honum verður auðveldara að finna hina réttu ráðn-
ingu spádómanna. Á ferð sinni um Egyptaland rannsakaði höfundurinn
Pýramidann mikla enn nokkru nánar, flutti fyrirlestra og lausleg erindi
um hinn mikla boðskap pýramídans, í landi Faróanna, Jórdaníu og ísrael
— en sérstaklega í Jerúsalem.
Með tilliti til þess, sem bók þessi átti að fjalla um, fór höfundurinn
sérstaka ferð til Megiddo eða Harmagedon, og eru nokkrar myndir frá
þeim slóðum hér í bókinni. Bæði þær og aðrar Ijósmyndir, sem hér birtast,
eru teknar af höfundinum sjálfum.
Sérstaklega ber að þakka Mr. William P. Fraser, ekki aðeins fyrir
alla uppdrættina i bókinni, heldur og fyrir alla aðstoð hans og uppörvun
í hverju efni, sem pyramídafræðinni má að liði verða.
London í september 1950.
Adam Rutherford.“
Þegar bækur Rutherfords eru lesnar ættu menn jafnan að hafa í
huga þá skilgreiningu, sem hann hefir sjálfur gefið á þeim vísindum, sem
hann fæst við, og nefnir pýramídafræði (Pyramidology), en sú skilgrein-
ing er þannig:
„Pýramídafræði er vísindagrein sú, er tengir saman, samræmir
og sameinar vísindi og trú, og er þannig snertipunktur þeirra. Villu-
trú og rangar vísindakenningar hverfa eins og dögg fyrir sólu, þegar
Pýramídinn mikli er almennt athugaður með gaumgæfni og rétt skil-
inn, og þá kemur í Ijós, að rétt trú og sönn vísindi eru í fullu samræmi
hvort við annað.“
Við lestur ritgerðar þeirrar, sem hefst hér á eftir, er „mælihvarði“
Pýramídans mikla einmitt lagður á mörg þau viðfangsefni, sem þar er
reynt að kryfja til mergjar og vænti ég þess, að við lesturinn skýrist það
fyrir fólki, hve hárréttur og nákvæmur sá mælikvarði hefir reynst og mun
þá einnig væntanlega reynast í framtíðinni.
Reykjavík í febrúar 1952.
J. G.
40 DAGRENNING