Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 9

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 9 LOFTUR GUTTORMSSON MeNNTavíSiNdaSviði HáSkóLa íSLaNdS Aðdragandi þemanáms í Kennaraháskóla Íslands: Átakaþáttur í sögu kennara- menntunar 1975–1978 Rakinn er sögulegur aðdragandi þess að þemanámsskipan var tekin upp í Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) haustið 1978, sjö árum eftir að menntun grunnskólakennara hafði verið færð upp á háskólastig. Af hálfu stjórnvalda hafði verið stefnt að því að löggjöf um grunnskóla og um KHÍ héldust í hendur en ýmsar ytri aðstæður og hefðarfesta torvelduðu stjórnendum og starfsliði skól- ans að móta námsskipan er svaraði kröfum um virka þekkingaröflun og samþættingu kennslu- greina og uppeldisfræði. Þetta leiddi til langvinnrar óánægju og andófs af hálfu nemenda sem kröfðust með vaxandi þunga virkra námshátta og uppeldis- og kennslufræðivæðingar (peda- gógiseringar) kennaranámsins. Ágreining nemenda og skólastjórnar á tímabilinu 1975–1978 var reynt að leysa skref fyrir skref með því að móta farvegi fyrir samstarf nemenda og kennara að þróun nýrra náms- og kennsluhátta. Hvössust urðu átökin skólaárið 1977–1978 en þau enduðu með samkomulagi um nýja náms- og kennsluskipan, hið svonefnda þemanám. Nemendaandófið í KHÍ á seinni helmingi áratugarins skapaði skilyrði fyrir því að upphafleg áform um samhliða umbætur á grunnmenntun í landinu og almennri kennaramenntun náðu brátt fram að ganga. Efnisorð: Kennaramenntun, andóf nemenda, þemanám, samþætting, námskrár- breytingar inn gang Ur Haft er fyrir satt að fram eftir síðustu öld hafi umbætur í fræðslumálum gengið hægt (Fragnière, 1980); undan þessu var kennaramenntun ekki þegin nema síður sé. Breytingar á henni vildu einatt fylgja hægt á eftir umbreytingum á hinu almenna fræðslukerfi (Imig og Switzer, 1996). Sé miðað við lagasetningu í menntamálum á þriðja aldarfjórðungnum ásannast þetta á Norðurlöndum að undanskildu Finnlandi (Gyða Jóhannsdóttir, 2008; Kallós og Selander, 1993, bls. 211–216; Simola, 1993, bls. 161–168) og Íslandi. Hér á landi vildi svo til að ný löggjöf var sett um kennaramenntun (Lög um Kennaraháskóla Íslands nr. 38/1971) þremur árum áður en frumvarp til laga Uppeldi og menntun 24. árgangur 1. hefti 2015

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.